Umboðssvik í RÚV? Skjóðan skrifar 23. desember 2015 09:30 Ríkisstjórnarmeirihlutinn á Alþingi ákvað nú fyrir jólin að láta lækkun útvarpsgjalds standa. Skiljanlega voru stjórnendur RÚV ósáttir við þessa ákvörðun og gerðu hvað þeir gátu til að afstýra henni. Greinilega nutu þeir nokkurs stuðnings úti í samfélaginu. Öllum þykir okkur dálítið vænt um RÚV, sem nú í vikunni fagnaði 85 ára afmæli, en fyrsta útsending Ríkisútvarpsins var einmitt 21. desember 1930. Þeim fer fækkandi sem muna tilveruna án RÚV. Þeir sem komnir eru á miðjan aldur og yfir muna þá tíma er enginn íslenskur ljósvakamiðill starfaði á Íslandi nema RÚV. Kaninn heyrðist á suðvesturhorninu og lengi vel var hægt að horfa á Kanasjónvarpið. Svo var lokað fyrir Kanann og ekki leið á löngu þar til einkaaðilar fengu að reka hljóðvarp og sjónvarp. Þó að nú séu liðnir meira en þrír áratugir frá því að einkaaðilar fengu leyfi til að reka ljósvakamiðla hefur enn ekki verið komið skikki á samkeppnismál á ljósvakamarkaði. RÚV hefur mikið samkeppnisforskot á einkarekna miðla þar sem það fær sérstakt gjald frá öllum skattgreiðendum auk þess sem það fær að keppa á auglýsingamarkaði. Stjórnendur og unnendur RÚV kvarta undan því að Alþingi hafi skert útvarpsgjaldið og hafa nokkuð til síns máls. Vitanlega er eitthvað bogið við að vera með sérstakt gjald sem merkt er RÚV en láta það ekki allt renna til RÚV. Stjórnendur RÚV geta hins vegar ekki vikið sér undan ábyrgð sinni. Skattgreiðendur eiga kröfu á að stjórnendur RÚV gæti þess að halda rekstri í jafnvægi og stilla útgjöld af á móti tekjum. Tveimur sólarhringum áður en fjárlög voru samþykkt mættu stjórnendur RÚV á fund til fjárlaganefndar og greindu frá því aðspurðir að engar niðurskurðaraðgerðir væru á borðinu þrátt fyrir að lengi hefði legið fyrir að boðuð lækkun útvarpsgjald kynni að hafa 500 milljóna tekjusamdrátt í för með sér. Hluthafar í almenningshlutafélagi væru snöggir að kalla eftir hluthafafundi til að skipta um stjórn og stjórnendur ef þeir kæmust að því að það ætti að keyra félagið í stórfelldan taprekstur og kalla svo eftir auknu hlutafé frá hluthöfum til að dekka tapið. Þetta er það sem stjórnendur RÚV gera. Þeir skera ekki niður kostnað þó að stórfelldur tekjusamdráttur sé fyrirsjáanlegur. Reikningurinn fyrir tapinu verður einfaldlega sendur til hluthafanna, sem eru íslenskir skattgreiðendur. Í ljósi refsidóma, sem fallið hafa í hrunmálum að undanförnu, mætti færa rök fyrir því að stjórnendur RÚV gerist sekir um umboðssvik með því að reyna ekki að laga útgjöld að tekjum.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Ríkisstjórnarmeirihlutinn á Alþingi ákvað nú fyrir jólin að láta lækkun útvarpsgjalds standa. Skiljanlega voru stjórnendur RÚV ósáttir við þessa ákvörðun og gerðu hvað þeir gátu til að afstýra henni. Greinilega nutu þeir nokkurs stuðnings úti í samfélaginu. Öllum þykir okkur dálítið vænt um RÚV, sem nú í vikunni fagnaði 85 ára afmæli, en fyrsta útsending Ríkisútvarpsins var einmitt 21. desember 1930. Þeim fer fækkandi sem muna tilveruna án RÚV. Þeir sem komnir eru á miðjan aldur og yfir muna þá tíma er enginn íslenskur ljósvakamiðill starfaði á Íslandi nema RÚV. Kaninn heyrðist á suðvesturhorninu og lengi vel var hægt að horfa á Kanasjónvarpið. Svo var lokað fyrir Kanann og ekki leið á löngu þar til einkaaðilar fengu að reka hljóðvarp og sjónvarp. Þó að nú séu liðnir meira en þrír áratugir frá því að einkaaðilar fengu leyfi til að reka ljósvakamiðla hefur enn ekki verið komið skikki á samkeppnismál á ljósvakamarkaði. RÚV hefur mikið samkeppnisforskot á einkarekna miðla þar sem það fær sérstakt gjald frá öllum skattgreiðendum auk þess sem það fær að keppa á auglýsingamarkaði. Stjórnendur og unnendur RÚV kvarta undan því að Alþingi hafi skert útvarpsgjaldið og hafa nokkuð til síns máls. Vitanlega er eitthvað bogið við að vera með sérstakt gjald sem merkt er RÚV en láta það ekki allt renna til RÚV. Stjórnendur RÚV geta hins vegar ekki vikið sér undan ábyrgð sinni. Skattgreiðendur eiga kröfu á að stjórnendur RÚV gæti þess að halda rekstri í jafnvægi og stilla útgjöld af á móti tekjum. Tveimur sólarhringum áður en fjárlög voru samþykkt mættu stjórnendur RÚV á fund til fjárlaganefndar og greindu frá því aðspurðir að engar niðurskurðaraðgerðir væru á borðinu þrátt fyrir að lengi hefði legið fyrir að boðuð lækkun útvarpsgjald kynni að hafa 500 milljóna tekjusamdrátt í för með sér. Hluthafar í almenningshlutafélagi væru snöggir að kalla eftir hluthafafundi til að skipta um stjórn og stjórnendur ef þeir kæmust að því að það ætti að keyra félagið í stórfelldan taprekstur og kalla svo eftir auknu hlutafé frá hluthöfum til að dekka tapið. Þetta er það sem stjórnendur RÚV gera. Þeir skera ekki niður kostnað þó að stórfelldur tekjusamdráttur sé fyrirsjáanlegur. Reikningurinn fyrir tapinu verður einfaldlega sendur til hluthafanna, sem eru íslenskir skattgreiðendur. Í ljósi refsidóma, sem fallið hafa í hrunmálum að undanförnu, mætti færa rök fyrir því að stjórnendur RÚV gerist sekir um umboðssvik með því að reyna ekki að laga útgjöld að tekjum.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira