Lífið

Justin Bieber: Svona eru verðin og verðsvæðin

Birgir Olgeirsson skrifar
Tónleikar Justin Bieber í Kórnum verða meðal þeirra stærstu sem haldnir hafa verið hér á landi.
Tónleikar Justin Bieber í Kórnum verða meðal þeirra stærstu sem haldnir hafa verið hér á landi. Vísir/Getty
Eins tilkynnt var um í gær hefur alþjóðlega ofurstjarnan Justin Bieber PURPOSE tónleikaferðalag sitt í Evrópu 9. september 2016 á Íslandi.

Tónleikarnir á Íslandi fara fram föstudaginn 9. september í Kórnum, Kópavogi. Alls verða 19.000 miðar í boði sem gerir þessa tónleika að þeim stærstu sem nokkurn tíma hafa verið haldnir hér á landi.

Forsalan hefst fimmtudaginn 17. desember klukkan 16 á vegum aðdáendaklúbbs Justins Biebe. Ekki hafa borist staðfestar upplýsingar að utan um það hvernig hún fer fram en Sena segist ætla að greina frá þeim upplýsingum um leið og þær berast. 

Bæði  WOW air og Pepsi Max verða með sérstakar forsölur fyrir sína viðskiptavini föstudaginn 18. desember kl 10. Fyrirtækin tilkynna innan skamms hvernig þær forsölur munu fara fram.

Póstlistaforsala Senu verður á sama tíma, 18. des. kl 10, en þá fá þeir sem eru með skráð netfang á viðburðapóstlista Senu sendan tölvupóst sem gerir þeim kleift að kaupa miða.

Miðar í öll svæði verða í boði í forsölunum en takmarkað magn miða er í boði.

 Laugardaginn 19. desember kl. 10 hefst svo almenn miðasala á Tix.is. 

Þrjú verðsvæði eru í boði:

Stæði:     15.990 kr.  (standandi)

Stúka B:  24.990 kr.  (sitjandi)

Stúka A:  29.990 kr.  (sitjandi)

Rúmlega 1.000 sitjandi stúkumiðar eru í boði samtals (A svæði og B svæði), en tæplega 18.000 miðar í standandi stæði.

Sérinngangur og -anddyri verður að stúkunni og þar verða einnig staðsettir sérstakir sölubásar, veitingasvæði og salerni fyrir gesti stúkunnar.

Stúkan er aftast í salnum og stæðið er eitt svæði. Hægt er að að sjá teikningu af sal og stúku hér. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×