Lars Lagerbäck gefur KSÍ svar í febrúar | „Við verðum bara bíða og vona," segir Geir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. desember 2015 18:26 Lars Lagerbäck. Vísir/Vilhelm Geir Þorsteinsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands kíkti um borð í Akraborgina á X-inu í dag og ræddi við Hjört Hjartarson um Evrópumót landsliða í fótbolta en dregið verður í riðla á laugardaginn. Á mánudaginn hefst síðan sala á miðum á leiki íslenska liðsins. „Það er búin að búin að byggjast upp spenna og áhugi fyrir þessum drætti á laugardaginn. Það er mikil vinna hjá okkur þegar að baki og mikil vinna framundan. Mikið mun líka breytast á laugardaginn þegar við munum vita á móti hverjum við keppum og hvar," sagði Geir. „Þá fer undirbúningurinn á næsta stig og stuðningsmenn og áhugafólk fer þá að líta til þess hvar þau ætla að vera í júní," sagði Geir. Íslenska liðið hefur þegar fundið sér dvalarstað í Frakklandi á meðan mótinu stendur. Liðið mun hafa aðsetur í Annecy í suðausturhluta Frakklands. Skiptir miklu máli að Ísland lendi í riðli sem spilar leikina nálægt Annecy, „Nei ég held ekki. Það gæti verið einn leikur í rútu en annars mun liðið fljúga í leikina frá flugvelli sem er ekki langt frá. Þeir munu alltaf fara á leikstaðinn daginn áður og dvelja þar á hóteli í viðkomandi borg nóttina áður," sagði Geir. Lars Lagerbäck tók við íslenska landsliðinu fyrir fjórum árum og er það einhver mesti happafengur frá upphafi fyrir íslenska knattspyrnu. Lars Lagerbäck hefur talað um það að hætta með landsliðið eftir EM en KSÍ er ekki búið að gefa upp vonina með að hann haldi áfram. „Við erum búnir að ganga frá því að Heimir heldur áfram með liðið. Ég hef rætt við Lars og í bæði skiptin þá tókst mér aðeins að gera við hann tveggja ára samning. Annað var ekki rætt. Hann hefur talað um það sjálfur að hann ætli að setjast í helgan stein nema eitthvað mjög áhugavert komi upp. Ég hef rætt við hann um möguleikann á því að halda áfram og hann ætlar að ræða það við mig í febrúar. Við verðum bara bíða, sjá til og vona. Annars mun Heimir tala við," sagði Geir. Það má heyra allt viðtalið við Geir Þorsteinsson með því að smella á tengilinn hér fyrir ofan. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira
Geir Þorsteinsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands kíkti um borð í Akraborgina á X-inu í dag og ræddi við Hjört Hjartarson um Evrópumót landsliða í fótbolta en dregið verður í riðla á laugardaginn. Á mánudaginn hefst síðan sala á miðum á leiki íslenska liðsins. „Það er búin að búin að byggjast upp spenna og áhugi fyrir þessum drætti á laugardaginn. Það er mikil vinna hjá okkur þegar að baki og mikil vinna framundan. Mikið mun líka breytast á laugardaginn þegar við munum vita á móti hverjum við keppum og hvar," sagði Geir. „Þá fer undirbúningurinn á næsta stig og stuðningsmenn og áhugafólk fer þá að líta til þess hvar þau ætla að vera í júní," sagði Geir. Íslenska liðið hefur þegar fundið sér dvalarstað í Frakklandi á meðan mótinu stendur. Liðið mun hafa aðsetur í Annecy í suðausturhluta Frakklands. Skiptir miklu máli að Ísland lendi í riðli sem spilar leikina nálægt Annecy, „Nei ég held ekki. Það gæti verið einn leikur í rútu en annars mun liðið fljúga í leikina frá flugvelli sem er ekki langt frá. Þeir munu alltaf fara á leikstaðinn daginn áður og dvelja þar á hóteli í viðkomandi borg nóttina áður," sagði Geir. Lars Lagerbäck tók við íslenska landsliðinu fyrir fjórum árum og er það einhver mesti happafengur frá upphafi fyrir íslenska knattspyrnu. Lars Lagerbäck hefur talað um það að hætta með landsliðið eftir EM en KSÍ er ekki búið að gefa upp vonina með að hann haldi áfram. „Við erum búnir að ganga frá því að Heimir heldur áfram með liðið. Ég hef rætt við Lars og í bæði skiptin þá tókst mér aðeins að gera við hann tveggja ára samning. Annað var ekki rætt. Hann hefur talað um það sjálfur að hann ætli að setjast í helgan stein nema eitthvað mjög áhugavert komi upp. Ég hef rætt við hann um möguleikann á því að halda áfram og hann ætlar að ræða það við mig í febrúar. Við verðum bara bíða, sjá til og vona. Annars mun Heimir tala við," sagði Geir. Það má heyra allt viðtalið við Geir Þorsteinsson með því að smella á tengilinn hér fyrir ofan.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira