Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Stjarnan 87-85 | Keflvíkingar verða á toppnum fram á nýja árið Sveinn Ólafur Magnússon í TM-höllinni í Keflavík skrifar 17. desember 2015 22:30 Magnús Þór Gunnarsson, leikmaður Keflavíkur, skoraði mikilvægar körfur. vísir/vilhelm Keflavík vann Stjörnuna, 87-85, í æsispennandi leik í Domino´s-deild karla í kvöld í TM-höllinni Með sigri í kvöld gátu Keflvíkingar haldið í toppsætið í jólafríinu. Stjarnan hefur klifrað upp töfluna og voru fyrir leikinn í þriðja sæti en þeir hafa verið að spila vel upp á síðkastið og unnið síðustu fjóra leiki. Leikurinnn fór rólega af stað en Keflavík klúðraði fyrstu þrem sóknum sínum. Stjarnan spilaði vel og stjórnuðu leiknum í upphafi leiks. Það var greinilegt að Stjörnumenn ætluðu að spila inn á Al´lonzo Coleman því hann var allt í öllu í sóknarleik þeirra. Keflvíkingar lögðu hins vegar allt kapp á að stöðva Justin Shouse og gekk það verkefni mjög vel. Justin skoraði ekki stig í fyrsta leikhluta þar sem Stjarnan leiddi 20-23 þegar yfir lauk. Stjarnan hélt uppteknum hætti í öðrum leikhluta að leita af Coleman en hann skoraði nánast að vild. Keflvíkingar hertu tökin í vörninni og náðu nokkrum hröðum sóknum sem skilaði auðveldum körfum. Earl Brown hafði misjafnar hendur í sókninni en hann var að klúðra auðveldum skotum undir körfunni. Undir lok annars leikhluta koma Ragnar Gerald Albertsson inn á í liði Keflvíkinga og lokaði öðrum leikhluta með því að setja fimm stig í röð. Coleman var lang besti maður vallarins í fyrri hálfleik en hann setti 20 stig og tók 10 fráköst. Staðan var 42-39 fyrir Keflavík eftir jafnan fyrri hálfleik. Keflavík byrjaði seinni hálfleik að krafti, með Val Orra Valson á bekknum en hann var kominn með þrjár villur, Keflvíkingar náðu að spila sinn hraða leika sem skilaði 9 stiga forskoti. Sjörnumenn með Coleman í fararbroddi neituðu að gefast upp og náðu að jafna þegar fjórðungurinn var hálfnaður. Seigla, elja og góð liðsheild skilaði Keflavík níu stiga forskoti þegar leikhlutinn var allur, 68-59. Í fjórða leikhluta héldu Keflavík Stjörnumönnum frá sér sem neituðu þó að gefast upp og náðu að minnka muninn í eitt stig. Vörn Stjörnunar var feykisterk á þessum kafla og runnu margar sóknir sóknir Keflvíkinga út í sandinn. Lokamínúturnar voru æsispennandi þar sem Coleman fékk tækifæri að jafna leikinn loka skot hans geigaði og tap Stjörnumanna staðreynd í annars skemmtilegum og fjörugum leik. Það sem skóp þennan sigur var fyrst og fremst liðsheild Keflavíkur en allt liðið var að spila vel. Ef á að telja einhverja til þá spilaði Brown mjög vel ásamt Val Orra og Magnúsi Þór Gunnarsyni. Einnig ber að telja varnarleikinn hjá Reggie Dupree en hann hélt Justin alveg niðri framan af í leiknum en Justin setti aðeins tvö stig í fyrri hálfleik. Hjá Stjörnunni bar Coleman höfuð og herðar yfir aðra leikmenn á vellinum. Hann átti sannkallaðan stórleik ogskoraði 39 stig og tók 18 fráköst. Aðrir leikmenn Stjörnunar sem sýndu sitt rétta andlit voru Marvin Valdimarsson og Tómas Heiðar Tómasson. Áðurnefndur Justin fór ekki að skora fyrr en seint í fjórða leikhluta en hann átti ekki sinn besta dag.Tölfræði leiks: Keflavík-Stjarnan 87-85 (20-23, 22-16, 26-20, 19-26)Keflavík: Earl Brown Jr. 19/18 fráköst/8 stoðsendingar/3 varin skot, Valur Orri Valsson 13, Guðmundur Jónsson 13/7 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 12, Ágúst Orrason 10, Magnús Már Traustason 8, Reggie Dupree 7, Ragnar Gerald Albertsson 5, Andri Daníelsson 0, Kristján Örn Rúnarsson 0, Andrés Kristleifsson 0, Davíð Páll Hermannsson 0.Stjarnan: Al'lonzo Coleman 39/18 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 16/5 stolnir, Marvin Valdimarsson 15, Justin Shouse 13/6 fráköst/5 stoðsendingar, Tómas Þórður Hilmarsson 2/5 fráköst, Magnús Bjarki Guðmundsson 0, Brynjar Magnús Friðriksson 0, Sæmundur Valdimarsson 0, Christopher Sófus Cannon 0, Óskar Þór Þorsteinsson 0, Kristinn Ólafsson 0, Ágúst Angantýsson 0.Sigurður: Við gerðum það sem þurfti til þess að sigra „Þetta var svaka leikur alveg eins og þeir eiga að vera á milli þessara liða. „Mikil barátta og vörnin ágæt á köflum hjá báðum liðum, menn tókust á, flottur leikur,“ sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfar Keflvíkinga, eftir sigurinn í kvöld. Það gekk erfiðlega hjá Keflvíkingum að stöðva Al´lonzo Coleman sem átti stórleik í kvöld. „Coleman er góður leikmaður en við lögðum áherslu á að stöðva sem flesta, mér fannst það ganga vel. Það eru fáir sem skora hjá þeim og það var það sem við vildum. „Við náðum að halda Justin Shouse alveg niðri í leiknum og það kom lítið af bekknum hjá þeim,“ sagði Sigurður sem var ánægður með varnarleik sinna manna í kvöld. Það kom mikið framlag af bekknum hjá Keflvíkingum í leiknum. „Ég er hæstánægður með það hjá okkur að við viljum ekki treysta á einhverja einn eða tvo. Ég held að margir hafi lagt í púkkið í kvöld. „Þegar við spiluðum vörn og sókn saman þá eru við góðir. Þetta hefði getað endað báðum megin en við gerðum það sem þurfti til þess að sigra.“ Hrafn: Við leyfðum þeim að spila sinn bolta of lengi í kvöld „Við náðum ekki að framkvæma það sem við ætluðum allan leikinn og því fór sem fór. Þegar við gerðum það sem við ætluðum vorum við með ágætis tök á leiknum. „Við leyfðum þeim að spila sinn hraðaupphlaupsbolta allt of lengi í dag,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, daufur eftir naumt tap sinna manna í kvöld. „Keflavík spilaði mjög hreyfanlega vörn á okkur um tíma. Þeir komu með hjálpavörn númer tvö á Coleman og þá hefðum við átt að leita á aðra menn. Við vorum ekki alveg nógu hreyfanlegir í sókninni”. “Það voru eingöngu tvö stig af bekknum hjá okkur í kvöld en þeir sem komu inn af bekknum spiluðu fína vörn. „Það er margt annað í þessum körfubolta en þessi stig,“ sagði Hrafn að lokum fullur bjartsýni.Valur Orri: Við mættum allir tilbúnir í kvöld „Við ætluðum að vera með níu sigra eftir kvöldið í kvöld. Stjarnan er með mjög gott lið og erfitt að eiga við þá þegar þeir hitta á sinn leik. „Við mættum allir tilbúnir í kvöld og ætluðum að vinna þennan leik,“ sagði Valur Orri Valsson leikmaður Keflvíkinga eftir nauman sigur á Stjörnunni í kvöld. „Það var mikil liðsheild hjá okkur í kvöld og við þurftum það reyndar fannst mér við kærulaulsir í sókninni allan leikinn, ég hélt að þetta mundi lagast í seinni hálfleik en það gerði það ekki. „Við erum linir og léttir inni í teig. Við erum endalaust að reyna að bæta okkur í fráköstum og ég held að það hafi gengi nokkuð vel í kvöld þó að Coleman hafi verið góður. „Það var pirrandi að klikka á vítinu í lokinn. Ég og Magnús Þór höfum verið að æfa vítin sérstaklega en ég var ánægður að klikka eingöngu úr öðru en þetta hafðist,“ sagði Valur Orri léttur í bragði eftir leik.Bein lýsing: Keflavík - StjarnanTweets by @Visirkarfa3 Dominos-deild karla Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Leik lokið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Leik lokið: Keflavík-Haukar 117-85 | Afhroð hjá gestunum Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Sjá meira
Keflavík vann Stjörnuna, 87-85, í æsispennandi leik í Domino´s-deild karla í kvöld í TM-höllinni Með sigri í kvöld gátu Keflvíkingar haldið í toppsætið í jólafríinu. Stjarnan hefur klifrað upp töfluna og voru fyrir leikinn í þriðja sæti en þeir hafa verið að spila vel upp á síðkastið og unnið síðustu fjóra leiki. Leikurinnn fór rólega af stað en Keflavík klúðraði fyrstu þrem sóknum sínum. Stjarnan spilaði vel og stjórnuðu leiknum í upphafi leiks. Það var greinilegt að Stjörnumenn ætluðu að spila inn á Al´lonzo Coleman því hann var allt í öllu í sóknarleik þeirra. Keflvíkingar lögðu hins vegar allt kapp á að stöðva Justin Shouse og gekk það verkefni mjög vel. Justin skoraði ekki stig í fyrsta leikhluta þar sem Stjarnan leiddi 20-23 þegar yfir lauk. Stjarnan hélt uppteknum hætti í öðrum leikhluta að leita af Coleman en hann skoraði nánast að vild. Keflvíkingar hertu tökin í vörninni og náðu nokkrum hröðum sóknum sem skilaði auðveldum körfum. Earl Brown hafði misjafnar hendur í sókninni en hann var að klúðra auðveldum skotum undir körfunni. Undir lok annars leikhluta koma Ragnar Gerald Albertsson inn á í liði Keflvíkinga og lokaði öðrum leikhluta með því að setja fimm stig í röð. Coleman var lang besti maður vallarins í fyrri hálfleik en hann setti 20 stig og tók 10 fráköst. Staðan var 42-39 fyrir Keflavík eftir jafnan fyrri hálfleik. Keflavík byrjaði seinni hálfleik að krafti, með Val Orra Valson á bekknum en hann var kominn með þrjár villur, Keflvíkingar náðu að spila sinn hraða leika sem skilaði 9 stiga forskoti. Sjörnumenn með Coleman í fararbroddi neituðu að gefast upp og náðu að jafna þegar fjórðungurinn var hálfnaður. Seigla, elja og góð liðsheild skilaði Keflavík níu stiga forskoti þegar leikhlutinn var allur, 68-59. Í fjórða leikhluta héldu Keflavík Stjörnumönnum frá sér sem neituðu þó að gefast upp og náðu að minnka muninn í eitt stig. Vörn Stjörnunar var feykisterk á þessum kafla og runnu margar sóknir sóknir Keflvíkinga út í sandinn. Lokamínúturnar voru æsispennandi þar sem Coleman fékk tækifæri að jafna leikinn loka skot hans geigaði og tap Stjörnumanna staðreynd í annars skemmtilegum og fjörugum leik. Það sem skóp þennan sigur var fyrst og fremst liðsheild Keflavíkur en allt liðið var að spila vel. Ef á að telja einhverja til þá spilaði Brown mjög vel ásamt Val Orra og Magnúsi Þór Gunnarsyni. Einnig ber að telja varnarleikinn hjá Reggie Dupree en hann hélt Justin alveg niðri framan af í leiknum en Justin setti aðeins tvö stig í fyrri hálfleik. Hjá Stjörnunni bar Coleman höfuð og herðar yfir aðra leikmenn á vellinum. Hann átti sannkallaðan stórleik ogskoraði 39 stig og tók 18 fráköst. Aðrir leikmenn Stjörnunar sem sýndu sitt rétta andlit voru Marvin Valdimarsson og Tómas Heiðar Tómasson. Áðurnefndur Justin fór ekki að skora fyrr en seint í fjórða leikhluta en hann átti ekki sinn besta dag.Tölfræði leiks: Keflavík-Stjarnan 87-85 (20-23, 22-16, 26-20, 19-26)Keflavík: Earl Brown Jr. 19/18 fráköst/8 stoðsendingar/3 varin skot, Valur Orri Valsson 13, Guðmundur Jónsson 13/7 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 12, Ágúst Orrason 10, Magnús Már Traustason 8, Reggie Dupree 7, Ragnar Gerald Albertsson 5, Andri Daníelsson 0, Kristján Örn Rúnarsson 0, Andrés Kristleifsson 0, Davíð Páll Hermannsson 0.Stjarnan: Al'lonzo Coleman 39/18 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 16/5 stolnir, Marvin Valdimarsson 15, Justin Shouse 13/6 fráköst/5 stoðsendingar, Tómas Þórður Hilmarsson 2/5 fráköst, Magnús Bjarki Guðmundsson 0, Brynjar Magnús Friðriksson 0, Sæmundur Valdimarsson 0, Christopher Sófus Cannon 0, Óskar Þór Þorsteinsson 0, Kristinn Ólafsson 0, Ágúst Angantýsson 0.Sigurður: Við gerðum það sem þurfti til þess að sigra „Þetta var svaka leikur alveg eins og þeir eiga að vera á milli þessara liða. „Mikil barátta og vörnin ágæt á köflum hjá báðum liðum, menn tókust á, flottur leikur,“ sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfar Keflvíkinga, eftir sigurinn í kvöld. Það gekk erfiðlega hjá Keflvíkingum að stöðva Al´lonzo Coleman sem átti stórleik í kvöld. „Coleman er góður leikmaður en við lögðum áherslu á að stöðva sem flesta, mér fannst það ganga vel. Það eru fáir sem skora hjá þeim og það var það sem við vildum. „Við náðum að halda Justin Shouse alveg niðri í leiknum og það kom lítið af bekknum hjá þeim,“ sagði Sigurður sem var ánægður með varnarleik sinna manna í kvöld. Það kom mikið framlag af bekknum hjá Keflvíkingum í leiknum. „Ég er hæstánægður með það hjá okkur að við viljum ekki treysta á einhverja einn eða tvo. Ég held að margir hafi lagt í púkkið í kvöld. „Þegar við spiluðum vörn og sókn saman þá eru við góðir. Þetta hefði getað endað báðum megin en við gerðum það sem þurfti til þess að sigra.“ Hrafn: Við leyfðum þeim að spila sinn bolta of lengi í kvöld „Við náðum ekki að framkvæma það sem við ætluðum allan leikinn og því fór sem fór. Þegar við gerðum það sem við ætluðum vorum við með ágætis tök á leiknum. „Við leyfðum þeim að spila sinn hraðaupphlaupsbolta allt of lengi í dag,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, daufur eftir naumt tap sinna manna í kvöld. „Keflavík spilaði mjög hreyfanlega vörn á okkur um tíma. Þeir komu með hjálpavörn númer tvö á Coleman og þá hefðum við átt að leita á aðra menn. Við vorum ekki alveg nógu hreyfanlegir í sókninni”. “Það voru eingöngu tvö stig af bekknum hjá okkur í kvöld en þeir sem komu inn af bekknum spiluðu fína vörn. „Það er margt annað í þessum körfubolta en þessi stig,“ sagði Hrafn að lokum fullur bjartsýni.Valur Orri: Við mættum allir tilbúnir í kvöld „Við ætluðum að vera með níu sigra eftir kvöldið í kvöld. Stjarnan er með mjög gott lið og erfitt að eiga við þá þegar þeir hitta á sinn leik. „Við mættum allir tilbúnir í kvöld og ætluðum að vinna þennan leik,“ sagði Valur Orri Valsson leikmaður Keflvíkinga eftir nauman sigur á Stjörnunni í kvöld. „Það var mikil liðsheild hjá okkur í kvöld og við þurftum það reyndar fannst mér við kærulaulsir í sókninni allan leikinn, ég hélt að þetta mundi lagast í seinni hálfleik en það gerði það ekki. „Við erum linir og léttir inni í teig. Við erum endalaust að reyna að bæta okkur í fráköstum og ég held að það hafi gengi nokkuð vel í kvöld þó að Coleman hafi verið góður. „Það var pirrandi að klikka á vítinu í lokinn. Ég og Magnús Þór höfum verið að æfa vítin sérstaklega en ég var ánægður að klikka eingöngu úr öðru en þetta hafðist,“ sagði Valur Orri léttur í bragði eftir leik.Bein lýsing: Keflavík - StjarnanTweets by @Visirkarfa3
Dominos-deild karla Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Leik lokið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Leik lokið: Keflavík-Haukar 117-85 | Afhroð hjá gestunum Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Sjá meira