Deilur einkenndu kappræður Repúblikana Samúel Karl Ólason skrifar 16. desember 2015 10:52 Frá kappræðunum í nótt.skram Vísir/EPA Forsetaframbjóðendur Repúblikanaflokksins deildu sín á milli í nótt. Deiluefnin voru mörg en mest var þó deilt um þjóðaröryggi og baráttuna gegn hryðjuverkum. Fimmtu kappræður Repúblikanaflokksins fóru fram í Las Vegas í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir miklar deilur beindust þær lítið gegn Donald Trump, sem leiðir baráttuna samkvæmt skoðanakönnunum. Marco Rubio og Ted Cruz, sem eru í öðru og þriðja sæti, veittust þess í stað að hvorum öðrum. Enginn af frambjóðendunum lýsti yfir stuðningi við tillögu Donald Trump um að banna múslimum að koma til Bandaríkjanna. Þó gagnrýndu þeir ekki tillöguna heldur og þar sem kannanir sýna að allt að 59 prósent kjósenda Repúblikana eru hlynntir slíkum aðgerðum, virðist sem að það verði ekki gert. Einn frambjóðandi veittist þó að Trump. Jeb Bush sagði hann ekki vera alvara með tillögu sinni. Bush sagði Trump tvisvar sinnum að hann myndi ekki ná að nota móðganir til að komast í Hvíta húsið. Þeir Trump og Bush tókust einnig á þegar Trump varði hugmynd sína um að vísvitandi myrða fjölskyldumeðlimi vígamanna Íslamska ríkisins. Hann sagði að slíkt myndi draga úr árásum á Bandaríkin. „Þeim er ef til vill sama um eigin líf, en en þeim er ekki sama um fjölskyldur þeirra,“ sagði Trump. Bush sagði þessa tillögu vera „klikkaða“ Hér að neðan má sjá kappræðurnar í heild sinni og nokkur af helstu atvikunum.Frjálslega farið með staðreyndir Chris Christie hét því að bæta samskipti við jórdanskan kóng sem er látinn og Rand Paul hélt því fram að allar hryðjuverkaárásir í Bandaríkjunum frá 2001 hafi verið framdar af löglegum innflytjendum. þetta eru meðal atvika þar sem frambjóðendur fóru heldur frjálslega með sannleikann, en AP fréttaveitan hefur tekið það helsta saman. Ted Cruz sagði ítrekað að Barack Obama og Hillary Clinton ætli sér að hleypa tugum þúsunda af flóttamönnum frá Sýrlandi til Bandaríkjanna. Staðreyndin er sú að Obama hefur tilkynnt að til standi að hleypa tíu þúsund flóttamönnum til Bandaríkjanna á næsta ári.Kappræðurnar á einni mínútu frá ABC News Réðust á hvorn annan. Hæfi Trump dregið í efa. Marco Rubio og Ted Cruz deila. Trump kvartar undan CNN. Rand Paul og Marco Rubio deila um gagnasöfnun. Kappræðurnar í heild sinni. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Forsetaframbjóðendur Repúblikanaflokksins deildu sín á milli í nótt. Deiluefnin voru mörg en mest var þó deilt um þjóðaröryggi og baráttuna gegn hryðjuverkum. Fimmtu kappræður Repúblikanaflokksins fóru fram í Las Vegas í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir miklar deilur beindust þær lítið gegn Donald Trump, sem leiðir baráttuna samkvæmt skoðanakönnunum. Marco Rubio og Ted Cruz, sem eru í öðru og þriðja sæti, veittust þess í stað að hvorum öðrum. Enginn af frambjóðendunum lýsti yfir stuðningi við tillögu Donald Trump um að banna múslimum að koma til Bandaríkjanna. Þó gagnrýndu þeir ekki tillöguna heldur og þar sem kannanir sýna að allt að 59 prósent kjósenda Repúblikana eru hlynntir slíkum aðgerðum, virðist sem að það verði ekki gert. Einn frambjóðandi veittist þó að Trump. Jeb Bush sagði hann ekki vera alvara með tillögu sinni. Bush sagði Trump tvisvar sinnum að hann myndi ekki ná að nota móðganir til að komast í Hvíta húsið. Þeir Trump og Bush tókust einnig á þegar Trump varði hugmynd sína um að vísvitandi myrða fjölskyldumeðlimi vígamanna Íslamska ríkisins. Hann sagði að slíkt myndi draga úr árásum á Bandaríkin. „Þeim er ef til vill sama um eigin líf, en en þeim er ekki sama um fjölskyldur þeirra,“ sagði Trump. Bush sagði þessa tillögu vera „klikkaða“ Hér að neðan má sjá kappræðurnar í heild sinni og nokkur af helstu atvikunum.Frjálslega farið með staðreyndir Chris Christie hét því að bæta samskipti við jórdanskan kóng sem er látinn og Rand Paul hélt því fram að allar hryðjuverkaárásir í Bandaríkjunum frá 2001 hafi verið framdar af löglegum innflytjendum. þetta eru meðal atvika þar sem frambjóðendur fóru heldur frjálslega með sannleikann, en AP fréttaveitan hefur tekið það helsta saman. Ted Cruz sagði ítrekað að Barack Obama og Hillary Clinton ætli sér að hleypa tugum þúsunda af flóttamönnum frá Sýrlandi til Bandaríkjanna. Staðreyndin er sú að Obama hefur tilkynnt að til standi að hleypa tíu þúsund flóttamönnum til Bandaríkjanna á næsta ári.Kappræðurnar á einni mínútu frá ABC News Réðust á hvorn annan. Hæfi Trump dregið í efa. Marco Rubio og Ted Cruz deila. Trump kvartar undan CNN. Rand Paul og Marco Rubio deila um gagnasöfnun. Kappræðurnar í heild sinni.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira