Viðar: Viljum ekki kaupa einhverja mömmustráka Daníel Rúnarsson í Þorlákshöfn skrifar 11. desember 2015 21:42 Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar. Vísir/Anton Viðar Örn Hafsteinsson var ómyrkur í máli eftir leik sinna manna í Hetti gegn Þór frá Þorlákshöfn í Dominos-deild karla í kvöld, en leiknum lauk með þægilegum sigri Þórsara 85-61. Höttur er á botni deildarinnar með 0 stig að loknum 10 leikjum. „Þetta var bara hræðilegt. Skelfileg frammistaða sem við sýnum hérna. Við byrjuðum leikinn allt í lagi, þá þurfti Þórs-liðið í mesta lagi að dekka þrjá menn hjá okkur. Svo fór þetta niður í 2 menn og að lokum í 1. Þegar flott lið eins og Þór er fimm á móti einum þá erum við bara í djúpum skít. En staðan var ekkert skelfileg í hálfleik, 9 stigum undir. Svo mæta menn bara ekkert í seinni hálfleikinn. Mesta lagi 1-2 menn. Hinir hefðu alveg eins getað verið inn í klefa, þvílík hörmungar helvítis frammistaða var þetta." sagði Viðar og lagði þunga áherslu á orð sín. Staðan er ekki björt á Egilsstöðum og liðið langneðst í deildinni þegar hún er nærri hálfnuð. „Það er aldrei bjart í desember, nema þegar götuljósin lýsa. Ég var jákvæður eftir síðustu leiki, annars vegar gegn Stjörnunni í deildinni og hinsveagr Þór í bikarnum. En svo erum við bara svo hrikalega andlega veikir að þegar það kemur smá mótlæti þá bara brotnum við. Menn þurfa bara að vera miklu sterkari. Lykilmenn hérna, og þeir vita hverjir þeir eru, eru bara með allt lóðrétt niðrum sig." Blaðamaður spurði Viðar því næst hvort liðið næði að halda sér uppi með þessu áframhaldi. „Þú ert ekki góður í stærðfræði ef þú getur ekki reiknað þetta dæmi. Með svona áframhaldi nei. En við höfum allan tíma til að snúa blaðinu við og safna stigum. Við höfum verið í jöfnum leikjum en þetta var óboðlegt hér í dag. Vonandi geta menn núna spyrnt í helvítis botninn. Hvað er til ráða fyrir þjálfarann, ætlar hann að leita sér að liðsstyrk fyrir komandi átök? „Það eru engir leikmenn í boði held ég. En ég tek hluta af þessu á mig, ég þarf að vinna með þennan leikmannahóp og reyna að nurla saman nógu mörgum stigum til að halda okkur í deildinni. Það þýðir ekki alltaf að fara og kaupa sér hitt og þetta og auglýsa eftir leikmönnum í fjölmiðlum eða hvað sem það nú er. Við höfum þennan kjarna sem ég tel mig eiga að geta náð meira út úr og ætla mér," segir Viðar. „Við munum halda okkur í deildinni á þessu liði. Það þýðir heldur ekkert að ætla að tjalda til einnar nætur. Ef við föllum úr deildinni viljum við ekki vera búnir að kaupa einhverja mömmustráka og gullkálfa sem koma bara til að hirða peninga. Ég vil fá menn með hjarta, það er vanmetið. Ég hef ennþá fulla trú á þessu en við þurfum virkilega að skoða okkar mál eftir svona frammistöðu. Það er ennþá nóg af stigum í pottinum og við verðum að fara að snúa blaðinu við." Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. 85-61 Höttur | Þægilegur Þórssigur í Þorlákshöfn Þór frá Þorlákshöfn landaði þægilegum sigri á nýliðum Hattar frá Egilsstöðum í kvöld, 85-61. Nýliðarnir eru því enn stigalausir eftir 10 leiki á meðan Þórsarar eru með 12 stig og færast upp í 4. sætið. 11. desember 2015 21:15 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Sjá meira
