Viðar: Viljum ekki kaupa einhverja mömmustráka Daníel Rúnarsson í Þorlákshöfn skrifar 11. desember 2015 21:42 Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar. Vísir/Anton Viðar Örn Hafsteinsson var ómyrkur í máli eftir leik sinna manna í Hetti gegn Þór frá Þorlákshöfn í Dominos-deild karla í kvöld, en leiknum lauk með þægilegum sigri Þórsara 85-61. Höttur er á botni deildarinnar með 0 stig að loknum 10 leikjum. „Þetta var bara hræðilegt. Skelfileg frammistaða sem við sýnum hérna. Við byrjuðum leikinn allt í lagi, þá þurfti Þórs-liðið í mesta lagi að dekka þrjá menn hjá okkur. Svo fór þetta niður í 2 menn og að lokum í 1. Þegar flott lið eins og Þór er fimm á móti einum þá erum við bara í djúpum skít. En staðan var ekkert skelfileg í hálfleik, 9 stigum undir. Svo mæta menn bara ekkert í seinni hálfleikinn. Mesta lagi 1-2 menn. Hinir hefðu alveg eins getað verið inn í klefa, þvílík hörmungar helvítis frammistaða var þetta." sagði Viðar og lagði þunga áherslu á orð sín. Staðan er ekki björt á Egilsstöðum og liðið langneðst í deildinni þegar hún er nærri hálfnuð. „Það er aldrei bjart í desember, nema þegar götuljósin lýsa. Ég var jákvæður eftir síðustu leiki, annars vegar gegn Stjörnunni í deildinni og hinsveagr Þór í bikarnum. En svo erum við bara svo hrikalega andlega veikir að þegar það kemur smá mótlæti þá bara brotnum við. Menn þurfa bara að vera miklu sterkari. Lykilmenn hérna, og þeir vita hverjir þeir eru, eru bara með allt lóðrétt niðrum sig." Blaðamaður spurði Viðar því næst hvort liðið næði að halda sér uppi með þessu áframhaldi. „Þú ert ekki góður í stærðfræði ef þú getur ekki reiknað þetta dæmi. Með svona áframhaldi nei. En við höfum allan tíma til að snúa blaðinu við og safna stigum. Við höfum verið í jöfnum leikjum en þetta var óboðlegt hér í dag. Vonandi geta menn núna spyrnt í helvítis botninn. Hvað er til ráða fyrir þjálfarann, ætlar hann að leita sér að liðsstyrk fyrir komandi átök? „Það eru engir leikmenn í boði held ég. En ég tek hluta af þessu á mig, ég þarf að vinna með þennan leikmannahóp og reyna að nurla saman nógu mörgum stigum til að halda okkur í deildinni. Það þýðir ekki alltaf að fara og kaupa sér hitt og þetta og auglýsa eftir leikmönnum í fjölmiðlum eða hvað sem það nú er. Við höfum þennan kjarna sem ég tel mig eiga að geta náð meira út úr og ætla mér," segir Viðar. „Við munum halda okkur í deildinni á þessu liði. Það þýðir heldur ekkert að ætla að tjalda til einnar nætur. Ef við föllum úr deildinni viljum við ekki vera búnir að kaupa einhverja mömmustráka og gullkálfa sem koma bara til að hirða peninga. Ég vil fá menn með hjarta, það er vanmetið. Ég hef ennþá fulla trú á þessu en við þurfum virkilega að skoða okkar mál eftir svona frammistöðu. Það er ennþá nóg af stigum í pottinum og við verðum að fara að snúa blaðinu við." Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. 85-61 Höttur | Þægilegur Þórssigur í Þorlákshöfn Þór frá Þorlákshöfn landaði þægilegum sigri á nýliðum Hattar frá Egilsstöðum í kvöld, 85-61. Nýliðarnir eru því enn stigalausir eftir 10 leiki á meðan Þórsarar eru með 12 stig og færast upp í 4. sætið. 11. desember 2015 21:15 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira
Viðar Örn Hafsteinsson var ómyrkur í máli eftir leik sinna manna í Hetti gegn Þór frá Þorlákshöfn í Dominos-deild karla í kvöld, en leiknum lauk með þægilegum sigri Þórsara 85-61. Höttur er á botni deildarinnar með 0 stig að loknum 10 leikjum. „Þetta var bara hræðilegt. Skelfileg frammistaða sem við sýnum hérna. Við byrjuðum leikinn allt í lagi, þá þurfti Þórs-liðið í mesta lagi að dekka þrjá menn hjá okkur. Svo fór þetta niður í 2 menn og að lokum í 1. Þegar flott lið eins og Þór er fimm á móti einum þá erum við bara í djúpum skít. En staðan var ekkert skelfileg í hálfleik, 9 stigum undir. Svo mæta menn bara ekkert í seinni hálfleikinn. Mesta lagi 1-2 menn. Hinir hefðu alveg eins getað verið inn í klefa, þvílík hörmungar helvítis frammistaða var þetta." sagði Viðar og lagði þunga áherslu á orð sín. Staðan er ekki björt á Egilsstöðum og liðið langneðst í deildinni þegar hún er nærri hálfnuð. „Það er aldrei bjart í desember, nema þegar götuljósin lýsa. Ég var jákvæður eftir síðustu leiki, annars vegar gegn Stjörnunni í deildinni og hinsveagr Þór í bikarnum. En svo erum við bara svo hrikalega andlega veikir að þegar það kemur smá mótlæti þá bara brotnum við. Menn þurfa bara að vera miklu sterkari. Lykilmenn hérna, og þeir vita hverjir þeir eru, eru bara með allt lóðrétt niðrum sig." Blaðamaður spurði Viðar því næst hvort liðið næði að halda sér uppi með þessu áframhaldi. „Þú ert ekki góður í stærðfræði ef þú getur ekki reiknað þetta dæmi. Með svona áframhaldi nei. En við höfum allan tíma til að snúa blaðinu við og safna stigum. Við höfum verið í jöfnum leikjum en þetta var óboðlegt hér í dag. Vonandi geta menn núna spyrnt í helvítis botninn. Hvað er til ráða fyrir þjálfarann, ætlar hann að leita sér að liðsstyrk fyrir komandi átök? „Það eru engir leikmenn í boði held ég. En ég tek hluta af þessu á mig, ég þarf að vinna með þennan leikmannahóp og reyna að nurla saman nógu mörgum stigum til að halda okkur í deildinni. Það þýðir ekki alltaf að fara og kaupa sér hitt og þetta og auglýsa eftir leikmönnum í fjölmiðlum eða hvað sem það nú er. Við höfum þennan kjarna sem ég tel mig eiga að geta náð meira út úr og ætla mér," segir Viðar. „Við munum halda okkur í deildinni á þessu liði. Það þýðir heldur ekkert að ætla að tjalda til einnar nætur. Ef við föllum úr deildinni viljum við ekki vera búnir að kaupa einhverja mömmustráka og gullkálfa sem koma bara til að hirða peninga. Ég vil fá menn með hjarta, það er vanmetið. Ég hef ennþá fulla trú á þessu en við þurfum virkilega að skoða okkar mál eftir svona frammistöðu. Það er ennþá nóg af stigum í pottinum og við verðum að fara að snúa blaðinu við."
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. 85-61 Höttur | Þægilegur Þórssigur í Þorlákshöfn Þór frá Þorlákshöfn landaði þægilegum sigri á nýliðum Hattar frá Egilsstöðum í kvöld, 85-61. Nýliðarnir eru því enn stigalausir eftir 10 leiki á meðan Þórsarar eru með 12 stig og færast upp í 4. sætið. 11. desember 2015 21:15 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. 85-61 Höttur | Þægilegur Þórssigur í Þorlákshöfn Þór frá Þorlákshöfn landaði þægilegum sigri á nýliðum Hattar frá Egilsstöðum í kvöld, 85-61. Nýliðarnir eru því enn stigalausir eftir 10 leiki á meðan Þórsarar eru með 12 stig og færast upp í 4. sætið. 11. desember 2015 21:15