Aftur plástur á sárið Stjórnarmaðurinn skrifar 23. desember 2015 09:15 Á dögunum var ákveðið að veita sérstakt aukafjárframlag til rekstrar Ríkisútvarpsins á komandi ári. Nemur framlagið 175 milljónum og er eyrnamerkt innlendri dagskrárgerð, sem Alþingi telur ástæðu til að verja sérstaklega umfram aðra rekstrarþætti RÚV. Með þessu framlagi er ljóst að RÚV hefur, að teknu tilliti til verðlagsbreytinga, úr sömu upphæð að spila og á síðasta ári. Staðreyndin er þó sú að niðurstaða Alþingis í málefnum RÚV þetta árið er bara enn einn plásturinn á sárið, og enn hefur enginn léð máls á því að teknar verði ákvarðanir um hvernig málum skal háttað til frambúðar. Þessar aukalegu 175 milljónir breyta engu um stöðu félagsins. Skuldastaðan er jafn slæm og staðreyndin sú að Ríkisútvarpið hefur tapað um 800 milljónum króna síðan það var sett á laggirnar í formi opinbers hlutafélags árið 2007. Þrátt fyrir 5,4 milljarða árlegt forskot í formi útvarpsgjalds og auglýsingasölu í samkeppni við einkamiðlana ber reksturinn sig engan veginn. Niðurskurðarplön stjórnenda benda ekki til þess að staðan breytist í náinni framtíð. Nú þegar virðist ljóst að draumórar um hækkun á útvarpsgjaldi ganga ekki eftir. Í yfirtöku ríkisins á skuldabréfi við LSR og sölu á lóðarréttindum í Efstaleiti felst ekki framtíðarlausn, heldur er í besta falli verið að lengja í hengingarólinni. Draumórar forsætisráðherra um sölu á innlendu dagskrárefni til útlanda myndu líka seint rata inn í rekstraráætlun ábyrgs fjármálastjóra, og benda til þess að ráðherrann sé ekki sérstaklega vel að sér um stærstu kostnaðarpósta í fjölmiðlarekstri. Enn hefur því nákvæmlega ekkert gerst í málinu, engin vitræn tilraun verið gerð til að fylgja eftir úttektum á starfsemi stofnunarinnar. Starfsmenn RÚV, keppinautar og landsmenn eiga betra skilið. Nú þarf hugrakka stjórnmálamenn til að leggja til framtíðarumhverfi fyrir RÚV, og því þarf að fylgja eftir. Á tímabili leit út fyrir að menntamálaráðherra gæti orðið maðurinn í hlutverkið, en nú virðist sem loftið sé úr blöðrunni. Stjórnendum RÚV er vorkunn að þurfa að starfa við þær aðstæður sem þeim eru búnar: óvissan er alger og hvert fjárlagaár eins og árleg óvissuferð starfsmannafélagsins. Ef taka á til í málefnum RÚV og finna stofnuninni framtíðarsess þarf skýra stefnu. Lýst er eftir hugmyndaríkum, hugrökkum og stefnuföstum stjórnmálamanni sem tekið getur forystuhlutverk í þeim efnum.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Á dögunum var ákveðið að veita sérstakt aukafjárframlag til rekstrar Ríkisútvarpsins á komandi ári. Nemur framlagið 175 milljónum og er eyrnamerkt innlendri dagskrárgerð, sem Alþingi telur ástæðu til að verja sérstaklega umfram aðra rekstrarþætti RÚV. Með þessu framlagi er ljóst að RÚV hefur, að teknu tilliti til verðlagsbreytinga, úr sömu upphæð að spila og á síðasta ári. Staðreyndin er þó sú að niðurstaða Alþingis í málefnum RÚV þetta árið er bara enn einn plásturinn á sárið, og enn hefur enginn léð máls á því að teknar verði ákvarðanir um hvernig málum skal háttað til frambúðar. Þessar aukalegu 175 milljónir breyta engu um stöðu félagsins. Skuldastaðan er jafn slæm og staðreyndin sú að Ríkisútvarpið hefur tapað um 800 milljónum króna síðan það var sett á laggirnar í formi opinbers hlutafélags árið 2007. Þrátt fyrir 5,4 milljarða árlegt forskot í formi útvarpsgjalds og auglýsingasölu í samkeppni við einkamiðlana ber reksturinn sig engan veginn. Niðurskurðarplön stjórnenda benda ekki til þess að staðan breytist í náinni framtíð. Nú þegar virðist ljóst að draumórar um hækkun á útvarpsgjaldi ganga ekki eftir. Í yfirtöku ríkisins á skuldabréfi við LSR og sölu á lóðarréttindum í Efstaleiti felst ekki framtíðarlausn, heldur er í besta falli verið að lengja í hengingarólinni. Draumórar forsætisráðherra um sölu á innlendu dagskrárefni til útlanda myndu líka seint rata inn í rekstraráætlun ábyrgs fjármálastjóra, og benda til þess að ráðherrann sé ekki sérstaklega vel að sér um stærstu kostnaðarpósta í fjölmiðlarekstri. Enn hefur því nákvæmlega ekkert gerst í málinu, engin vitræn tilraun verið gerð til að fylgja eftir úttektum á starfsemi stofnunarinnar. Starfsmenn RÚV, keppinautar og landsmenn eiga betra skilið. Nú þarf hugrakka stjórnmálamenn til að leggja til framtíðarumhverfi fyrir RÚV, og því þarf að fylgja eftir. Á tímabili leit út fyrir að menntamálaráðherra gæti orðið maðurinn í hlutverkið, en nú virðist sem loftið sé úr blöðrunni. Stjórnendum RÚV er vorkunn að þurfa að starfa við þær aðstæður sem þeim eru búnar: óvissan er alger og hvert fjárlagaár eins og árleg óvissuferð starfsmannafélagsins. Ef taka á til í málefnum RÚV og finna stofnuninni framtíðarsess þarf skýra stefnu. Lýst er eftir hugmyndaríkum, hugrökkum og stefnuföstum stjórnmálamanni sem tekið getur forystuhlutverk í þeim efnum.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira