Verður laugardagurinn til lukku? Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. desember 2015 07:00 Gylfi Sigurðsson og Ragnar Sigurðsson í leik á móti Hollandi í undankeppninni. Vísir/Getty Strákarnir okkar í karlalandsliðinu í fótbolta bíða væntanlega spenntari eftir laugardeginum næstkomandi en sjálfum aðfangadegi. Á laugardagseftirmiðdag kemur í ljós hvaða þjóðum Ísland mætir á Evrópumótinu í Frakklandi. Dregið verður í Palais des Congrès í 17. hverfinu í París og hefst drátturinn klukkan 17.00 að íslenskum tíma. Fyrir þá sem ekki vita verður Ísland í neðsta styrkleikaflokki, en takmarkið um að hækka sig upp um einn flokk náðist ekki þegar liðið náði ekki að vinna neinn af síðustu þremur leikjum sínum í riðlakeppninni. Það kom þó ekki að sök þegar kom að stóra markmiðinu sem var að komast í fyrsta sinn á stórmót. Ljóst er að strákanna okkar bíður ærið verkefni, en það er þó alveg hægt að vera heppinn með riðil. Þó að okkar strákar séu í neðsta styrkleikaflokki eru þeir búnir að sýna að íslenska liðið er mjög gott. Sigrar á Tyrkjum, Tékkum og tveir á stjörnum prýddu liði Hollands sönnuðu það í undankeppninni. Riðlarnir geta orðið allavega. Ísland getur lent í algjörum dauðariðli með stórþjóðum á borð við Þýskaland, Ítalíu og Pólland en líka verið í mjög svo árennilegum riðli með þjóðum á borð við Portúgal, Rússland og Ungverjaland. Svo geta riðlarnir orðnir mjög erfiðir en að sama skapi mjög skemmtilegir. Íslenska fótboltaáhugamenn dreymir ekkert heitar en að mæta Englandi í mótsleik. Í hvert skipti sem dregið er í hvaða undankeppni sem er bíðum við eftir að mæta stjörnunum úr ensku úrvalsdeildinni en aldrei koma þær. Við erum nú þegar búin að missa af Steven Gerrard, Frank Lampard, Rio Ferdinand, John Terry, Ashley Cole, Paul Scholes og David Beckham svo örfá en góð dæmi séu tekin. Til að hita aðeins upp fyrir dráttinn á laugardaginn setur Fréttablaðið hér upp fjóra mögulega riðla sem eru miserfiðir og mis „skemmtilegir“ þó auðvitað verði alltaf gaman að fara í fyrsta sinn á stórmót. Við minnum á að allt er þetta til gamans gert.RiðlarnirErfiður Í erfiða riðlinum má finna þrjár af bestu þjóðum mótsins og lið sem verður mjög erfitt að eiga við. Í þessari útgáfu mætir Ísland heimsmeisturum, heitasta framherja heims og fornum erkifjendum.Leikmenn Þýskalands fagna marki.Vísir/GettyÞýskaland Heimsmeistararnir þóttu hiksta töluvert í undankeppninni. Það var þó ekki verra en það að Þýskaland vann D-riðilinn með 22 stigum og var þar á undan Pólverjum, Írum og Skotum. Við erum líka að tala um heimsmeistarana! Þýskaland hefur kannski ekki verið líkt sjálfu sér að undanförnu en það er lið sem þú vilt forðast að mæta á EM.Króatía Nú gætu einhverjir orðið reiðir því Króatar koma inn í mótið sem næstslakasta þjóðin í öðrum styrkleikaflokki. Það er samt bara alltaf erfitt að spila við Króatíu í íþróttum eins og strákarnir okkar fengu að kynnast í umspilinu fyrir HM 2014. Þetta er frábært lið sem hafnaði í öðru sæti síns riðils á eftir Ítalíu. Króatar eru með stútfullt lið af hæfileikum og reynslu í góðri blöndu.Pólland Strákarnir sáu með berum augum hversu gott pólska liðið er og er skrítið að hugsa til þess að það sé í þriðja styrkleikaflokki. Pólland hafnaði í öðru sæti á eftir Þýskalandi í undankeppninni en spennan í kringum liðið í heimalandinu er mikil. Það er með mikla hlaupagetu, sterka vörn og mikla sprengju fram á við.Cristiano Ronaldo og félagar verða í Frakklandi næsta sumar.Vísir/EPALéttur Augljóslega er enginn auðveldur riðill á EM og dettur engum í hug að Ísland geti talið nokkurn leik léttan. Sumir mótherjar eru þó auðveldari en aðrir og í þessum riðli gæti Ísland fengið nóg af stigum.Portúgal Portúgal er eins manns lið. Reyndar er þessi eini maður, Cristiano Ronaldo, alveg ævintýrlega góður. Það veit í raun enginn hvar portúgalska liðið stendur þessa dagana. Það vann sinn riðil í undankeppninni mjög auðveldlega en var nú ekki í þeim erfiðasta. Auðvelt er líka að hugsa til HM þar sem liðið hrundi út með stæl. En kannski er upprisan á leiðinni.Rússland Rússar skriðu inn á mótið í öðru sæti G-riðils undankeppninnar, tveimur stigum á undan Svíum sem voru ekki góðir. Rússneska liðið er í smá krísu. Það vantar stjörnur en er vissulega með fína liðsheild. Liðið spilar hægt og er varnarsinnað og er lið sem myndi henta okkar strákum alveg frábærlega.Ungverjaland Þetta er ein af fáum þjóðum á EM sem við megum einfaldlega kalla eftir sigri á. Ungverjar höfnuðu í þriðja sæti F-riðils með aðeins 16 stig og voru þar á undan Finnlandi. Þeir unnu svo Noreg í umspilinu sem telst ekki mikið afrek í fótboltanum í dag. Það verður mikil stemning í kringum ungverska liðið á HM en Ísland er betra fótboltalið. Svo einfalt er það.Gerard Pique er lykilmaður í spænsku vörninni.Vísir/GettyLeiðinlegur Þótt enginn riðill eða dvölin í Frakklandi verði yfir höfuð leiðinleg getur Ísland lent í riðli með þjóðum sem eru afskaplega góðar í fótbolta en bjóða upp á minni stjörnuljóma og færri sögur til að japla á.Spánn Það verður alltaf nóg að frétta af liðunum úr fyrsta styrkleikaflokki og hér erum við að tala um meistara síðustu tveggja Evrópumóta. Aftur á móti er spænska landsliðið þekkt fyrir að gefa lítið af sér og farnar eru úr liðinu stjörnur á borð við Xavi og Fernando Torres. Svo fengi íslenska liðið ekkert að vera með boltann og myndi tapa, 0-1.Austurríki Austurríki er eitt af liðunum sem gætu slegið í gegn í Frakklandi á sama tíma og stjörnuljóminn yfir því er ekki mikill. Austurríska liðið er hægt og sígandi orðið algjörlega frábært og stútaði G-riðli undankeppninnar með níu sigrum í tíu leikjum. Liðið spilar frábæran fótbolta með hraða og beinskeytta leikmenn á borð við Marko ArnautoviĆ hjá Stoke sem skoraði tvö á móti City um síðustu helgi.Tékkland Íslenska liðið mætti Tékklandi tvívegis í undankeppninni og þess vegna væri ekkert gaman að mæta því aftur. Eins og við fengum að kynnast er tékkneska liðið mjög gott enda vann það riðilinn okkar. Það vantar þó stjörnurnar í Tékkland sem er með frábæra liðsheild og frábæran þjálfara sem á eftir að fleyta því langt.Zlatan fagnar seinna marki sínu gegn Dönum í umspilinu.vísir/gettySkemmtilegur Skemmtilegi riðilinn er reyndar mjög erfiður líka en hann er fullur af sögum og fréttum sem myndu svala fótboltaþorsta landsmanna. Þar mætir Lars Lagerbäck samlöndum sínum.England Íslendingar vilja mæta enska liðinu og sjá strákana okkar berjast við stjörnurnar í ensku úrvalsdeildinni. Þetta hefur verið draumur okkar lengi og við eigum skilið að mæta Englandi. Svo gætum við líka alveg unnið.Ítalía Ítalska liðið er á mikilli uppleið eftir að hafa fallið úr leik í riðlakeppni HM 2014. Ítalir unnu sinn riðil í undankeppninni án þess að tapa leik og hafa náð vopnum sínum undir stjórn Antonio Conte. Það yrði frábært að mæta þessum fjórföldu heimsmeisturum og svo er alltaf smá möguleiki á að spila við Mario Balotelli.Svíþjóð Það færi allt á hliðina bæði á Íslandi og í Svíþjóð ef Lars Lagerbäck myndi mæta samlöndum sínum og sínum gömlu lærisveinum. Þvílíkur leikur fyrir báðar þjóðir og svo er auðvitað eins og einn Zlatan Ibrahimovic í liði Svíþjóðar. Maðurinn sem Lars rak heim úr keppnisferð eins og frægt er orðið. Leikirnir yrðu ekkert mikið skemmtilegri en þetta. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Sport Fleiri fréttir Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Sjá meira
