„Mig langaði oft ekki í vinnuna því mér leið svo illa við hliðina á þessum manni“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 15. desember 2015 11:25 Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fór fram á það við upphaf þingfundar í morgun að forsætisnefnd þingsins myndi rannsaka ummæli Birgittu Jónsdóttir, þingkonu Pírata, sem hún birti á Facebook í gærkvöldi. Þar sagðist hún nánast hafa þurft á áfallahjálp að halda vegna dónaskapar hans á meðan hún sat við hliðina á honum á síðasta þingi. Jón sagðist aldrei hafa heyrt af þessu. „Ég kannast sem sagt ekki við þetta sérstaklega, finnst þetta alvarlegt, finnst þetta leitt ef svo er að þingmenn sem eru sessunautar mínir hér á þingi þurfi að leita sér áfallahjálpar eftir slíkt en ég tel fullt tilefni til þess að um þetta verði fjallað í forsætisnefnd og málið skoðað sérstaklega,“ sagði Jón og úr salnum heyrðist Birgitta kalla: „Endilega.“Enginn núlifandi Íslendingur hefur gert eins mikið fyrir land og þjóð og Björk. Einhvern karlangi sem reyndir að gera lí...Posted by Birgitta Jónsdóttir on Monday, December 14, 2015Hámark súrrealismans Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, lýsti yfir vonbrigðum sínum með ræðu Jóns. „Ég kem nú aðallega hingað upp til að lýsa furðu því ég taldi víst að háttvirtur þingmaður Jón Gunnarsson ætlaði að koma hérna upp og lýsa iðrun vegna ummæla um Björk Guðmundsdóttur. Ég hélt það satt að segja að hann ætlaði að gera það því hann hefur haft uppi dylgjur að sú ágæta listakona borgi ekki skatta og sé daufleg til augnanna, eins og það var orðað,“ sagði hún.Katrín lýsti yfir vonbrigðum.Vísir/GVA„Og mér fannst það nú ákveðið hámark á súrrealismanum að í stað þess kom háttvirtur þingmaður upp og krafðist afsökunarbeiðni frá Birgittu Jónsdóttur, háttvirtum þingmanni. Ég verð að segja að þar finnst mér nú háttvirtur þingmaður ekki vera að forgangsraða hlutunum rétt og ég verð að segja að ég varð fyrir miklum vonbrigðum með orð hans hér því ég hélt í alvöru að hann hefði séð eftir þessum dylgjum sínum en í staðinn ákveður hann að ráðast hér á háttvirta samþingmenn sína og krefjast afsökunarbeiðni frá þeim fyrir ummæli um sig. Þetta er undarlegt herra forseti.“Enginn vildi skipta Birgitta kom þá sjálf í pontu og ítrekaði ummæli sín um dónaskap og tuddaskap Jóns á síðasta þingi. „Eins og forseta er kunnugt sem og mjög mörgum þingmönnum sem ég talaði við, og meðal annars skrifstofustjóri þingsins líka, þá leið mér mjög illa þegar ég sat við hliðina á Jóni Gunnarssyni og gerði allt sem ég gat til að fá að vera flutt. Mig langaði oft ekki í vinnuna því mér leið svo illa við hliðina á þessum manni svo að það sé sagt og það vita margir,“ sagði hún. „Ég hafði fengið það í gegn hjá skrifstofustjóra alþingis að mætti flytja mig ef ég fyndi einhvern annan sem vildi sitja við hliðina á Jóni Gunnarssyni en ekki einn einasti þingmaður vildi gera svo.“Jón spurði hvort hann mætti ekki svara fólki eins og Björk.Vísir/GVAHljóta að mega svara þessu fólki Jón kom svo aftur í pontu og sagði að Össur Skarphéðinsson hefði kallað inn í ræðuna og sagst hafa viljað sitja við hliðina á sér en hefði ekki verið spurður. Næst svaraði hann Katrínu um ummælin um Björk Guðmundsdóttur og byrjaði á að lesa upp ummælin sem um ræðir en hann spurði í kjölfar viðtals við söngkonuna þar sem hún gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega hvort hún borgaði skatta hér á landi og sagði svo að hún væri daufleg til augnanna undir grímunni. „Þetta eru nú hin alvarlegu ummæli og niðrandi ummæli sem ég á að hafa viðhaft um listakonuna Björk Guðmundsdóttur, sem ég ber mikla virðingu fyrir og því starfi sem hún hefur unnið fyrir okkar land á alþjóðavettvangi. En að það megi ekki svara þessu fólki þegar það kýs tala niður til forsætisráðherra og fjármálaráðherra þjóðarinnar með þeim hætti sem hún gerir í þessu viðtali; það hlýtur að vera þannig að við megum svara fyrir okkur gagnvart þessu fólki sem öðrum herra forseti.“Gunnar Bragi frussaði Að lokum kom Birgitta að nýju í pontu og byrjaði að lesa færsluna sem var uppsprettan að umræðunum. Eftir fyrstu línuna þar sem hún sagði að enginn núlifandi Íslendingur hafi gert eins mikið fyrir land og þjóð og Björk stoppaði hún til að spyrja hver hefði frussað og fékk fljótt svar frá Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra sem svaraði einfaldlega „ég“. Gunnar Bragi gekkst fúslega við því að hafa frussað undir orðum Birgittu.Vísir/PjeturBirgitta stöðvaði þá lesturinn til að fá viðbrögð hans skjalfest í gögnum þingsins. „Háttvirtur ráðherra Gunnar Bragi frussaði í vandlætingu þegar ég sagði þetta, við skulum bara halda því til haga,“ sagði hún og hélt svo lestrinum áfram.Önnur ummæli fyrir nefndina Umræðu um fundarstjórn forseta lauk skömmu síðar og þá tók við umræða um störf þingsins. Þar fór Jón fram á aðra rannsókn á ummælum Birgittu í forsætisnefnd, í þetta sinn um ummæli hennar fyrr í sömu umræðu um viðhorf hans gagnvart öldruðum og öryrkjum. „Fyrst vil ég nú nefna það að það sé gjörsamlega ólíðandi þegar að háttvirtir þingmenn hér, eins og háttvirtur þingmaður Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, kom hér í ræðustól áðan og nefndi það sérstaklega að ég hefði haft það á orði að aldraðir og öryrkjar gætu bara farið að vinna. Ég hef aldrei sagt þetta. Þetta er gjörsamlega ólíðandi herra forseti og hlýtur að vera tekið upp í forsætisnefnd,“ sagði hann áður en hann snéri sér að öðru. Í spilaranum efst í fréttinni má hlusta á samanklippta umræðuna úr þinginu í morgun. Fyrstur heyrist Jón Gunnarsson, næst á eftir Katrín Jakobsdóttir, svo Birgitta Jónsdóttir, því næst Jón aftur og að lokum Birgitta í annað sinn. Alþingi Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Mál horfinna systra skekur Skotland Erlent Fleiri fréttir Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Sjá meira
Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fór fram á það við upphaf þingfundar í morgun að forsætisnefnd þingsins myndi rannsaka ummæli Birgittu Jónsdóttir, þingkonu Pírata, sem hún birti á Facebook í gærkvöldi. Þar sagðist hún nánast hafa þurft á áfallahjálp að halda vegna dónaskapar hans á meðan hún sat við hliðina á honum á síðasta þingi. Jón sagðist aldrei hafa heyrt af þessu. „Ég kannast sem sagt ekki við þetta sérstaklega, finnst þetta alvarlegt, finnst þetta leitt ef svo er að þingmenn sem eru sessunautar mínir hér á þingi þurfi að leita sér áfallahjálpar eftir slíkt en ég tel fullt tilefni til þess að um þetta verði fjallað í forsætisnefnd og málið skoðað sérstaklega,“ sagði Jón og úr salnum heyrðist Birgitta kalla: „Endilega.“Enginn núlifandi Íslendingur hefur gert eins mikið fyrir land og þjóð og Björk. Einhvern karlangi sem reyndir að gera lí...Posted by Birgitta Jónsdóttir on Monday, December 14, 2015Hámark súrrealismans Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, lýsti yfir vonbrigðum sínum með ræðu Jóns. „Ég kem nú aðallega hingað upp til að lýsa furðu því ég taldi víst að háttvirtur þingmaður Jón Gunnarsson ætlaði að koma hérna upp og lýsa iðrun vegna ummæla um Björk Guðmundsdóttur. Ég hélt það satt að segja að hann ætlaði að gera það því hann hefur haft uppi dylgjur að sú ágæta listakona borgi ekki skatta og sé daufleg til augnanna, eins og það var orðað,“ sagði hún.Katrín lýsti yfir vonbrigðum.Vísir/GVA„Og mér fannst það nú ákveðið hámark á súrrealismanum að í stað þess kom háttvirtur þingmaður upp og krafðist afsökunarbeiðni frá Birgittu Jónsdóttur, háttvirtum þingmanni. Ég verð að segja að þar finnst mér nú háttvirtur þingmaður ekki vera að forgangsraða hlutunum rétt og ég verð að segja að ég varð fyrir miklum vonbrigðum með orð hans hér því ég hélt í alvöru að hann hefði séð eftir þessum dylgjum sínum en í staðinn ákveður hann að ráðast hér á háttvirta samþingmenn sína og krefjast afsökunarbeiðni frá þeim fyrir ummæli um sig. Þetta er undarlegt herra forseti.