Bieber sagður sérlega spenntur fyrir Íslandi Gunnar Leó Pálsson skrifar 22. desember 2015 09:00 Justin Bieber er spenntur fyrir Íslandi. mynd/getty Talsverðar líkur eru á því að poppprinsinn Justin Bieber muni halda aukatónleika hér á landi í Kórnum í ljósi gríðarlegrar eftirspurnar. „Við erum á fullu að reyna að landa aukatónleikum og þetta lítur bara ágætlega út,“ segir Ísleifur B. Þórhallsson, tónleikahaldari hjá Senu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins færu aukatónleikarnir fram þann 8. september, eða daginn fyrir þá tónleika sem uppselt er á. Uppselt varð á tónleikana 9. september á um 44 mínútum. „Eftirspurnin er svo margfalt meiri en framboðið. Það að við náum að landa aukatónleikum er það sem leysir öll vandamálin, það er sárvöntun á öðru sjóvi,“ segir Ísleifur. Hann getur þó ekki staðfest hvort og hvenær mögulegir aukatónleikar færu fram að svo stöddu. Hann segir að eftirspurnin hafi komið sér á óvart. „Þetta kemur mér auðvitað á óvart, að það þurfi tvenna nítján þúsund manna tónleika í þrjú hundruð þúsund manna landi. Þetta eru tæplega 13% af þjóðinni, þetta hlýtur að vera heimsmet,“ segir Ísleifur léttur í lundu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er Justin Bieber sérlega spenntur fyrir Íslandi. „Mér skilst að hann hafi beðið sérstaklega um að það væru tónleikar í túrnum á Íslandi og að hann sé spenntur fyrir því að koma aftur til Íslands.“ Poppprinsinn er ákaflega vinsæll um heim allan og hefur eftirspurnin eftir miðum á tónleika hans verið brjálæðisleg um heim allan. Justin Timberlake hélt tónleika í Kórnum í fyrra og þá voru 16.000 miðar í boði en 19.000 miðar voru í boði á tónleika Biebers. „Við ákváðum að fara extra varlega síðast en þetta hús tekur 19.000 manns.“ Ekki liggur fyrir hver eða hvort upphitunaratriði verða á tónleikum Biebers en samkvæmt heilmildum Fréttablaðsins eru talsverðar líkur á að upphitunaratriðið verði íslenskt. „Það væri gaman ef það væri íslensk upphitun en það liggur ekkert fyrir að svo stöddu,“ segir Ísleifur. Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Fleiri fréttir Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Sjá meira
Talsverðar líkur eru á því að poppprinsinn Justin Bieber muni halda aukatónleika hér á landi í Kórnum í ljósi gríðarlegrar eftirspurnar. „Við erum á fullu að reyna að landa aukatónleikum og þetta lítur bara ágætlega út,“ segir Ísleifur B. Þórhallsson, tónleikahaldari hjá Senu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins færu aukatónleikarnir fram þann 8. september, eða daginn fyrir þá tónleika sem uppselt er á. Uppselt varð á tónleikana 9. september á um 44 mínútum. „Eftirspurnin er svo margfalt meiri en framboðið. Það að við náum að landa aukatónleikum er það sem leysir öll vandamálin, það er sárvöntun á öðru sjóvi,“ segir Ísleifur. Hann getur þó ekki staðfest hvort og hvenær mögulegir aukatónleikar færu fram að svo stöddu. Hann segir að eftirspurnin hafi komið sér á óvart. „Þetta kemur mér auðvitað á óvart, að það þurfi tvenna nítján þúsund manna tónleika í þrjú hundruð þúsund manna landi. Þetta eru tæplega 13% af þjóðinni, þetta hlýtur að vera heimsmet,“ segir Ísleifur léttur í lundu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er Justin Bieber sérlega spenntur fyrir Íslandi. „Mér skilst að hann hafi beðið sérstaklega um að það væru tónleikar í túrnum á Íslandi og að hann sé spenntur fyrir því að koma aftur til Íslands.“ Poppprinsinn er ákaflega vinsæll um heim allan og hefur eftirspurnin eftir miðum á tónleika hans verið brjálæðisleg um heim allan. Justin Timberlake hélt tónleika í Kórnum í fyrra og þá voru 16.000 miðar í boði en 19.000 miðar voru í boði á tónleika Biebers. „Við ákváðum að fara extra varlega síðast en þetta hús tekur 19.000 manns.“ Ekki liggur fyrir hver eða hvort upphitunaratriði verða á tónleikum Biebers en samkvæmt heilmildum Fréttablaðsins eru talsverðar líkur á að upphitunaratriðið verði íslenskt. „Það væri gaman ef það væri íslensk upphitun en það liggur ekkert fyrir að svo stöddu,“ segir Ísleifur.
Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Fleiri fréttir Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Sjá meira