Strákarnir okkar í karlalandsliðinu í fótbolta bíða væntanlega spenntari eftir laugardeginum næstkomandi en sjálfum aðfangadegi. Á laugardagseftirmiðdag kemur í ljós hvaða þjóðum Ísland mætir á Evrópumótinu í Frakklandi. Dregið verður í Palais des Congrès í 17. hverfinu í París og hefst drátturinn klukkan 17.00 að íslenskum tíma. Fyrir þá sem ekki vita verður Ísland í neðsta styrkleikaflokki, en takmarkið um að hækka sig upp um einn flokk náðist ekki þegar liðið náði ekki að vinna neinn af síðustu þremur leikjum sínum í riðlakeppninni. Það kom þó ekki að sök þegar kom að stóra markmiðinu sem var að komast í fyrsta sinn á stórmót. Ljóst er að strákanna okkar bíður ærið verkefni, en það er þó alveg hægt að vera heppinn með riðil. Þó að okkar strákar séu í neðsta styrkleikaflokki eru þeir búnir að sýna að íslenska liðið er mjög gott. Sigrar á Tyrkjum, Tékkum og tveir á stjörnum prýddu liði Hollands sönnuðu það í undankeppninni. Riðlarnir geta orðið allavega. Ísland getur lent í algjörum dauðariðli með stórþjóðum á borð við Þýskaland, Ítalíu og Pólland en líka verið í mjög svo árennilegum riðli með þjóðum á borð við Portúgal, Rússland og Ungverjaland. Svo geta riðlarnir orðnir mjög erfiðir en að sama skapi mjög skemmtilegir. Íslenska fótboltaáhugamenn dreymir ekkert heitar en að mæta Englandi í mótsleik. Í hvert skipti sem dregið er í hvaða undankeppni sem er bíðum við eftir að mæta stjörnunum úr ensku úrvalsdeildinni en aldrei koma þær. Við erum nú þegar búin að missa af Steven Gerrard, Frank Lampard, Rio Ferdinand, John Terry, Ashley Cole, Paul Scholes og David Beckham svo örfá en góð dæmi séu tekin. Til að hita aðeins upp fyrir dráttinn á laugardaginn setur Fréttablaðið hér upp fjóra mögulega riðla sem eru miserfiðir og mis „skemmtilegir“ þó auðvitað verði alltaf gaman að fara í fyrsta sinn á stórmót. Við minnum á að allt er þetta til gamans gert.RiðlarnirErfiður Í erfiða riðlinum má finna þrjár af bestu þjóðum mótsins og lið sem verður mjög erfitt að eiga við. Í þessari útgáfu mætir Ísland heimsmeisturum, heitasta framherja heims og fornum erkifjendum.Leikmenn Þýskalands fagna marki.Vísir/GettyÞýskaland Heimsmeistararnir þóttu hiksta töluvert í undankeppninni. Það var þó ekki verra en það að Þýskaland vann D-riðilinn með 22 stigum og var þar á undan Pólverjum, Írum og Skotum. Við erum líka að tala um heimsmeistarana! Þýskaland hefur kannski ekki verið líkt sjálfu sér að undanförnu en það er lið sem þú vilt forðast að mæta á EM.Króatía Nú gætu einhverjir orðið reiðir því Króatar koma inn í mótið sem næstslakasta þjóðin í öðrum styrkleikaflokki. Það er samt bara alltaf erfitt að spila við Króatíu í íþróttum eins og strákarnir okkar fengu að kynnast í umspilinu fyrir HM 2014. Þetta er frábært lið sem hafnaði í öðru sæti síns riðils á eftir Ítalíu. Króatar eru með stútfullt lið af hæfileikum og reynslu í góðri blöndu.Pólland Strákarnir sáu með berum augum hversu gott pólska liðið er og er skrítið að hugsa til þess að það sé í þriðja styrkleikaflokki. Pólland hafnaði í öðru sæti á eftir Þýskalandi í undankeppninni en spennan í kringum liðið í heimalandinu er mikil. Það er með mikla hlaupagetu, sterka vörn og mikla sprengju fram á við.Cristiano Ronaldo og félagar verða í Frakklandi næsta sumar.Vísir/EPALéttur Augljóslega er enginn auðveldur riðill á EM og dettur engum í hug að Ísland geti talið nokkurn leik léttan. Sumir mótherjar eru þó auðveldari en aðrir og í þessum riðli gæti Ísland fengið nóg af stigum.Portúgal Portúgal er eins manns lið. Reyndar er þessi eini maður, Cristiano Ronaldo, alveg ævintýrlega góður. Það veit í raun enginn hvar portúgalska liðið stendur þessa dagana. Það vann sinn riðil í undankeppninni mjög auðveldlega en var nú ekki í þeim erfiðasta. Auðvelt er líka að hugsa til HM þar sem liðið hrundi út með stæl. En kannski er upprisan á leiðinni.Rússland Rússar skriðu inn á mótið í öðru sæti G-riðils undankeppninnar, tveimur stigum á undan Svíum sem voru ekki góðir. Rússneska liðið er í smá krísu. Það vantar stjörnur en er vissulega með fína liðsheild. Liðið spilar hægt og er varnarsinnað og er lið sem myndi henta okkar strákum alveg frábærlega.Ungverjaland Þetta er ein af fáum þjóðum á EM sem við megum einfaldlega kalla eftir sigri á. Ungverjar höfnuðu í þriðja sæti F-riðils með aðeins 16 stig og voru þar á undan Finnlandi. Þeir unnu svo Noreg í umspilinu sem telst ekki mikið afrek í fótboltanum í dag. Það verður mikil stemning í kringum ungverska liðið á HM en Ísland er betra fótboltalið. Svo einfalt er það.Gerard Pique er lykilmaður í spænsku vörninni.Vísir/GettyLeiðinlegur Þótt enginn riðill eða dvölin í Frakklandi verði yfir höfuð leiðinleg getur Ísland lent í riðli með þjóðum sem eru afskaplega góðar í fótbolta en bjóða upp á minni stjörnuljóma og færri sögur til að japla á.Spánn Það verður alltaf nóg að frétta af liðunum úr fyrsta styrkleikaflokki og hér erum við að tala um meistara síðustu tveggja Evrópumóta. Aftur á móti er spænska landsliðið þekkt fyrir að gefa lítið af sér og farnar eru úr liðinu stjörnur á borð við Xavi og Fernando Torres. Svo fengi íslenska liðið ekkert að vera með boltann og myndi tapa, 0-1.Austurríki Austurríki er eitt af liðunum sem gætu slegið í gegn í Frakklandi á sama tíma og stjörnuljóminn yfir því er ekki mikill. Austurríska liðið er hægt og sígandi orðið algjörlega frábært og stútaði G-riðli undankeppninnar með níu sigrum í tíu leikjum. Liðið spilar frábæran fótbolta með hraða og beinskeytta leikmenn á borð við Marko ArnautoviĆ hjá Stoke sem skoraði tvö á móti City um síðustu helgi.Tékkland Íslenska liðið mætti Tékklandi tvívegis í undankeppninni og þess vegna væri ekkert gaman að mæta því aftur. Eins og við fengum að kynnast er tékkneska liðið mjög gott enda vann það riðilinn okkar. Það vantar þó stjörnurnar í Tékkland sem er með frábæra liðsheild og frábæran þjálfara sem á eftir að fleyta því langt.Zlatan fagnar seinna marki sínu gegn Dönum í umspilinu.vísir/gettySkemmtilegur Skemmtilegi riðilinn er reyndar mjög erfiður líka en hann er fullur af sögum og fréttum sem myndu svala fótboltaþorsta landsmanna. Þar mætir Lars Lagerbäck samlöndum sínum.England Íslendingar vilja mæta enska liðinu og sjá strákana okkar berjast við stjörnurnar í ensku úrvalsdeildinni. Þetta hefur verið draumur okkar lengi og við eigum skilið að mæta Englandi. Svo gætum við líka alveg unnið.Ítalía Ítalska liðið er á mikilli uppleið eftir að hafa fallið úr leik í riðlakeppni HM 2014. Ítalir unnu sinn riðil í undankeppninni án þess að tapa leik og hafa náð vopnum sínum undir stjórn Antonio Conte. Það yrði frábært að mæta þessum fjórföldu heimsmeisturum og svo er alltaf smá möguleiki á að spila við Mario Balotelli.Svíþjóð Það færi allt á hliðina bæði á Íslandi og í Svíþjóð ef Lars Lagerbäck myndi mæta samlöndum sínum og sínum gömlu lærisveinum. Þvílíkur leikur fyrir báðar þjóðir og svo er auðvitað eins og einn Zlatan Ibrahimovic í liði Svíþjóðar. Maðurinn sem Lars rak heim úr keppnisferð eins og frægt er orðið. Leikirnir yrðu ekkert mikið skemmtilegri en þetta.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Sport Fleiri fréttir Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Sjá meira