Ólafur: Þurfti að tjasla andlitinu aftur saman Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. desember 2015 16:30 Vísir/Getty Ólafur Kristjánsson, fyrrum þjálfari Nordsjælland, segir að hann hafi lítið getað gert við ákvörðun nýrra eigenda félagsins sem ákváðu að skipta um þjálfara í síðustu viku. Það hafi ekki tengst árangri liðsins inni á vellinum. Ólafur var í viðtali í Akraborginni á X-inu í dag þar sem hann fór yfir viðskilnaðinn við Nordsjælland sem boðaði til blaðamannafundar með skömmum fyrirvara í síðustu viku. Á honum voru nýir eigendur kynntir til sögunnar, sem og nýr þjálfari. Sá heitir Kasper Hjulmand og var við stjórnvölinn hjá Nordsjælland áður en Ólafur tók við árið 2014. „Þetta er ekki það versta sem kemur fyrir fólk í lífinu og í raun get ég ekkert gert við þessu. Þetta var ákvörðun nýrra eigenda og maður verður að taka því. Nú er þessum kafla í lífi mínu lokið og maður horfir fram á veginn,“ sagði Ólafur í viðtalinu sem má heyra hér efst í fréttinni.Yngra lið og lægri launakostnaður Ólafur tók við Nordsjæland um mitt ár 2014 og undir hans stjórn endaði liðið í sjötta sæti. Nýtt tímabil hófst í haust en Nordsjælland tapaði síðustu þremur leikjum sínum fyrir vetrarfrí og er sem stendur í áttunda sæti. Ólafur bendir þó að það þurfi að skoða árangur liðsins í ákveðnu samhengi. „Það sem gleymist alltaf og ég vil halda til haga er að það var farið í ákveðnar breytingar þegar tók við starfinu árið 2014. Þá voru þær forsendur með ráðningunni að leikmannahópurinn yrði yngdur og launakostnaður minnkaður. Það þurfti því að taka aðeins til eftir þjálfarann sem var á undan og hafði náð frábærum árangri.“Sjá einnig: Ólafur hættir hjá Nordsjælland „Liðið endaði í sjötta sæti á síðasta tímabili sem var sami árangur og árið á undan. Við spiluðum nú gegn Bröndby í síðasta leik okkar fyrir vetrarfrí en vorum þá með hóp sem er árinu yngri að meðaltali en fyrir ári síðan.“ „Okkur hafði tekist ágætlega að yngja liðið og hreinsa til í leikmannahópnum. Þetta tímabil í úrvalsdeildinni var þar að auki nokkuð „gratís“ að því leyti að það er bara eitt lið sem fellur úr henni [vegna fjölgunar] og allar líkur á því að það verði Hobro.“ „Það var því hægt að leyfa sér að fara í ákveðna uppbyggingu. Árangurinn á vellinum upp og niður en sú ákvörðun að skipta um þjálfara var eingöngu vegna aðkomu nýrra eigenda að félaginu. Þeir komu inn með nýjan þjálfara.“Vísir/GettyFer sáttur að sofa á kvöldin Ólafur bætir við að sami hópur fjárfesta hafi reynt að kaupa fyrst Randers en án árangurs. Þá hafi einnig staðið til að skipta um þjálfara og því hafi ákvörðunin nú ekki komið á óvart. Hann segir að það hafi hins vegar komið flatt upp á hann þegar í ljós kom að Nordsjælland hafi verið selt til nýrra eigenda - og Hjulmand aftur ráðinn í starfið hans. „Þegar ég heyrði svo hver kæmi inn sem nýr þjálfari þurfti ég að tjasla andlitinu aftur saman. Það kom mér á óvart að hann [Kasper Hjulmand] hafi verið að koma inn, verulega óvart.“ „En mín samviska er góð og ég fer sáttur að sofa á kvöldin. Ef ég segi eitthvað núna þá gæti það hljómað biturt. En þetta er svipað eins og að ég myndi banka upp á hjá Breiðabliki og segja að ég væri með fjárfesta sem myndu taka félagi yfir. Svo myndi ég setjast í stólinn. Mín samviska myndi ekki leyfa mér það.“Vísir/GettySkoða mín mál í janúar Hann segist hafa bætt sig sem þjálfari á þeim tíma sem hann starfaði hjá Nordsjælland enda allt annað umhverfi og stærri áskoranir en að starfa sem þjálfari á Íslandi. „Hvað framhaldið varðar þá kemur það í ljós. Ég held mínum plönum og skoða mín mál í janúar,“ segir Ólafur sem bætir því við að það þýði ekkert að velta því fyrir sér hvort hann muni taka að sér þjálfarastarf á Íslandi í bráð - enda öll lið hér á landi nú þegar með þjálfara. „En ég held að það sé líka ágætt þegar maður fær tækifæri á því að setjast aðeins niður, anda og hugsa til baka. Að nýta tímann til að gera hluti sem þjálfurum gefst öllu jöfnu ekki tækifæri á að gera og koma svo ferskur inn þegar nýtt tækifæri býðst,“ segir Ólafur. Hann viðurkennir að það sé ýmislegt sem hann hefði viljað gera öðruvísi þegar hann lítur til baka yfir tíma sinn hjá Nordsjælland. „En það eru hlutirnir sem fara í reynslubankann og nýtast manni svo í framtíðinni.“ Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Fleiri fréttir Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Sjá meira
Ólafur Kristjánsson, fyrrum þjálfari Nordsjælland, segir að hann hafi lítið getað gert við ákvörðun nýrra eigenda félagsins sem ákváðu að skipta um þjálfara í síðustu viku. Það hafi ekki tengst árangri liðsins inni á vellinum. Ólafur var í viðtali í Akraborginni á X-inu í dag þar sem hann fór yfir viðskilnaðinn við Nordsjælland sem boðaði til blaðamannafundar með skömmum fyrirvara í síðustu viku. Á honum voru nýir eigendur kynntir til sögunnar, sem og nýr þjálfari. Sá heitir Kasper Hjulmand og var við stjórnvölinn hjá Nordsjælland áður en Ólafur tók við árið 2014. „Þetta er ekki það versta sem kemur fyrir fólk í lífinu og í raun get ég ekkert gert við þessu. Þetta var ákvörðun nýrra eigenda og maður verður að taka því. Nú er þessum kafla í lífi mínu lokið og maður horfir fram á veginn,“ sagði Ólafur í viðtalinu sem má heyra hér efst í fréttinni.Yngra lið og lægri launakostnaður Ólafur tók við Nordsjæland um mitt ár 2014 og undir hans stjórn endaði liðið í sjötta sæti. Nýtt tímabil hófst í haust en Nordsjælland tapaði síðustu þremur leikjum sínum fyrir vetrarfrí og er sem stendur í áttunda sæti. Ólafur bendir þó að það þurfi að skoða árangur liðsins í ákveðnu samhengi. „Það sem gleymist alltaf og ég vil halda til haga er að það var farið í ákveðnar breytingar þegar tók við starfinu árið 2014. Þá voru þær forsendur með ráðningunni að leikmannahópurinn yrði yngdur og launakostnaður minnkaður. Það þurfti því að taka aðeins til eftir þjálfarann sem var á undan og hafði náð frábærum árangri.“Sjá einnig: Ólafur hættir hjá Nordsjælland „Liðið endaði í sjötta sæti á síðasta tímabili sem var sami árangur og árið á undan. Við spiluðum nú gegn Bröndby í síðasta leik okkar fyrir vetrarfrí en vorum þá með hóp sem er árinu yngri að meðaltali en fyrir ári síðan.“ „Okkur hafði tekist ágætlega að yngja liðið og hreinsa til í leikmannahópnum. Þetta tímabil í úrvalsdeildinni var þar að auki nokkuð „gratís“ að því leyti að það er bara eitt lið sem fellur úr henni [vegna fjölgunar] og allar líkur á því að það verði Hobro.“ „Það var því hægt að leyfa sér að fara í ákveðna uppbyggingu. Árangurinn á vellinum upp og niður en sú ákvörðun að skipta um þjálfara var eingöngu vegna aðkomu nýrra eigenda að félaginu. Þeir komu inn með nýjan þjálfara.“Vísir/GettyFer sáttur að sofa á kvöldin Ólafur bætir við að sami hópur fjárfesta hafi reynt að kaupa fyrst Randers en án árangurs. Þá hafi einnig staðið til að skipta um þjálfara og því hafi ákvörðunin nú ekki komið á óvart. Hann segir að það hafi hins vegar komið flatt upp á hann þegar í ljós kom að Nordsjælland hafi verið selt til nýrra eigenda - og Hjulmand aftur ráðinn í starfið hans. „Þegar ég heyrði svo hver kæmi inn sem nýr þjálfari þurfti ég að tjasla andlitinu aftur saman. Það kom mér á óvart að hann [Kasper Hjulmand] hafi verið að koma inn, verulega óvart.“ „En mín samviska er góð og ég fer sáttur að sofa á kvöldin. Ef ég segi eitthvað núna þá gæti það hljómað biturt. En þetta er svipað eins og að ég myndi banka upp á hjá Breiðabliki og segja að ég væri með fjárfesta sem myndu taka félagi yfir. Svo myndi ég setjast í stólinn. Mín samviska myndi ekki leyfa mér það.“Vísir/GettySkoða mín mál í janúar Hann segist hafa bætt sig sem þjálfari á þeim tíma sem hann starfaði hjá Nordsjælland enda allt annað umhverfi og stærri áskoranir en að starfa sem þjálfari á Íslandi. „Hvað framhaldið varðar þá kemur það í ljós. Ég held mínum plönum og skoða mín mál í janúar,“ segir Ólafur sem bætir því við að það þýði ekkert að velta því fyrir sér hvort hann muni taka að sér þjálfarastarf á Íslandi í bráð - enda öll lið hér á landi nú þegar með þjálfara. „En ég held að það sé líka ágætt þegar maður fær tækifæri á því að setjast aðeins niður, anda og hugsa til baka. Að nýta tímann til að gera hluti sem þjálfurum gefst öllu jöfnu ekki tækifæri á að gera og koma svo ferskur inn þegar nýtt tækifæri býðst,“ segir Ólafur. Hann viðurkennir að það sé ýmislegt sem hann hefði viljað gera öðruvísi þegar hann lítur til baka yfir tíma sinn hjá Nordsjælland. „En það eru hlutirnir sem fara í reynslubankann og nýtast manni svo í framtíðinni.“ Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Fleiri fréttir Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Sjá meira