Hollenska parið var með 209 þúsund MDMA-töflur í húsbílnum Birgir Olgeirsson skrifar 10. desember 2015 09:05 Ríkissaksóknari hefur ákært parið. Vísir Ríkissaksóknari hefur ákært hollenskt par fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa þriðjudaginn 8. september síðastliðinn staðið saman að innflutningi til Íslands á samtals 209.473 MDMA töflum, 10 kílóum af MDMA mulningi og 34,55 grömmum af amfetamíni ætluðu til söludreifingar í ágóðaskyni. Í ákærunni er parið sakað um að hafa flutt fíkniefnin frá Belgíu falin í varadekki, tveimur gaskútum og 14 niðursuðudósum í húsbíl af tegundinni Fiat um Holland, Þýskaland, til Danmerkur og þaðan með farþegaferjunni Norrænu til Seyðisfjarðar þar sem fíkniefnin fundust við leit. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag. Síðastliðinn þriðjudag staðfesti Hæstiréttur Íslands farbannsúrskurð yfir konunni. Samkvæmt honum verður hún í farbanni þar til dómur í máli hennar fellur en þó ekki lengur en til miðvikudagsins 30. desember.Maðurinn játaði en konan neitar sök Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum er að finna greinargerð ríkissaksóknara í málinu. Þar kemur fram að maðurinn játaði frá upphafi að hafa vitað af efnunum og sagðist vera burðardýr. Hann sagði konuna hins vegar ekki hafa vitað af efnunum. Konan neitaði sök frá upphafi. Í greinargerð ríkissaksóknara kemur fram að framburður parsins um þátt konunnar í málinu sé ótrúverðugur og sé á því byggt að konan hafi tekið þátt í innflutningi fíkniefnanna.Skýrsla tekin af dóttur og nágranna Tók hollenska lögreglan skýrslu af dóttur konunnar og nágranna hennar. Báðar beri um að konan hafi sagt að hún og maðurinn væru á leið til Suður-Spánar í frí. Þá hafi ferðatilhögun verið með sérstökum hætti en fyrir liggi að parið hafi ekið um 500 kílómetra af leið í upphafi ferðar og hafi konan að mati ákæruvalds ekki gefið trúverðugar skýringar á því.Í fjárhagserfiðleikum en samt í dýra ferð til Íslands Loks hafi konan borið um að þau hafi verið í miklum fjárhagserfiðleikum en ekki getað gefið skýringar á því hvernig þau gátu farið í dýrt ferðalag til Íslands. Konan sætti gæsluvarðhaldi vegna málsins frá 9. september til 13. október 2015 en farbanni frá þeim degi. Er maðurinn enn í gæsluvarðhaldi. Tengdar fréttir Segir augljóst að hollenska parið eigi sér vitorðsmenn á Íslandi Sveinn Andri Sveinsson segir lögregluna hafa gert hver mistökin á fætur öðrum í tengslum við fíkniefnafundinn mikla. 15. september 2015 15:17 Fíkniefnin í Norrænu: Verjandanum neitað um lögreglugögn í málinu Hæstiréttur áleit það sem svo að afhending gagnanna gæti skaðað rannsóknarhagsmuni erlendra yfirvalda. 27. október 2015 10:31 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Egill Þór er látinn Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur ákært hollenskt par fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa þriðjudaginn 8. september síðastliðinn staðið saman að innflutningi til Íslands á samtals 209.473 MDMA töflum, 10 kílóum af MDMA mulningi og 34,55 grömmum af amfetamíni ætluðu til söludreifingar í ágóðaskyni. Í ákærunni er parið sakað um að hafa flutt fíkniefnin frá Belgíu falin í varadekki, tveimur gaskútum og 14 niðursuðudósum í húsbíl af tegundinni Fiat um Holland, Þýskaland, til Danmerkur og þaðan með farþegaferjunni Norrænu til Seyðisfjarðar þar sem fíkniefnin fundust við leit. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag. Síðastliðinn þriðjudag staðfesti Hæstiréttur Íslands farbannsúrskurð yfir konunni. Samkvæmt honum verður hún í farbanni þar til dómur í máli hennar fellur en þó ekki lengur en til miðvikudagsins 30. desember.Maðurinn játaði en konan neitar sök Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum er að finna greinargerð ríkissaksóknara í málinu. Þar kemur fram að maðurinn játaði frá upphafi að hafa vitað af efnunum og sagðist vera burðardýr. Hann sagði konuna hins vegar ekki hafa vitað af efnunum. Konan neitaði sök frá upphafi. Í greinargerð ríkissaksóknara kemur fram að framburður parsins um þátt konunnar í málinu sé ótrúverðugur og sé á því byggt að konan hafi tekið þátt í innflutningi fíkniefnanna.Skýrsla tekin af dóttur og nágranna Tók hollenska lögreglan skýrslu af dóttur konunnar og nágranna hennar. Báðar beri um að konan hafi sagt að hún og maðurinn væru á leið til Suður-Spánar í frí. Þá hafi ferðatilhögun verið með sérstökum hætti en fyrir liggi að parið hafi ekið um 500 kílómetra af leið í upphafi ferðar og hafi konan að mati ákæruvalds ekki gefið trúverðugar skýringar á því.Í fjárhagserfiðleikum en samt í dýra ferð til Íslands Loks hafi konan borið um að þau hafi verið í miklum fjárhagserfiðleikum en ekki getað gefið skýringar á því hvernig þau gátu farið í dýrt ferðalag til Íslands. Konan sætti gæsluvarðhaldi vegna málsins frá 9. september til 13. október 2015 en farbanni frá þeim degi. Er maðurinn enn í gæsluvarðhaldi.
Tengdar fréttir Segir augljóst að hollenska parið eigi sér vitorðsmenn á Íslandi Sveinn Andri Sveinsson segir lögregluna hafa gert hver mistökin á fætur öðrum í tengslum við fíkniefnafundinn mikla. 15. september 2015 15:17 Fíkniefnin í Norrænu: Verjandanum neitað um lögreglugögn í málinu Hæstiréttur áleit það sem svo að afhending gagnanna gæti skaðað rannsóknarhagsmuni erlendra yfirvalda. 27. október 2015 10:31 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Egill Þór er látinn Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Segir augljóst að hollenska parið eigi sér vitorðsmenn á Íslandi Sveinn Andri Sveinsson segir lögregluna hafa gert hver mistökin á fætur öðrum í tengslum við fíkniefnafundinn mikla. 15. september 2015 15:17
Fíkniefnin í Norrænu: Verjandanum neitað um lögreglugögn í málinu Hæstiréttur áleit það sem svo að afhending gagnanna gæti skaðað rannsóknarhagsmuni erlendra yfirvalda. 27. október 2015 10:31