Frjáls verslun: Árni Oddur maður ársins í atvinnulífinu Atli Ísleifsson skrifar 29. desember 2015 11:31 Árni Oddur settist í stjórn Marels árið 2005 og síðar sama ár varð hann stjórnarformaður. Hann varð forstjóri Marels í byrjun nóvember árið 2013. Vísir/Valli Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, er maður ársins í atvinnulífinu á Íslandi árið 2015, að mati Frjálsrar verslunar. Í tilkynningu frá Frjálri verslun segir að kaup Marels á hollenska fyrirtækinu MPS í nóvember síðastliðinn hafi verið mjög vel útfærð og endurskipulagning Marels undir stjórn Árna hafi reynst mjög árangursrík. „Í mati dómnefndar kemur fram að Árni hlýtur þennan heiður fyrir stórhug, áræði, útsjónarsemi, framúrskarandi hæfileika í stjórnun og framsæknar fjárfestingar sem gert hafa Marel að eftirsóknarverðum kosti á hlutabréfamarkaði og fært það í fremstu röð fyrirtækja í heiminum á sínu sviði. Undir stjórn Árna hefur reksturinn verið einfaldaður, verksmiðjum fækkað, markaðssókn gerð markvissari, vöruframboð einfaldað og framleiðsla félagsins gerð skilvirkari. Marel hefur um árabil verið eitt af stærstu og vinsælustu fyrirtækjum landsins. Velta þess á síðasta ári var um 111 milljarðar króna, hagnaður um 2,6 milljarðar króna og eiginfjárhlutfall um 50%. Fyrirtækið rekur eigin starfsstöðvar í 32 löndum og starfsmenn eru um 4.700 talsins. Tekjur félagsins eftir kaupin á MPS eru áætlaðar einn milljarður evra, eða um 141 milljarður króna. Árni settist í stjórn Marels árið 2005 og síðar sama ár varð hann stjórnarformaður. Hann varð forstjóri Marels í byrjun nóvember árið 2013. Þess má geta að árið 2005, þegar Árni settist í stjórnina, var velta Marels um 130 milljónir evra, rúmir 18 milljarðar króna. Eiginkona Árna er Eyrún Lind Magnúsdóttir og eiga þau tvö börn, Elínu Maríu og Þórð. Fjölgunar er að vænta í fjölskyldunni innan skamms, þar sem þau Árni og Eyrún Lind eiga von á stúlkubarni í byrjun janúar. Í umfangsmiklu viðtali við Árna Odd í áramótablaði Frjálsrar verslunar kemur fram að hann hyggst taka sér barneignafrí eftir áramótin og fara í fæðingarorlof,“ segir í tilkynningunni.Verðlaunin verða afhent formlega klukkan 16 á Radisson Hótel Sögu í dag. Fréttir ársins 2015 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Sjá meira
Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, er maður ársins í atvinnulífinu á Íslandi árið 2015, að mati Frjálsrar verslunar. Í tilkynningu frá Frjálri verslun segir að kaup Marels á hollenska fyrirtækinu MPS í nóvember síðastliðinn hafi verið mjög vel útfærð og endurskipulagning Marels undir stjórn Árna hafi reynst mjög árangursrík. „Í mati dómnefndar kemur fram að Árni hlýtur þennan heiður fyrir stórhug, áræði, útsjónarsemi, framúrskarandi hæfileika í stjórnun og framsæknar fjárfestingar sem gert hafa Marel að eftirsóknarverðum kosti á hlutabréfamarkaði og fært það í fremstu röð fyrirtækja í heiminum á sínu sviði. Undir stjórn Árna hefur reksturinn verið einfaldaður, verksmiðjum fækkað, markaðssókn gerð markvissari, vöruframboð einfaldað og framleiðsla félagsins gerð skilvirkari. Marel hefur um árabil verið eitt af stærstu og vinsælustu fyrirtækjum landsins. Velta þess á síðasta ári var um 111 milljarðar króna, hagnaður um 2,6 milljarðar króna og eiginfjárhlutfall um 50%. Fyrirtækið rekur eigin starfsstöðvar í 32 löndum og starfsmenn eru um 4.700 talsins. Tekjur félagsins eftir kaupin á MPS eru áætlaðar einn milljarður evra, eða um 141 milljarður króna. Árni settist í stjórn Marels árið 2005 og síðar sama ár varð hann stjórnarformaður. Hann varð forstjóri Marels í byrjun nóvember árið 2013. Þess má geta að árið 2005, þegar Árni settist í stjórnina, var velta Marels um 130 milljónir evra, rúmir 18 milljarðar króna. Eiginkona Árna er Eyrún Lind Magnúsdóttir og eiga þau tvö börn, Elínu Maríu og Þórð. Fjölgunar er að vænta í fjölskyldunni innan skamms, þar sem þau Árni og Eyrún Lind eiga von á stúlkubarni í byrjun janúar. Í umfangsmiklu viðtali við Árna Odd í áramótablaði Frjálsrar verslunar kemur fram að hann hyggst taka sér barneignafrí eftir áramótin og fara í fæðingarorlof,“ segir í tilkynningunni.Verðlaunin verða afhent formlega klukkan 16 á Radisson Hótel Sögu í dag.
Fréttir ársins 2015 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Sjá meira