Formaður íslensku samninganefndarinnar í París: „Ekki nokkur vafi á að hér er að nást sögulegt samkomulag“ Atli Ísleifsson skrifar 12. desember 2015 15:24 Hugi Ólafsson, formaður íslensku samninganefndarinnar í París. VÍSIR/UNFCCC „Það er smá taugaveiklun svona í lokin. Þetta er flókinn samningur og miklir hagsmunir í húfi. Ég tel hins vegar ekki nokkur vafi á að hér er að nást sögulegt samkomulag,“ segir Hugi Ólafsson, formaður íslensku samninganefndarinnar, um lokadrög loftslagssamningsins sem kynnt voru í París fyrr í dag. Hugi segir þetta vera lokatexta sem hafi verið lagður fram. „Hann orðinn alveg hreinn, það eru engir hornklofar eða ólíkir kostir, heldur eru komin drög að hreinum samningi. Hann segir að nú séu fulltrúar allra ríkja og ríkjahópa að fara yfir textann og athuga hvort að hann sé í lagi, hvort gera eigi einhverjar breytingar á síðustu stundu. Hann segir mikinn þrýsting á að textinn haldist í stórum dráttum óbreyttur. Búið er að boða til fundar klukkan hálf fimm að íslenskum tíma.Tekur á öllum helstu þáttum loftslagsmála Hugi segir samninginn taka á öllum helstu þáttum loftslagsmála, ekki síst aðgerðum til að draga úr losun og auka bindingu. „Einnig er tekið á því að draga úr afleiðingum loftslagsmála, að reyna að koma í veg fyrir loftslagsbreytingar. Það er líka tekið á aðlögun að loftslagsbreytingum og fjármögnun. Þetta er fyrsti samningur sinnar tegundar þar sem öll ríki eru með í aðgerðum og markar að því leyti tímamót.“ Hugi segir að 100 milljarðar Bandaríkjadala verði lagðar í framkvæmd samningsins á ári fram til ársins 2020. „Það verður svo endurskoðað, með möguleika á aukningu. Þetta er til þess að aðstoða þróunarríkin, bæði til að nýta sér loftslagsvæna tækni í sinni þróun, í stað kol og olíu, og eins til að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga, sérstaklega viðkvæmustu ríkin, svo sem Kyrrahafseyjar og Afríkuríki sem fást við þurrka.“Geysilega góður andiÍ samningnum er sett fram það markmið að halda hækkun hitastigs fram til ársins 2100 undir tvær gráður, en reyna jafnframt að fara niður fyrir 1,5 gráður. „Settur er ákveðinn rammi utan um markmið ríkja sem verða reglulega uppfærð. Það var eitt af meginaatriðunum, sem þýðir að það verður sterkt aðhald.“ Hugi segist vera mjög bjartsýnn og að það hafi verið geysilega góður andi á ráðstefnunni í París. „Þegar samningurinn var kynntur í hádeginu sögðu Frakklandsforseti og framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna að við gætum valið gífurleg vonbrigði eða að ná saman um sögulegan samning. Tækifæri sem þetta gæfist ekki aftur.“ Loftslagsmál Tengdar fréttir COP21: Samningurinn lagalega bindandi og hækkun hitastigs „vel undir tveimur gráðum“ Laurent Fabius segir að samningstextinn sé vel samsettur , raunsær, lagalega bindandi og metnaðarfullur. 12. desember 2015 11:31 Lokadrög nýs loftslagssamnings kynnt ráðherrum í París Samningaviðræður hafa staðið yfir í rúmar tvær vikur en lokadrögin áttu upphaflega að liggja fyrir í gær. 12. desember 2015 09:52 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira
„Það er smá taugaveiklun svona í lokin. Þetta er flókinn samningur og miklir hagsmunir í húfi. Ég tel hins vegar ekki nokkur vafi á að hér er að nást sögulegt samkomulag,“ segir Hugi Ólafsson, formaður íslensku samninganefndarinnar, um lokadrög loftslagssamningsins sem kynnt voru í París fyrr í dag. Hugi segir þetta vera lokatexta sem hafi verið lagður fram. „Hann orðinn alveg hreinn, það eru engir hornklofar eða ólíkir kostir, heldur eru komin drög að hreinum samningi. Hann segir að nú séu fulltrúar allra ríkja og ríkjahópa að fara yfir textann og athuga hvort að hann sé í lagi, hvort gera eigi einhverjar breytingar á síðustu stundu. Hann segir mikinn þrýsting á að textinn haldist í stórum dráttum óbreyttur. Búið er að boða til fundar klukkan hálf fimm að íslenskum tíma.Tekur á öllum helstu þáttum loftslagsmála Hugi segir samninginn taka á öllum helstu þáttum loftslagsmála, ekki síst aðgerðum til að draga úr losun og auka bindingu. „Einnig er tekið á því að draga úr afleiðingum loftslagsmála, að reyna að koma í veg fyrir loftslagsbreytingar. Það er líka tekið á aðlögun að loftslagsbreytingum og fjármögnun. Þetta er fyrsti samningur sinnar tegundar þar sem öll ríki eru með í aðgerðum og markar að því leyti tímamót.“ Hugi segir að 100 milljarðar Bandaríkjadala verði lagðar í framkvæmd samningsins á ári fram til ársins 2020. „Það verður svo endurskoðað, með möguleika á aukningu. Þetta er til þess að aðstoða þróunarríkin, bæði til að nýta sér loftslagsvæna tækni í sinni þróun, í stað kol og olíu, og eins til að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga, sérstaklega viðkvæmustu ríkin, svo sem Kyrrahafseyjar og Afríkuríki sem fást við þurrka.“Geysilega góður andiÍ samningnum er sett fram það markmið að halda hækkun hitastigs fram til ársins 2100 undir tvær gráður, en reyna jafnframt að fara niður fyrir 1,5 gráður. „Settur er ákveðinn rammi utan um markmið ríkja sem verða reglulega uppfærð. Það var eitt af meginaatriðunum, sem þýðir að það verður sterkt aðhald.“ Hugi segist vera mjög bjartsýnn og að það hafi verið geysilega góður andi á ráðstefnunni í París. „Þegar samningurinn var kynntur í hádeginu sögðu Frakklandsforseti og framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna að við gætum valið gífurleg vonbrigði eða að ná saman um sögulegan samning. Tækifæri sem þetta gæfist ekki aftur.“
Loftslagsmál Tengdar fréttir COP21: Samningurinn lagalega bindandi og hækkun hitastigs „vel undir tveimur gráðum“ Laurent Fabius segir að samningstextinn sé vel samsettur , raunsær, lagalega bindandi og metnaðarfullur. 12. desember 2015 11:31 Lokadrög nýs loftslagssamnings kynnt ráðherrum í París Samningaviðræður hafa staðið yfir í rúmar tvær vikur en lokadrögin áttu upphaflega að liggja fyrir í gær. 12. desember 2015 09:52 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira
COP21: Samningurinn lagalega bindandi og hækkun hitastigs „vel undir tveimur gráðum“ Laurent Fabius segir að samningstextinn sé vel samsettur , raunsær, lagalega bindandi og metnaðarfullur. 12. desember 2015 11:31
Lokadrög nýs loftslagssamnings kynnt ráðherrum í París Samningaviðræður hafa staðið yfir í rúmar tvær vikur en lokadrögin áttu upphaflega að liggja fyrir í gær. 12. desember 2015 09:52