Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - FSu 107-88 | Öruggt hjá Stólunum Ísak Óli Traustason í Síkinu á Sauðárkróki skrifar 17. desember 2015 23:15 Darrell Lewis, leikmaður Tindastóls. vísir/ernir Tindstóll vann öruggan sigur á FSU í kvöld, 107-80, í Síkinu á Sauðárkróki. Leikurinn hófst klukkustund seinna en áætlað var vegna þess að dómarar og gestirnir í FSU komust ekki á leikstað á réttum tíma. Heimamenn hófu leikinn með miklum krafti og leiddu eftir fyrsta fjórðun 21–14. Stólarnir settu svo í annan gír í öðrum leikhluta og skoruðu í honum 35 stig og hálfleikstölur á Sauðárkróki 56–35. Heimamenn voru að spila vel með Jerome Hill og Darrel Keith Lewis í broddi fylkingar. Hjá gestunum voru Hlynur Hreinsson og Christopher Woods sprækir. Þetta tuttugu stiga forskot heimamanna hélst síðan út leikinn og náðu gestirnir í FSU aldrei að ógna Stólunum. Tindastóll skoraði 60 stig í teignum í kvöld á móti 30 stigum hjá FSU. Lokatölur í kvöld 107–80 og öruggur sigur staðreynd sem sendir Stólanna brosandi inn í jólafríið. Hjá Tindastóli voru allir að spila glimrandi vel bæði í vörn og sókn. Pétur Rúnar Birgisson, Hill og Lewis voru bestir hjá heimamönnum. Hill endaði leikinn með 32 stig og 12 fráköst og skoraði grimmt inn í teig. Helgi Freyr Margeirsson endaði síðan með 11 stig og skoraði tvær körfur úr opnum leik úr tveim skotum. Cristopher Woods endaði með 30 stig og 12 fráköst og leiddi gestina með sínu framlagi og Hlynur Hreinsson endaði með 15 stig. Eftir leikinn í kvöld þá eru Stólarnir með 6 sigra og 5 töp og FSU með 2 sigra og 9 töp.Tölfræði leiks: Tindastóll-FSu 107-80 (21-14, 35-21, 26-23, 25-22)Tindastóll: Jerome Hill 32/12 fráköst, Darrel Keith Lewis 27/6 fráköst/5 stoðsendingar, Helgi Freyr Margeirsson 11, Darrell Flake 8/6 fráköst, Hannes Ingi Másson 7, Helgi Rafn Viggósson 7, Pétur Rúnar Birgisson 7/5 fráköst/7 stoðsendingar, Viðar Ágústsson 6/5 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 2, Sigurður Páll Stefánsson 0, Ingvi Rafn Ingvarsson 0, Svavar Atli Birgisson 0.FSu: Christopher Woods 30/12 fráköst, Hlynur Hreinsson 15/4 fráköst, Ari Gylfason 12, Gunnar Ingi Harðarson 10, Cristopher Caird 9/5 fráköst, Geir Elías Úlfur Helgason 3, Svavar Ingi Stefánsson 1, Bjarni Geir Gunnarsson 0, Hilmir Ægir Ómarsson 0, Jörundur Snær Hjartarson 0, Maciej Klimaszewski 0, Arnþór Tryggvason 0/4 fráköst.Costa: Að ná að stöðva Caird og Woods skilaði sigri í dag Jose Costa, þjálfari Tindastóls, var að vonum ánægður eftir leik þegar að blaðamaður náði tali af honum aðpurður út í leikinn óskaði Costa leikmönnum sínum til hamingju með frábæran leik. „Þeir lögðu sig hart fram í vörninni, það sem að við lögðum upp með gegn Caird og Woods gekk upp og það er ástæðan fyrir sigrinum í dag,“ sagði spænski þjálfarinn. Tindstólsmenn byrjuðu leikinn vel í dag og þegar að Costa var spurður út í byrjunina sagði hann: „Þeir vinna Keflavík og skora 20 stig á fyrstu fimm mínútunum en í dag þá skora þeir aðeins 4 stig á fyrstu fimm mín. Við vissum að það væri mikilvægt að halda þeim niðri og okkur tókst það. „Við vissum að þeir vilja spila með Caird sem fjarka fyrir utan þriggja stiga línuna þá taka þeir áhættu og áhættan er sú að þeir eru veikari undir körfunni í fjarkanum”. Costa var alsæll og brosti út að eyrum þegar að hann sagði blaðamanni að hann væri að fara heim í jólafrí og hitta fjölkylduna sína. „Gleðileg jól til allra”, sagði spænski þjálfarinn að lokum. Olson: Við vorum rassskelltirEric Olson, þjálfari FSu, var svekktur eftir tap sinna mann í kvöld hann sagði að leikur sinna manna hafi verið vonbrigði. „Mér fannst við vera rassskelltir. Við mættum ekki til leiks hér í kvöld, það er held ég ekki reynsluleysi, menn voru bara ekki tilbúnir í þennan leik. „Við vissum að við værum að mæta á erfiðan útivöll, við gáfum okkur aldrei tækifæri,“ sagði Eric. Hann sagðist taka ábyrgðina af þessu tapi á sjálfan sig sem þjálfara. „Þeir eru stærri en við og nýttu sér það í dag. Við lögðum upp með það að taka fljót þriggja stiga skot og það gekk ekki upp og við fengum það í bakið,“ sagði Eric og bætti því við að vörn Selfyssinga hafi ekki verið nógu góð. „Við vorum góðir sóknarlega í síðustu tveim leikjum en ekki í dag. Þeir eru með gott lið og við hlupum kerfin okkar illa og okkur vantar meiri reynslu í okkar lið. „Við þurfum alltaf að spila á okkar hæðstu getu til þess að eiga möguleika og við gerðum það ekki í kvöld,“ sagði Eric. „Dómararnir dæma og á útivelli er allt tvöfalt erfiðara, þeir skutu 27 vítaskotum og það er okkur að kenna að þeir fengu þau, þeir voru að keyra mikið á okkur,“ sagði Eric og bætti við: „Mér finnst dómararnir alltaf vera að gera sitt besta og eins og við vorum að spila í dag þá vorum við að bjóða hættunni heim.“ Pétur Rúnar: Costa er að koma með baráttu aftur í liðið Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls, átti góðan leik í kvöld hann var sáttur í leikslok. „Það er frábært að fara í jólafríið með svona sigri. Allir voru á tánum. Þetta lið var að vinna KR með 22 stigum í síðustu umferð og við erum að leiða allan leikinn með 20 stigum. „Við spiluðum frábæra vörn allan tímann þeir voru að skora af vítalínunni mjög mikið, við vorum svoldið mikið að slá. Við byrjuðum vel og kláruðum leikinn einnig vel,“ sagði Pétur. „Við lögðum upp með fyrir leikinn að sækja inn í teig við vissum að þeir væru veikir þarna inn í þrátt fyrir að hafa Woods. Hann er sterkur og er að frákasta vel en hann er ekki að spila góða vörn og við ákváðum að fara á hann og það gekk svona vel,“ sagði Pétur. Aðspurður út í Jose Costa, þjálfara Tindastóls, sagði Pétur: „Hann er að koma baráttu aftur í liðið og það er bara frábært.“ Bein lýsing: Tindastóll - FSuTweets by @visirkarfa5 Dominos-deild karla Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Sjá meira
Tindstóll vann öruggan sigur á FSU í kvöld, 107-80, í Síkinu á Sauðárkróki. Leikurinn hófst klukkustund seinna en áætlað var vegna þess að dómarar og gestirnir í FSU komust ekki á leikstað á réttum tíma. Heimamenn hófu leikinn með miklum krafti og leiddu eftir fyrsta fjórðun 21–14. Stólarnir settu svo í annan gír í öðrum leikhluta og skoruðu í honum 35 stig og hálfleikstölur á Sauðárkróki 56–35. Heimamenn voru að spila vel með Jerome Hill og Darrel Keith Lewis í broddi fylkingar. Hjá gestunum voru Hlynur Hreinsson og Christopher Woods sprækir. Þetta tuttugu stiga forskot heimamanna hélst síðan út leikinn og náðu gestirnir í FSU aldrei að ógna Stólunum. Tindastóll skoraði 60 stig í teignum í kvöld á móti 30 stigum hjá FSU. Lokatölur í kvöld 107–80 og öruggur sigur staðreynd sem sendir Stólanna brosandi inn í jólafríið. Hjá Tindastóli voru allir að spila glimrandi vel bæði í vörn og sókn. Pétur Rúnar Birgisson, Hill og Lewis voru bestir hjá heimamönnum. Hill endaði leikinn með 32 stig og 12 fráköst og skoraði grimmt inn í teig. Helgi Freyr Margeirsson endaði síðan með 11 stig og skoraði tvær körfur úr opnum leik úr tveim skotum. Cristopher Woods endaði með 30 stig og 12 fráköst og leiddi gestina með sínu framlagi og Hlynur Hreinsson endaði með 15 stig. Eftir leikinn í kvöld þá eru Stólarnir með 6 sigra og 5 töp og FSU með 2 sigra og 9 töp.Tölfræði leiks: Tindastóll-FSu 107-80 (21-14, 35-21, 26-23, 25-22)Tindastóll: Jerome Hill 32/12 fráköst, Darrel Keith Lewis 27/6 fráköst/5 stoðsendingar, Helgi Freyr Margeirsson 11, Darrell Flake 8/6 fráköst, Hannes Ingi Másson 7, Helgi Rafn Viggósson 7, Pétur Rúnar Birgisson 7/5 fráköst/7 stoðsendingar, Viðar Ágústsson 6/5 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 2, Sigurður Páll Stefánsson 0, Ingvi Rafn Ingvarsson 0, Svavar Atli Birgisson 0.FSu: Christopher Woods 30/12 fráköst, Hlynur Hreinsson 15/4 fráköst, Ari Gylfason 12, Gunnar Ingi Harðarson 10, Cristopher Caird 9/5 fráköst, Geir Elías Úlfur Helgason 3, Svavar Ingi Stefánsson 1, Bjarni Geir Gunnarsson 0, Hilmir Ægir Ómarsson 0, Jörundur Snær Hjartarson 0, Maciej Klimaszewski 0, Arnþór Tryggvason 0/4 fráköst.Costa: Að ná að stöðva Caird og Woods skilaði sigri í dag Jose Costa, þjálfari Tindastóls, var að vonum ánægður eftir leik þegar að blaðamaður náði tali af honum aðpurður út í leikinn óskaði Costa leikmönnum sínum til hamingju með frábæran leik. „Þeir lögðu sig hart fram í vörninni, það sem að við lögðum upp með gegn Caird og Woods gekk upp og það er ástæðan fyrir sigrinum í dag,“ sagði spænski þjálfarinn. Tindstólsmenn byrjuðu leikinn vel í dag og þegar að Costa var spurður út í byrjunina sagði hann: „Þeir vinna Keflavík og skora 20 stig á fyrstu fimm mínútunum en í dag þá skora þeir aðeins 4 stig á fyrstu fimm mín. Við vissum að það væri mikilvægt að halda þeim niðri og okkur tókst það. „Við vissum að þeir vilja spila með Caird sem fjarka fyrir utan þriggja stiga línuna þá taka þeir áhættu og áhættan er sú að þeir eru veikari undir körfunni í fjarkanum”. Costa var alsæll og brosti út að eyrum þegar að hann sagði blaðamanni að hann væri að fara heim í jólafrí og hitta fjölkylduna sína. „Gleðileg jól til allra”, sagði spænski þjálfarinn að lokum. Olson: Við vorum rassskelltirEric Olson, þjálfari FSu, var svekktur eftir tap sinna mann í kvöld hann sagði að leikur sinna manna hafi verið vonbrigði. „Mér fannst við vera rassskelltir. Við mættum ekki til leiks hér í kvöld, það er held ég ekki reynsluleysi, menn voru bara ekki tilbúnir í þennan leik. „Við vissum að við værum að mæta á erfiðan útivöll, við gáfum okkur aldrei tækifæri,“ sagði Eric. Hann sagðist taka ábyrgðina af þessu tapi á sjálfan sig sem þjálfara. „Þeir eru stærri en við og nýttu sér það í dag. Við lögðum upp með það að taka fljót þriggja stiga skot og það gekk ekki upp og við fengum það í bakið,“ sagði Eric og bætti því við að vörn Selfyssinga hafi ekki verið nógu góð. „Við vorum góðir sóknarlega í síðustu tveim leikjum en ekki í dag. Þeir eru með gott lið og við hlupum kerfin okkar illa og okkur vantar meiri reynslu í okkar lið. „Við þurfum alltaf að spila á okkar hæðstu getu til þess að eiga möguleika og við gerðum það ekki í kvöld,“ sagði Eric. „Dómararnir dæma og á útivelli er allt tvöfalt erfiðara, þeir skutu 27 vítaskotum og það er okkur að kenna að þeir fengu þau, þeir voru að keyra mikið á okkur,“ sagði Eric og bætti við: „Mér finnst dómararnir alltaf vera að gera sitt besta og eins og við vorum að spila í dag þá vorum við að bjóða hættunni heim.“ Pétur Rúnar: Costa er að koma með baráttu aftur í liðið Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls, átti góðan leik í kvöld hann var sáttur í leikslok. „Það er frábært að fara í jólafríið með svona sigri. Allir voru á tánum. Þetta lið var að vinna KR með 22 stigum í síðustu umferð og við erum að leiða allan leikinn með 20 stigum. „Við spiluðum frábæra vörn allan tímann þeir voru að skora af vítalínunni mjög mikið, við vorum svoldið mikið að slá. Við byrjuðum vel og kláruðum leikinn einnig vel,“ sagði Pétur. „Við lögðum upp með fyrir leikinn að sækja inn í teig við vissum að þeir væru veikir þarna inn í þrátt fyrir að hafa Woods. Hann er sterkur og er að frákasta vel en hann er ekki að spila góða vörn og við ákváðum að fara á hann og það gekk svona vel,“ sagði Pétur. Aðspurður út í Jose Costa, þjálfara Tindastóls, sagði Pétur: „Hann er að koma baráttu aftur í liðið og það er bara frábært.“ Bein lýsing: Tindastóll - FSuTweets by @visirkarfa5
Dominos-deild karla Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Sjá meira