Lífið

Innan undir

Elísabet Gunnarsdóttir og Trendnet.is skrifa
visir/getty
Jólin nálgast hratt þessa dagana og því kominn tími til að ljúka við jólagjafakaupin fyrir þá sem komast upp með slíkt. Þá er hægt að njóta betur hátíðarinnar í rólegri bæjarferðum sem snúast um notalegar samverustundir. Nýr undirfatnaður er ávallt á óskalista undir­ritaðrar fyrir jólin og hefur Kertasníkir verið duglegur að uppfylla þá ósk síðustu árin. Þetta er kannski ekki eitthvað sem við biðjum um frá ömmu gömlu, en hentar vel frá maka eða sem lítil aukagjöf „frá mér – til mín“.

Það er gleðiefni að sjá þá fjölbreytni sem finna má í úrvali undirfatnaðar í dag. Silki, bómull, blúnda eða eitthvað allt annað, allt virðist ganga og hefur hver sinn stíl þar eins og annars staðar.

Undirfatnaður er einnig orðinn stærri hluti af heildardressinu en það má vel sjást í fallega blúndu upp úr flegnum stuttermabol við réttu samsetninguna. Munum þó að minna er meira þar eins og annars staðar. Undirrituð er hrifnust af klassískum fallegum undir­fötum með sem minnstum hömlum, engar spangir, púðar eða aukadót. Leyfum náttúru­legum vexti að njóta sín, það sem hentar fyrir mig hentar ekki endilega fyrir þig.

Það jákvæða er að úrvalið hefur sjaldan verið betra á Íslandi og má finna falleg undirföt í öllum verðflokkum. Með rauðan varalit og í nýjum nærfötum fer enginn í jólaköttinn í ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×