Sport

Atlanta eyðilagði fullkomna tímabilið hjá Carolina

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Cam Newton og félagar í Carolina töpuðu loksins í gær.
Cam Newton og félagar í Carolina töpuðu loksins í gær. vísir/getty
Fjórtán leikja sigurgöngu Carolina Panthers í NFL-deildinni lauk í gærkvöldi er liðið tapaði frekar óvænt gegn Atlanta Falcons.

Þar með hafa öll liðin í deildinni tapað að minnsta kosti einum leik og draumur Carolina um hið fullkomna tímabil er á enda.

Arizona og Kansas City unnu bæði sinn níunda leik í röð í gær. Arizona kom með stóra yfirlýsingu er liðið gjörsamlega valtaði yfir sterkt lið Green Bay á heimavelli sínum.

Þetta var næstsíðasta umferðin í deildarkeppninni og það er þó nokkur spenna fyrir lokaumferðina er slegist verður um síðustu miðana í úrslitakeppnina.

Það er klárt hvaða lið fara í úrslitakeppnina í Þjóðardeildinni en fimm lið eiga möguleika á þrem sætum í Ameríkudeildinni. Indianapolis á minnsta möguleika þar.

Þessi lið eru komin í úrslitakeppnina:

New England Patriots

Cincinnati Bengals

Carolina Panthers

Arizona Cardinals

Kansas City Chiefs

Seattle Seahawks

Green Bay Packers

Minnesota Vikings

Washington Redskins

Eiga enn möguleika (tvö þeirra komast ekki áfram):

Denver Broncos

NY Jets

Houston Texans

Pittsburgh Steelers

Indianapolis Colts

Úrslit:

Atlanta-Carolina  20-13

Baltimore-Pittsburgh  20-17

Buffalo-Dallas  16-6

Detroit-San Francisco  32-17

Kansas City-Cleveland  17-13

Miami-Indianapolis  12-18

NY Jets-New England  26-20

Tampa Bay-Chicago  21-26

Tennessee-Houston  6-34

New Orleans-Jacksonville  38-27

Arizona-Green Bay  38-8

Seattle-St. Louis  17-23

Minnesota-NY Giants  49-17

Í nótt:

Denver-Cincinnati

Staðan í NFL-deildinni.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×