Dagar Þróunarsamvinnustofnunar taldir Heimir Már Pétursson skrifar 17. desember 2015 20:16 Þróunarsamvinnustofnun verður lögð niður um áramótin og verkefni hennar færð undir utanríkisráðuneytið, en stjórnarliðar og stjórnarandstæðingar tókust hart á um það á Alþingi í dag hvort taka ætti frumvarp þar að lútandi til lokaumræðu. Atkvæðagreiðslu eftir lok annarrar umræðu fjárlaga lauk í gærkvöldi og hafði þá staðið yfir í 92 klukkustundir að fyrstu umræðu meðtalinni. Þegar forseti Alþingis setti síðan þingfund í morgun hafði hann sett afar umdeilt frumvarp utanríkisráðherra um að leggja Þróunarsamvinnustofnun niður efst á dagskrána að loknum óundirbúnum fyrirspurnum og þá varð fjandinn laus eina ferðina enn. Þetta hleypti illu blóði í stjórnarandstöðuna sem barist hefur gegn því að stofnunin verði lögð niður frá því frumvarp utanríkisráðherra var lagt fram á þingi síðast liðinn vetur. Stjórnarandstaðan lagði fram dagskrártillögu um að málið yrði fært aftur fyrir húsnæðisfrumvörp félagsmálaráðherra sem meira lægi á að ræða og koma til nefndar fyrir jól, en hún var felld eftir harkalegar umræður. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sakaði stjórnarandstöðuna um að ætla að svíkja samkomulag frá því síðast liðið vor um að þrjú mál, Þróunarsamvinnustofnun, frumvarp fjármálaráðherra um opinber fjármál og frumvarp um sanngirnisbætur til þeirra sem sættu misnotkun á Landakoti yrðu afgreidd á yfirstandandi haustþingi. Stjórnarflokkarnir hafi staðið við sitt varðandi sanngirnisbæturnar. „Formaður Samfylkingarinnar háttvirtur, Árni Páll Árnason, segist ekki hafa gert neitt samkomulag. En það gerði sannarlega þingflokksformaður hans. Sem ég trúi ekki að ætli enn og aftur að svíkja það sem hann jafnvel undirritar hér í þingsal. Hvernig er komið fyrir Alþingi þegar menn haga sér með þessum hætti,“ sagði utanríkisráðherra. „Það er út af fyrir sig rétt að hér var samið um að þetta mál kæmi á dagskrá eftir aðra umræðu fjárlaga. En eins og ég hef ítrekað sagt þá var aldrei samið um að það kæmi á dagskrá strax eftir,“ sagði Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar og uppskar mikinn hlátur stjórnarþingmanna. „Það er ákvörðun stjórnarmeirihlutans,“ bætti Helgi við. „Hitt hlýtur að vekja athygli okkar allra að menn vilja ekki hafa þau forgangsmál sem þeir sjálfir segja að séu, húsnæðismálin í landinu, hér á dagskrá fundarins. En það er þeirra val,“ sagði Helgi. „Þetta snýst allt um Þróunarsamvinnustofnun, það er heila geimið,“ kallaði Vigdís Hauksdóttir þá fram í. „Þetta er þvílíkt rugl. Já, já það er til undirritað háttvirtur þingmaður Helgi Hjörvar sem mætti nú fara að læra að standa við orð. Það er til undirritað, það er til undirritað og það er búið að fara yfir það með ykkur hrapparnir ykkar. Það er nú bara einfaldlega þannig,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson. Alþingi Tengdar fréttir Össur Skarphéðinsson: „Framsóknarmenn vitibornar verur“ Þingmenn, aðallega þingmenn stjórnarandstöðunnar, ræddu frumvarp um breytingar á högum Þróunarsamvinnustofnunar í allan dag. 18. nóvember 2015 20:02 Pirringur og hnútukast á Alþingi Enn á eftir að afgreiða fjárlög, fjáraukalög, frumvarp um opinber fjármál, bandorminn, frumvarp um RÚV og Þróunarsamvinnustofnun. 15. desember 2015 20:15 Sakar þingminnihluta um svik Samkomulagi á að hafa verið náð milli stjórnar og stjórnarandstöðu um að ljúka umræðum um Þróunarsamvinnustofnun Íslands. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra kallaði umræðu í þinginu firringu. 18. desember 2015 08:00 Stjórnarandstaðan ræðir Þróunarsamvinnustofnun í þaula Stjórnarandstaðan frestar atkvæðagreiðslu um að leggja Þróunarsamvinnustofnun niður með löngum umræðum. 19. nóvember 2015 19:30 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi Sjá meira
Þróunarsamvinnustofnun verður lögð niður um áramótin og verkefni hennar færð undir utanríkisráðuneytið, en stjórnarliðar og stjórnarandstæðingar tókust hart á um það á Alþingi í dag hvort taka ætti frumvarp þar að lútandi til lokaumræðu. Atkvæðagreiðslu eftir lok annarrar umræðu fjárlaga lauk í gærkvöldi og hafði þá staðið yfir í 92 klukkustundir að fyrstu umræðu meðtalinni. Þegar forseti Alþingis setti síðan þingfund í morgun hafði hann sett afar umdeilt frumvarp utanríkisráðherra um að leggja Þróunarsamvinnustofnun niður efst á dagskrána að loknum óundirbúnum fyrirspurnum og þá varð fjandinn laus eina ferðina enn. Þetta hleypti illu blóði í stjórnarandstöðuna sem barist hefur gegn því að stofnunin verði lögð niður frá því frumvarp utanríkisráðherra var lagt fram á þingi síðast liðinn vetur. Stjórnarandstaðan lagði fram dagskrártillögu um að málið yrði fært aftur fyrir húsnæðisfrumvörp félagsmálaráðherra sem meira lægi á að ræða og koma til nefndar fyrir jól, en hún var felld eftir harkalegar umræður. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sakaði stjórnarandstöðuna um að ætla að svíkja samkomulag frá því síðast liðið vor um að þrjú mál, Þróunarsamvinnustofnun, frumvarp fjármálaráðherra um opinber fjármál og frumvarp um sanngirnisbætur til þeirra sem sættu misnotkun á Landakoti yrðu afgreidd á yfirstandandi haustþingi. Stjórnarflokkarnir hafi staðið við sitt varðandi sanngirnisbæturnar. „Formaður Samfylkingarinnar háttvirtur, Árni Páll Árnason, segist ekki hafa gert neitt samkomulag. En það gerði sannarlega þingflokksformaður hans. Sem ég trúi ekki að ætli enn og aftur að svíkja það sem hann jafnvel undirritar hér í þingsal. Hvernig er komið fyrir Alþingi þegar menn haga sér með þessum hætti,“ sagði utanríkisráðherra. „Það er út af fyrir sig rétt að hér var samið um að þetta mál kæmi á dagskrá eftir aðra umræðu fjárlaga. En eins og ég hef ítrekað sagt þá var aldrei samið um að það kæmi á dagskrá strax eftir,“ sagði Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar og uppskar mikinn hlátur stjórnarþingmanna. „Það er ákvörðun stjórnarmeirihlutans,“ bætti Helgi við. „Hitt hlýtur að vekja athygli okkar allra að menn vilja ekki hafa þau forgangsmál sem þeir sjálfir segja að séu, húsnæðismálin í landinu, hér á dagskrá fundarins. En það er þeirra val,“ sagði Helgi. „Þetta snýst allt um Þróunarsamvinnustofnun, það er heila geimið,“ kallaði Vigdís Hauksdóttir þá fram í. „Þetta er þvílíkt rugl. Já, já það er til undirritað háttvirtur þingmaður Helgi Hjörvar sem mætti nú fara að læra að standa við orð. Það er til undirritað, það er til undirritað og það er búið að fara yfir það með ykkur hrapparnir ykkar. Það er nú bara einfaldlega þannig,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson.
Alþingi Tengdar fréttir Össur Skarphéðinsson: „Framsóknarmenn vitibornar verur“ Þingmenn, aðallega þingmenn stjórnarandstöðunnar, ræddu frumvarp um breytingar á högum Þróunarsamvinnustofnunar í allan dag. 18. nóvember 2015 20:02 Pirringur og hnútukast á Alþingi Enn á eftir að afgreiða fjárlög, fjáraukalög, frumvarp um opinber fjármál, bandorminn, frumvarp um RÚV og Þróunarsamvinnustofnun. 15. desember 2015 20:15 Sakar þingminnihluta um svik Samkomulagi á að hafa verið náð milli stjórnar og stjórnarandstöðu um að ljúka umræðum um Þróunarsamvinnustofnun Íslands. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra kallaði umræðu í þinginu firringu. 18. desember 2015 08:00 Stjórnarandstaðan ræðir Þróunarsamvinnustofnun í þaula Stjórnarandstaðan frestar atkvæðagreiðslu um að leggja Þróunarsamvinnustofnun niður með löngum umræðum. 19. nóvember 2015 19:30 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi Sjá meira
Össur Skarphéðinsson: „Framsóknarmenn vitibornar verur“ Þingmenn, aðallega þingmenn stjórnarandstöðunnar, ræddu frumvarp um breytingar á högum Þróunarsamvinnustofnunar í allan dag. 18. nóvember 2015 20:02
Pirringur og hnútukast á Alþingi Enn á eftir að afgreiða fjárlög, fjáraukalög, frumvarp um opinber fjármál, bandorminn, frumvarp um RÚV og Þróunarsamvinnustofnun. 15. desember 2015 20:15
Sakar þingminnihluta um svik Samkomulagi á að hafa verið náð milli stjórnar og stjórnarandstöðu um að ljúka umræðum um Þróunarsamvinnustofnun Íslands. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra kallaði umræðu í þinginu firringu. 18. desember 2015 08:00
Stjórnarandstaðan ræðir Þróunarsamvinnustofnun í þaula Stjórnarandstaðan frestar atkvæðagreiðslu um að leggja Þróunarsamvinnustofnun niður með löngum umræðum. 19. nóvember 2015 19:30