Þingstörfin í hnút og starfsáætlun Alþingis farin úr skorðum Sveinn Arnarsson skrifar 15. desember 2015 07:00 Ekki sér fyrir endann á þingstörfum. Þingi átti að ljúka síðastliðinn föstudag samkvæmt starfsáætlun þingsins og í gær voru fjárlög enn til umræðu. Þingflokksformenn hittust í gær og ræddu stöðu mála. „Þinglok voru ekki einu sinni til umræðu á þeim fundi,“ segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks.Ásmundur Einar Daðason, þingflokksformaður Framsóknarflokksvísir/pjeturÁsmundur Einar Daðason, þingflokksformaður Framsóknarflokks, tók í sama streng. „Það tekur allt enda einhvern tímann. Þingið mun ljúka sínum störfum hvenær svo sem það verður.“ „Það þarf enn að ræða fjárlög, nú síðast á laugardaginn kom formaður fjárlaganefndar með tvær breytingartillögur við frumvarpið,“ segir Steingrímur J. Sigfússon. „Í ofanálag kemur meirihlutinn með málið tveimur vikum of seint inn í þingið til umræðu svo við munum líklega verða hér fram að Þorláksmessu í þinginu og ekki loku fyrir það skotið að við þurfum að hittast milli jóla og nýárs til að klára fjárlagafrumvarpið.“ Forseti þingsins óskaði eftir því að geta haldið næturfund til að klára umræður um fjárlög. Forsætisráðherra notaði það tækifæri til að saka stjórnarandstöðuna um grímulaust málþóf og tilraun til að slá Íslandsmet í málþófi. Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, tók orð Sigmundar heldur óstinnt upp og velti því fyrir sér hvort forsætisráðherrann núverandi væri sá ómerkilegasti sem setið hefur í þeim stól. Önnur umræða fjárlaga hefur nú staðið í á fimmta tug klukkustunda og ekki sér enn fyrir endann á henni. Fjöldi mála bíður og líklegt að þingmenn þurfi að hafa hraðar hendur á næstu dögum til að ljúka þingstörfum fyrir jól. Alþingi Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Ekki sér fyrir endann á þingstörfum. Þingi átti að ljúka síðastliðinn föstudag samkvæmt starfsáætlun þingsins og í gær voru fjárlög enn til umræðu. Þingflokksformenn hittust í gær og ræddu stöðu mála. „Þinglok voru ekki einu sinni til umræðu á þeim fundi,“ segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks.Ásmundur Einar Daðason, þingflokksformaður Framsóknarflokksvísir/pjeturÁsmundur Einar Daðason, þingflokksformaður Framsóknarflokks, tók í sama streng. „Það tekur allt enda einhvern tímann. Þingið mun ljúka sínum störfum hvenær svo sem það verður.“ „Það þarf enn að ræða fjárlög, nú síðast á laugardaginn kom formaður fjárlaganefndar með tvær breytingartillögur við frumvarpið,“ segir Steingrímur J. Sigfússon. „Í ofanálag kemur meirihlutinn með málið tveimur vikum of seint inn í þingið til umræðu svo við munum líklega verða hér fram að Þorláksmessu í þinginu og ekki loku fyrir það skotið að við þurfum að hittast milli jóla og nýárs til að klára fjárlagafrumvarpið.“ Forseti þingsins óskaði eftir því að geta haldið næturfund til að klára umræður um fjárlög. Forsætisráðherra notaði það tækifæri til að saka stjórnarandstöðuna um grímulaust málþóf og tilraun til að slá Íslandsmet í málþófi. Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, tók orð Sigmundar heldur óstinnt upp og velti því fyrir sér hvort forsætisráðherrann núverandi væri sá ómerkilegasti sem setið hefur í þeim stól. Önnur umræða fjárlaga hefur nú staðið í á fimmta tug klukkustunda og ekki sér enn fyrir endann á henni. Fjöldi mála bíður og líklegt að þingmenn þurfi að hafa hraðar hendur á næstu dögum til að ljúka þingstörfum fyrir jól.
Alþingi Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira