Hólmfríður vildi prófa eitthvað nýtt en svarið var nei Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. desember 2015 08:00 Hólmfríður Magnúsdóttir. Vísir/Getty Íslenska landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir fær ekki að yfirgefa norska úrvalsdeildarliðið Avaldnes en hún hafði áhuga á því að losna undan síðasta ári samningsins. Hólmfríður átti mjög gott tímabil með Avaldnes sem náði sínum besta tímabili, varð í 2. sæti í bæði deild og bikar og komst í Meistaradeildina í fyrsta sinn. Hólmfríður var valin besti sóknarmaður norsku úrvalsdeildarinnar en hún skoraði 15 mörk í 23 leikjum í deild og bikar. „Ég hafði mikinn áhuga á því að breyta til. Nokkur lið á Íslandi og eitt í Bandaríkjunum sýndu mér áhuga og mér fannst ég þurfa nýja áskorun. Þetta verður fimmta tímabilið mitt hjá Avaldnes og ég hef gengið í gegnum ýmislegt þar, og sumt hefur verið erfitt andlega," sagði Hólmfríður í samtali við Víði Sigurðsson á Morgunblaðinu. Hólmfríður er 31 árs gömul og spilaði í haust sinn hundraðasta A-landsleik. Hún hefur spilað með Avaldnes frá 2012 en þegar hún byrjaði í liðinu þá lék það í b-deildinni. Nú er Avaldnes aftur á móti orðið eitt besta lið Noregs. „Ég er búin að taka út pirringinn sem þessu fylgdi og ætla mér að klára þetta síðasta tímabil hjá félaginu með stæl," sagði Hólmfríður í fyrrnefndu viðtali og metnaðurinn hefur ekkert minnkað þrátt fyrir að þurfa að spila áfram með Avaldnes. „Ég stefni að því að gera betur en áður, og verð tilbúin í það þegar æfingar hefjast 12. Janúar,“ sagði Hólmfríður við Víði. Auk þess að spila með Avaldnes hefur Hólmfríður einnig leikið með danska liðinu Fortuna Hjørring, sænska liðinu Kristianstads DFF og bandaríska liðinu Philadelphia Independence. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Íslenska landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir fær ekki að yfirgefa norska úrvalsdeildarliðið Avaldnes en hún hafði áhuga á því að losna undan síðasta ári samningsins. Hólmfríður átti mjög gott tímabil með Avaldnes sem náði sínum besta tímabili, varð í 2. sæti í bæði deild og bikar og komst í Meistaradeildina í fyrsta sinn. Hólmfríður var valin besti sóknarmaður norsku úrvalsdeildarinnar en hún skoraði 15 mörk í 23 leikjum í deild og bikar. „Ég hafði mikinn áhuga á því að breyta til. Nokkur lið á Íslandi og eitt í Bandaríkjunum sýndu mér áhuga og mér fannst ég þurfa nýja áskorun. Þetta verður fimmta tímabilið mitt hjá Avaldnes og ég hef gengið í gegnum ýmislegt þar, og sumt hefur verið erfitt andlega," sagði Hólmfríður í samtali við Víði Sigurðsson á Morgunblaðinu. Hólmfríður er 31 árs gömul og spilaði í haust sinn hundraðasta A-landsleik. Hún hefur spilað með Avaldnes frá 2012 en þegar hún byrjaði í liðinu þá lék það í b-deildinni. Nú er Avaldnes aftur á móti orðið eitt besta lið Noregs. „Ég er búin að taka út pirringinn sem þessu fylgdi og ætla mér að klára þetta síðasta tímabil hjá félaginu með stæl," sagði Hólmfríður í fyrrnefndu viðtali og metnaðurinn hefur ekkert minnkað þrátt fyrir að þurfa að spila áfram með Avaldnes. „Ég stefni að því að gera betur en áður, og verð tilbúin í það þegar æfingar hefjast 12. Janúar,“ sagði Hólmfríður við Víði. Auk þess að spila með Avaldnes hefur Hólmfríður einnig leikið með danska liðinu Fortuna Hjørring, sænska liðinu Kristianstads DFF og bandaríska liðinu Philadelphia Independence.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira