Sævar Helgi um bestu loftsteinadrífu ársins: „Hvet landsmenn til að horfa til himins næstu kvöld“ Atli Ísleifsson skrifar 12. desember 2015 13:08 Sævar Helgi segir best að fara út úr bænum til að losna við ljósmengunina og horfa til himins í klukkutíma eða tvo. Vísir/GVA Búast má við allt að 120 stjörnuhröpum á klukkustund þegar loftsteinadrífan Geminítar nær hámarki á sunnudags- og mánudagskvöld. Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, bendir á að þó að drífan nái hámarki annað kvöld og á mánudagskvöld þá séu góðar líkur á að eitthvað muni sjást í kvöld, enda veðurspáin ágæt víða á landinu. „Ég hvet því landsmenn til að líta til himins líka í kvöld.“ Sævar Helgi segir Geminítar vera árlega loftsteinadrífu sem ávallt sé skemmtilegt að fylgjast með þar sem mögulegt sé að sjá mörg stjörnuhröp á stuttum tíma. „Þau geta orðið býsna björt og áberandi. Fólk hefur verið að taka eftir stjörnuhröpum úr þessari drífu undanfarna daga svo það er um að gera að fylgjast með.“Farið úr bænum Sævar Helgi segir best að fara út úr bænum til að losna við ljósmengunina og horfa til himins í klukkutíma eða tvo. „Svo má náttúrulega njóta norðurljósanna í leiðinni. Það fer reyndar eftir hvað klukkan er hjá fólki en það er gott að finna stjörnumerkið Tvíburana, sem er rétt hjá Orion, sem margir kannast við, og horfa í þá átt, en á þeim slóðum ætti fólk að geta séð stjörnuhröp. Galdurinn er þá að klæða sig vel, taka með sér eitthvað heitt að drekka, kakó eða eitthvað, horfa til himins og njóta dýrðarinnar.“ Aðstæður til að fylgjast með Geminítum þetta árið eru góðar því tunglið er vaxandi sigð, aðeins nokkurra daga gamalt og truflar þess vegna ekkert. Á vef Stjörnufræðivefsins segir að flestar loftsteinadrífur megi rekja til ísagna sem hafi losnað af halastjörnum á leið þeirra í kringum sólina. „En Geminítar eru harla óvenjulegir. Þá má nefnilega rekja til smástirnis – ekki halastjörnu. Smástirnið nefnist 3200 Phaethon og er aðeins 5 km að stærð. Ef til vill hefur efni losnað af því þegar það gerðist nærgöngult við sólina. Satt að segja er það þó ekki vitað.“ Fréttir ársins 2015 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Sjá meira
Búast má við allt að 120 stjörnuhröpum á klukkustund þegar loftsteinadrífan Geminítar nær hámarki á sunnudags- og mánudagskvöld. Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, bendir á að þó að drífan nái hámarki annað kvöld og á mánudagskvöld þá séu góðar líkur á að eitthvað muni sjást í kvöld, enda veðurspáin ágæt víða á landinu. „Ég hvet því landsmenn til að líta til himins líka í kvöld.“ Sævar Helgi segir Geminítar vera árlega loftsteinadrífu sem ávallt sé skemmtilegt að fylgjast með þar sem mögulegt sé að sjá mörg stjörnuhröp á stuttum tíma. „Þau geta orðið býsna björt og áberandi. Fólk hefur verið að taka eftir stjörnuhröpum úr þessari drífu undanfarna daga svo það er um að gera að fylgjast með.“Farið úr bænum Sævar Helgi segir best að fara út úr bænum til að losna við ljósmengunina og horfa til himins í klukkutíma eða tvo. „Svo má náttúrulega njóta norðurljósanna í leiðinni. Það fer reyndar eftir hvað klukkan er hjá fólki en það er gott að finna stjörnumerkið Tvíburana, sem er rétt hjá Orion, sem margir kannast við, og horfa í þá átt, en á þeim slóðum ætti fólk að geta séð stjörnuhröp. Galdurinn er þá að klæða sig vel, taka með sér eitthvað heitt að drekka, kakó eða eitthvað, horfa til himins og njóta dýrðarinnar.“ Aðstæður til að fylgjast með Geminítum þetta árið eru góðar því tunglið er vaxandi sigð, aðeins nokkurra daga gamalt og truflar þess vegna ekkert. Á vef Stjörnufræðivefsins segir að flestar loftsteinadrífur megi rekja til ísagna sem hafi losnað af halastjörnum á leið þeirra í kringum sólina. „En Geminítar eru harla óvenjulegir. Þá má nefnilega rekja til smástirnis – ekki halastjörnu. Smástirnið nefnist 3200 Phaethon og er aðeins 5 km að stærð. Ef til vill hefur efni losnað af því þegar það gerðist nærgöngult við sólina. Satt að segja er það þó ekki vitað.“
Fréttir ársins 2015 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Sjá meira