Erlent

Gínea laus við ebólufaraldurinn

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/epa
Ebólufaraldrinum í Gíneu er formlega lokið þar sem ekkert nýtt tilfelli hefur greinst í fjörutíu og tvo daga, sem er meðgöngutími veirunnar. Líbería er því nú eina Vestur-Afríku ríkið sem enn glímir við þessa skæðu veiru.

Tvö ár eru liðin frá því að fyrsta tilfellið kom upp í Gíneu og varð veiran rúmlega 2.500 manns að bana í landinu. Það ríkti því fögnuður þegar Alþjóðaheilbrigðisstofnunin lýsti því yfir að búið væri að uppræta veiruna. Tilfinningar fólks voru þó nokkuð blendar enda ríkir mikil sorg í landinu.  

Lýst var yfir lokum ebólu í Sierra Leone í síðasta mánuði og bundnar eru vonir við að sömu sögu verði hægt að segja af Líberíu í byrjun næsta árs. Alls létust níu þúsund manns úr veirunni í löndunum tveimur.

Samkvæmt tölum frá Sameinuðu þjóðunum hafa rúmlega sex þúsund börn misst annað foreldri sitt eða báða. Þá hafa yfir eitt hundrað heilbrigðisstarfsmenn orðið sjúkdómnum að bráð.


Tengdar fréttir

Nýtt ebólulyf læknar apa

Nýtt tilraunalyf hefur læknað apa af veirunni og talið er að tilraunir á mönnum muni hefjast síðar á árinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×