Viðar Örn Hafsteinsson var ómyrkur í máli eftir leik sinna manna í Hetti gegn Þór frá Þorlákshöfn í Dominos-deild karla í kvöld, en leiknum lauk með þægilegum sigri Þórsara 85-61. Höttur er á botni deildarinnar með 0 stig að loknum 10 leikjum. „Þetta var bara hræðilegt. Skelfileg frammistaða sem við sýnum hérna. Við byrjuðum leikinn allt í lagi, þá þurfti Þórs-liðið í mesta lagi að dekka þrjá menn hjá okkur. Svo fór þetta niður í 2 menn og að lokum í 1. Þegar flott lið eins og Þór er fimm á móti einum þá erum við bara í djúpum skít. En staðan var ekkert skelfileg í hálfleik, 9 stigum undir. Svo mæta menn bara ekkert í seinni hálfleikinn. Mesta lagi 1-2 menn. Hinir hefðu alveg eins getað verið inn í klefa, þvílík hörmungar helvítis frammistaða var þetta." sagði Viðar og lagði þunga áherslu á orð sín. Staðan er ekki björt á Egilsstöðum og liðið langneðst í deildinni þegar hún er nærri hálfnuð. „Það er aldrei bjart í desember, nema þegar götuljósin lýsa. Ég var jákvæður eftir síðustu leiki, annars vegar gegn Stjörnunni í deildinni og hinsveagr Þór í bikarnum. En svo erum við bara svo hrikalega andlega veikir að þegar það kemur smá mótlæti þá bara brotnum við. Menn þurfa bara að vera miklu sterkari. Lykilmenn hérna, og þeir vita hverjir þeir eru, eru bara með allt lóðrétt niðrum sig." Blaðamaður spurði Viðar því næst hvort liðið næði að halda sér uppi með þessu áframhaldi. „Þú ert ekki góður í stærðfræði ef þú getur ekki reiknað þetta dæmi. Með svona áframhaldi nei. En við höfum allan tíma til að snúa blaðinu við og safna stigum. Við höfum verið í jöfnum leikjum en þetta var óboðlegt hér í dag. Vonandi geta menn núna spyrnt í helvítis botninn. Hvað er til ráða fyrir þjálfarann, ætlar hann að leita sér að liðsstyrk fyrir komandi átök? „Það eru engir leikmenn í boði held ég. En ég tek hluta af þessu á mig, ég þarf að vinna með þennan leikmannahóp og reyna að nurla saman nógu mörgum stigum til að halda okkur í deildinni. Það þýðir ekki alltaf að fara og kaupa sér hitt og þetta og auglýsa eftir leikmönnum í fjölmiðlum eða hvað sem það nú er. Við höfum þennan kjarna sem ég tel mig eiga að geta náð meira út úr og ætla mér," segir Viðar. „Við munum halda okkur í deildinni á þessu liði. Það þýðir heldur ekkert að ætla að tjalda til einnar nætur. Ef við föllum úr deildinni viljum við ekki vera búnir að kaupa einhverja mömmustráka og gullkálfa sem koma bara til að hirða peninga. Ég vil fá menn með hjarta, það er vanmetið. Ég hef ennþá fulla trú á þessu en við þurfum virkilega að skoða okkar mál eftir svona frammistöðu. Það er ennþá nóg af stigum í pottinum og við verðum að fara að snúa blaðinu við."
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. 85-61 Höttur | Þægilegur Þórssigur í Þorlákshöfn Þór frá Þorlákshöfn landaði þægilegum sigri á nýliðum Hattar frá Egilsstöðum í kvöld, 85-61. Nýliðarnir eru því enn stigalausir eftir 10 leiki á meðan Þórsarar eru með 12 stig og færast upp í 4. sætið. 11. desember 2015 21:15 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. 85-61 Höttur | Þægilegur Þórssigur í Þorlákshöfn Þór frá Þorlákshöfn landaði þægilegum sigri á nýliðum Hattar frá Egilsstöðum í kvöld, 85-61. Nýliðarnir eru því enn stigalausir eftir 10 leiki á meðan Þórsarar eru með 12 stig og færast upp í 4. sætið. 11. desember 2015 21:15