“Enginn vildi skipta Birgitta kom þá sjálf í pontu og ítrekaði ummæli sín um dónaskap og tuddaskap Jóns á síðasta þingi. „Eins og forseta er kunnugt sem og mjög mörgum þingmönnum sem ég talaði við, og meðal annars skrifstofustjóri þingsins líka, þá leið mér mjög illa þegar ég sat við hliðina á Jóni Gunnarssyni og gerði allt sem ég gat til að fá að vera flutt. Mig langaði oft ekki í vinnuna því mér leið svo illa við hliðina á þessum manni svo að það sé sagt og það vita margir,“ sagði hún. „Ég hafði fengið það í gegn hjá skrifstofustjóra alþingis að mætti flytja mig ef ég fyndi einhvern annan sem vildi sitja við hliðina á Jóni Gunnarssyni en ekki einn einasti þingmaður vildi gera svo.“Jón spurði hvort hann mætti ekki svara fólki eins og Björk.Vísir/GVAHljóta að mega svara þessu fólki Jón kom svo aftur í pontu og sagði að Össur Skarphéðinsson hefði kallað inn í ræðuna og sagst hafa viljað sitja við hliðina á sér en hefði ekki verið spurður. Næst svaraði hann Katrínu um ummælin um Björk Guðmundsdóttur og byrjaði á að lesa upp ummælin sem um ræðir en hann spurði í kjölfar viðtals við söngkonuna þar sem hún gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega hvort hún borgaði skatta hér á landi og sagði svo að hún væri daufleg til augnanna undir grímunni. „Þetta eru nú hin alvarlegu ummæli og niðrandi ummæli sem ég á að hafa viðhaft um listakonuna Björk Guðmundsdóttur, sem ég ber mikla virðingu fyrir og því starfi sem hún hefur unnið fyrir okkar land á alþjóðavettvangi. En að það megi ekki svara þessu fólki þegar það kýs tala niður til forsætisráðherra og fjármálaráðherra þjóðarinnar með þeim hætti sem hún gerir í þessu viðtali; það hlýtur að vera þannig að við megum svara fyrir okkur gagnvart þessu fólki sem öðrum herra forseti.“Gunnar Bragi frussaði Að lokum kom Birgitta að nýju í pontu og byrjaði að lesa færsluna sem var uppsprettan að umræðunum. Eftir fyrstu línuna þar sem hún sagði að enginn núlifandi Íslendingur hafi gert eins mikið fyrir land og þjóð og Björk stoppaði hún til að spyrja hver hefði frussað og fékk fljótt svar frá Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra sem svaraði einfaldlega „ég“. Gunnar Bragi gekkst fúslega við því að hafa frussað undir orðum Birgittu.Vísir/PjeturBirgitta stöðvaði þá lesturinn til að fá viðbrögð hans skjalfest í gögnum þingsins. „Háttvirtur ráðherra Gunnar Bragi frussaði í vandlætingu þegar ég sagði þetta, við skulum bara halda því til haga,“ sagði hún og hélt svo lestrinum áfram.Önnur ummæli fyrir nefndina Umræðu um fundarstjórn forseta lauk skömmu síðar og þá tók við umræða um störf þingsins. Þar fór Jón fram á aðra rannsókn á ummælum Birgittu í forsætisnefnd, í þetta sinn um ummæli hennar fyrr í sömu umræðu um viðhorf hans gagnvart öldruðum og öryrkjum. „Fyrst vil ég nú nefna það að það sé gjörsamlega ólíðandi þegar að háttvirtir þingmenn hér, eins og háttvirtur þingmaður Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, kom hér í ræðustól áðan og nefndi það sérstaklega að ég hefði haft það á orði að aldraðir og öryrkjar gætu bara farið að vinna. Ég hef aldrei sagt þetta. Þetta er gjörsamlega ólíðandi herra forseti og hlýtur að vera tekið upp í forsætisnefnd,“ sagði hann áður en hann snéri sér að öðru. Í spilaranum efst í fréttinni má hlusta á samanklippta umræðuna úr þinginu í morgun. Fyrstur heyrist Jón Gunnarsson, næst á eftir Katrín Jakobsdóttir, svo Birgitta Jónsdóttir, því næst Jón aftur og að lokum Birgitta í annað sinn.
Alþingi Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Mál horfinna systra skekur Skotland Erlent Fleiri fréttir Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Sjá meira