Þinglok í fullkominni óvissu Heimir Már Pétursson skrifar 11. desember 2015 14:12 Enn sér ekki fyrir endann á annarri umræðu fjárlaga sem nú þegar hefur staðið yfir í um 30 klukkustundir. Stjórnarandstaðan þrýstir m.a. á um aukin framlög til lífeyrisþega og að útvarpsgjald verði ekki lækkað en frumvarp menntamála sem dregur lækkunina til baka hefur setið fast í ríkisstjórn í þrjár vikur. Samkvæmt starfsáætlun Alþingis átti þingstörfum fyrir jól að ljúka í dag en ómögulegt er að segja hvenær þingstöfum lýkur miðað við andrúmsloftið á Alþingi. Önnur umræða fjárlaga stóð langt fram á nótt annan daginn í röð og við upphaf þingfundar í morgun lagði Einar K. Guðfinsson forseti Alþingis til að þingfundur í dag geti staðið fram á kvöld eða nótt. Stjórnarandstaðan mótmælti þeirri tillögu. „11. desember er í dag. Starfsáætlun er lokið og það er töluvet eftir. Þótt allir samningar tækjust núna á næsta klukkutíma ættum við nokkra daga í land með að ljúka þinghaldi fyrir jól,“ sagði Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna. Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar tók í svipaðan streng. „Ég bara minni á að það hefur engu skilað umræðunni að halda hér áfram á næturnar undanfarið. Ég ítreka þá yfirlýsingu að verði þingmönnum Samfylkimgarinnar boðið upp á það að flytja ræður sínar hér að næturlagi munu þeir endurflytja þær í dagsbirtu,“ sagði Helgi. Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis telur umræðuna nú þegar hafa tekið drjúgan tíma. „Þessi umræða hefur nú staði-ð í eitthvað yfir þrjátíu klukkutíma. Sem er með því lengsta sem gengur og gerist með aðra umræðu fjárlaga. Þá er það ætlun forseta að reyna að nýta þennan dag til þess að hægt sé að ljúka annarri umræðu fjárlaga. Það er markmið forseta með þessari beiðni hér,“ sagði Einar. Þingmenn stjórnarandstöðunnar þrýsta á ýmsar breytingar á fjárlagafrumvarpinu t.a.m. varðandi lífeyrisgreiðslur, framlög til Landspítalans og að útvarpsgjald verði ekki lækkað á næsta ári en til þess þarf frumvarp menntamálaráðherra þar að lútandi að koma fram á þinginu. Það var ekki afgreitt út úr ríkisstjórn í morgun þar sem það hefur verið fast í þrjár vikur. Ásmundur Einar Daðason þingflokksformaður Framsóknarflokksins studdi tillögu forseta um kvöld- og næturfund. „Ég er tilbúinn hvenær sem er til að setjast niður með þingflokksformönnum stjórnarandstöðunnar til að freista þess að hægt sé að semja um hvenær hægt sé að ljúka þeirri umræðu sem hér er á dagskrá,“ sagði Ásmundur Einar en bætti við að lítill samningsvilji væri meðal stjórnarandstöðunnar. Brynhildur Pétursdóttir þingflokksformaður Bjartrar framtíðar gagnrýndi slægleg vinnubrögð stjórnarflokkanna í fjárlagavinnunni. „Við erum hér með eldgamla flokka sem hafa örugglega gert þetta hundrað sinnum áður. Ég skil ekki að við séum ennþá í þessum pakka. Vissu menn ekki í júlí að það þarf meira fé í vegasamgöngur? Eða meira fé í flóttamannamálin,“ spurði Brynhildur. Aldursforseti þingsins Steingrímur J. Sigfússon undraðist ákvörðun forseta um kvöldfund, þar sem hefð hafi verið fyrir því á Alþingi að funda ekki tvö kvöld í röð en nú ætti að funda þriðja kvöldið í röð. „Það er rétt að rifja það þá upp að sú hefð var líka til staðar varðandi aðra umræðu fjárlaga að henni lauk nánast alltaf á sama sólarhringnum og hún hófst,“ sagði Einar. En eftir athugasemdir utan úr sal bætti hann við: „Nánast alltaf, það er rétt, nánast alltaf.“ Helgi Hjörvar greip þessi ummæli forseta á lofti. „Hér á Alþingi byggjum við á þeim hefðum sem forseti Alþingis markar. Líka þeim sem hann sem þingmaður markaði hér haustið 2012 með fimmtíu og einnrar klukkustundar umræðu um fjárlagafrumvarpið þá,“ sagði Helgi. Alþingi Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Enn sér ekki fyrir endann á annarri umræðu fjárlaga sem nú þegar hefur staðið yfir í um 30 klukkustundir. Stjórnarandstaðan þrýstir m.a. á um aukin framlög til lífeyrisþega og að útvarpsgjald verði ekki lækkað en frumvarp menntamála sem dregur lækkunina til baka hefur setið fast í ríkisstjórn í þrjár vikur. Samkvæmt starfsáætlun Alþingis átti þingstörfum fyrir jól að ljúka í dag en ómögulegt er að segja hvenær þingstöfum lýkur miðað við andrúmsloftið á Alþingi. Önnur umræða fjárlaga stóð langt fram á nótt annan daginn í röð og við upphaf þingfundar í morgun lagði Einar K. Guðfinsson forseti Alþingis til að þingfundur í dag geti staðið fram á kvöld eða nótt. Stjórnarandstaðan mótmælti þeirri tillögu. „11. desember er í dag. Starfsáætlun er lokið og það er töluvet eftir. Þótt allir samningar tækjust núna á næsta klukkutíma ættum við nokkra daga í land með að ljúka þinghaldi fyrir jól,“ sagði Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna. Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar tók í svipaðan streng. „Ég bara minni á að það hefur engu skilað umræðunni að halda hér áfram á næturnar undanfarið. Ég ítreka þá yfirlýsingu að verði þingmönnum Samfylkimgarinnar boðið upp á það að flytja ræður sínar hér að næturlagi munu þeir endurflytja þær í dagsbirtu,“ sagði Helgi. Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis telur umræðuna nú þegar hafa tekið drjúgan tíma. „Þessi umræða hefur nú staði-ð í eitthvað yfir þrjátíu klukkutíma. Sem er með því lengsta sem gengur og gerist með aðra umræðu fjárlaga. Þá er það ætlun forseta að reyna að nýta þennan dag til þess að hægt sé að ljúka annarri umræðu fjárlaga. Það er markmið forseta með þessari beiðni hér,“ sagði Einar. Þingmenn stjórnarandstöðunnar þrýsta á ýmsar breytingar á fjárlagafrumvarpinu t.a.m. varðandi lífeyrisgreiðslur, framlög til Landspítalans og að útvarpsgjald verði ekki lækkað á næsta ári en til þess þarf frumvarp menntamálaráðherra þar að lútandi að koma fram á þinginu. Það var ekki afgreitt út úr ríkisstjórn í morgun þar sem það hefur verið fast í þrjár vikur. Ásmundur Einar Daðason þingflokksformaður Framsóknarflokksins studdi tillögu forseta um kvöld- og næturfund. „Ég er tilbúinn hvenær sem er til að setjast niður með þingflokksformönnum stjórnarandstöðunnar til að freista þess að hægt sé að semja um hvenær hægt sé að ljúka þeirri umræðu sem hér er á dagskrá,“ sagði Ásmundur Einar en bætti við að lítill samningsvilji væri meðal stjórnarandstöðunnar. Brynhildur Pétursdóttir þingflokksformaður Bjartrar framtíðar gagnrýndi slægleg vinnubrögð stjórnarflokkanna í fjárlagavinnunni. „Við erum hér með eldgamla flokka sem hafa örugglega gert þetta hundrað sinnum áður. Ég skil ekki að við séum ennþá í þessum pakka. Vissu menn ekki í júlí að það þarf meira fé í vegasamgöngur? Eða meira fé í flóttamannamálin,“ spurði Brynhildur. Aldursforseti þingsins Steingrímur J. Sigfússon undraðist ákvörðun forseta um kvöldfund, þar sem hefð hafi verið fyrir því á Alþingi að funda ekki tvö kvöld í röð en nú ætti að funda þriðja kvöldið í röð. „Það er rétt að rifja það þá upp að sú hefð var líka til staðar varðandi aðra umræðu fjárlaga að henni lauk nánast alltaf á sama sólarhringnum og hún hófst,“ sagði Einar. En eftir athugasemdir utan úr sal bætti hann við: „Nánast alltaf, það er rétt, nánast alltaf.“ Helgi Hjörvar greip þessi ummæli forseta á lofti. „Hér á Alþingi byggjum við á þeim hefðum sem forseti Alþingis markar. Líka þeim sem hann sem þingmaður markaði hér haustið 2012 með fimmtíu og einnrar klukkustundar umræðu um fjárlagafrumvarpið þá,“ sagði Helgi.
Alþingi Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira