Sport

Peyton: Þessar ásakanir eru algjört kjaftæði

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Manning hefur verið meiddur síðustu vikur en gæti snúið til baka um næstu helgi.
Manning hefur verið meiddur síðustu vikur en gæti snúið til baka um næstu helgi. vísir/getty
Um helgina var sýndur þáttur á Al Jazeera-sjónvarpsstöðinni þar sem margir bandarískir afreksíþróttamenn voru sakaðir um að hafa notað ólögleg efni.

Á meðal þeirra er NFL-goðsögnin Peyton Manning, leikstjórnandi Denver Broncos, en hermt var í þættinum að hann hefði fengið sent HGH-vaxtarhormón heim til sín.

Manning var fljótur að bregðast við þessum fréttum og var reiður.

„Þessar ásakanir eru algjört kjaftæði og tilbúningur með öllu,“ sagði Manning en hann íhugar nú alvarlega að kæra Al Jazeera vegna þessara ásakana.

Í þættinum komu ásakanirnar fram hjá manni sem heitir Charlie Sly. Hann er lyfjafræðingur og sagður hafa hjálpað íþróttamönnum við að komast yfir ólögleg efni. Hann segist hafa sent efnið á til eiginkonu Manning, Ashley, svo nafn Peytons kæmi hvergi fram.

Sly var myndaður á laun þar sem þessi orð komu fram. Sly hefur þegar dregið í land með yfirlýsingar sínar í þættinum. Hann segir að það sem komi fram í þættinum sé einfaldlega ekki rétt.

NFL

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×