Ted Cruz kjöldregur Trump Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. desember 2015 10:57 Ted Cruz tekur hér í hönd hins hárprúða auðkýfings Donald Trump Vísir/AFP Nú þegar sjö vikur eru til kosninga hefur Ted Cruz tíu prósentustiga forskot á mótframbjóðanda sinn auðkýfinginn Donald Trump í Iowafylki. Þeir sækjast báðir eftir útnefningu repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári. Kosningarnar í Iowa eru oft sagðar gefa tóninn fyrir kosningar annarra fylkja en íbúar Iowa eru þeir fyrstu til að ganga að kjörborðinu. Í könnun Des Moines Register og Bloomberg kemur fram að Cruz njóti nú 31 prósent fylgis í Iowa en Trump mælist með 21 prósent stuðning. Niðurstöðurnar eru til marks um gífurlega sveiflu í fylgi Cruz sem lengi framanaf var að mælast með um 10 prósent stuðning. Kosningabarátta hans í Iowa hefur snúist í meginatriðum um að sannfæra leiðtoga hinna fjölmörgu kristilegu safnaða í fylkinu. Það hefur borið árangur og er opinber stuðningur Bob Vander Plaats við Cruz talið stærsta ummerki þessi. Plaats stóð dyggilega við bakið á þeim frambjóðendum sem urðu hlutskarpastir í tveimur síðustu forkosningum í Iowa. Aðrir frambjóðendur repúblikana eru með töluvert minna fylgi í ríkinu. Taugaskurðlæknirinn Ben Carson er í þriðja sæti með 13 prósent, Marco Rubio með 10 prósent fylgi og situr sem fastast í fjórða sæti. Jeb Bush bætir við sig einu prósenti og mælist nú með 6 prósent.Rand Paul, Mike Huckabee og Chris Christie eru jöfn með 3. Næstu kappræður repúblikana fara fram í Las Vegas á þriðjudag. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Donald Trump kallar yfir sig reiði Anonymous Bandaríski auðkýfingurinn kominn á lista með íslenskum stjórnvöldum og ISIS. 12. desember 2015 11:19 Hillary Clinton: Trump er ekki lengur fyndinn, hann er hættulegur Forsetaframbjóðandinn segir að Repúblikanar verði að stíga upp og segja við Trump: „Nú er komið nóg.“ 11. desember 2015 13:09 Trump mælist enn með mest fylgi þrátt fyrir ummæli um múslima Donald Trump mælist með 35 prósent fylgi á meðal kjósenda Repúblikanaflokksins samkvæmt nýrri skoðanakönnun Reuters og Ipsos. 11. desember 2015 23:30 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Nú þegar sjö vikur eru til kosninga hefur Ted Cruz tíu prósentustiga forskot á mótframbjóðanda sinn auðkýfinginn Donald Trump í Iowafylki. Þeir sækjast báðir eftir útnefningu repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári. Kosningarnar í Iowa eru oft sagðar gefa tóninn fyrir kosningar annarra fylkja en íbúar Iowa eru þeir fyrstu til að ganga að kjörborðinu. Í könnun Des Moines Register og Bloomberg kemur fram að Cruz njóti nú 31 prósent fylgis í Iowa en Trump mælist með 21 prósent stuðning. Niðurstöðurnar eru til marks um gífurlega sveiflu í fylgi Cruz sem lengi framanaf var að mælast með um 10 prósent stuðning. Kosningabarátta hans í Iowa hefur snúist í meginatriðum um að sannfæra leiðtoga hinna fjölmörgu kristilegu safnaða í fylkinu. Það hefur borið árangur og er opinber stuðningur Bob Vander Plaats við Cruz talið stærsta ummerki þessi. Plaats stóð dyggilega við bakið á þeim frambjóðendum sem urðu hlutskarpastir í tveimur síðustu forkosningum í Iowa. Aðrir frambjóðendur repúblikana eru með töluvert minna fylgi í ríkinu. Taugaskurðlæknirinn Ben Carson er í þriðja sæti með 13 prósent, Marco Rubio með 10 prósent fylgi og situr sem fastast í fjórða sæti. Jeb Bush bætir við sig einu prósenti og mælist nú með 6 prósent.Rand Paul, Mike Huckabee og Chris Christie eru jöfn með 3. Næstu kappræður repúblikana fara fram í Las Vegas á þriðjudag.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Donald Trump kallar yfir sig reiði Anonymous Bandaríski auðkýfingurinn kominn á lista með íslenskum stjórnvöldum og ISIS. 12. desember 2015 11:19 Hillary Clinton: Trump er ekki lengur fyndinn, hann er hættulegur Forsetaframbjóðandinn segir að Repúblikanar verði að stíga upp og segja við Trump: „Nú er komið nóg.“ 11. desember 2015 13:09 Trump mælist enn með mest fylgi þrátt fyrir ummæli um múslima Donald Trump mælist með 35 prósent fylgi á meðal kjósenda Repúblikanaflokksins samkvæmt nýrri skoðanakönnun Reuters og Ipsos. 11. desember 2015 23:30 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Donald Trump kallar yfir sig reiði Anonymous Bandaríski auðkýfingurinn kominn á lista með íslenskum stjórnvöldum og ISIS. 12. desember 2015 11:19
Hillary Clinton: Trump er ekki lengur fyndinn, hann er hættulegur Forsetaframbjóðandinn segir að Repúblikanar verði að stíga upp og segja við Trump: „Nú er komið nóg.“ 11. desember 2015 13:09
Trump mælist enn með mest fylgi þrátt fyrir ummæli um múslima Donald Trump mælist með 35 prósent fylgi á meðal kjósenda Repúblikanaflokksins samkvæmt nýrri skoðanakönnun Reuters og Ipsos. 11. desember 2015 23:30