Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í blaki, er að standa sig vel í sænsku deildinni.
Jóna Guðlaug spilar með liði Örebro sem er í toppbaráttunni í sænsku deildinni. Blaksambandið segir frá því að Jóna Guðlaug hafi átt mjög gott tímabil með liðinu.
Jóna Guðlaug og félagar í Örebro unnu mikilvægan sigur á Gislaved á útivelli í sænsku deildinni um helgina. Undir í leiknum var sæti í Grand Prix bikarkeppninni sem haldin verður í Uppsala þann 9. og 10. janúar næstkomandi.
Örebro vann leikinn örugglega 3-1 og Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir átti góðan leik. Örebro vann hrinurnar 25-19, 24-26, 26-24 og 25-19. Jóna Guðlaug náði alls í ellefu stig fyrir sitt lið í leiknum og var næststigahæst í liðinu á eftir hinni bandarísku Whitney Turner.
Örebro-liðið situr í öðru sæti í deildinni en þetta var síðasti leikur liðsins fyrir jól. Næst eiga þær leik á móti Engelholm þann 6. janúar.
Jóna Guðlaug er einn fárra íslenskra leikmanna sem hefur spilað erlendis sem atvinnumaður. Hún hefur spilað í Frakklandi, Noregi, Þýskalandi, Sviss og spilar nú í Svíþjóð. Hún fékk samning hjá Örebro eftir frábært tímabil með Þrótti úr Neskaupsstað þar sem hún var valin besti leikmaður ársins 2014 í Mikasadeild kvenna.
Þetta er annað tímabil hennar með Örebro VBS en Jóna Guðlaug er 26 ára gömul og uppalin í Neskaupsstað.
Það má lesa um hana á heimasíðu sænska liðsins.
Jóna Guðlaug að standa sig vel í Svíþjóð
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út
Enski boltinn

Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni
Íslenski boltinn


55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri
Íslenski boltinn




Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth
Enski boltinn