Þröstur Leó maður ársins: „Bara hrærður yfir þessu“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 31. desember 2015 12:13 Þröstur Leó Gunnarsson. vísir/ernir Hásetinn og leikarinn Þröstur Leó Gunnarsson var í dag valinn maður ársins af hlustendum og lesendum Bylgjunnar og Vísis. Þröstur bjargaði tveimur skipsfélögum sínum þegar báturinn Jón Hákon sökk út af Aðalvík. Sjálfur komst hann á kjöl og dró félaga sína upp úr sjónum. Hann rifjaði atvikið upp í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í morgun. „Þetta er bæði sorg og gleði. Maður er náttúrulega bara þakklátur fyrir að hafa lifað þetta af. Þetta fór bara eins og þetta fór og maður lærir með tímanum að lifa með þessu,“ sagði Þröstur Leó.Sjá einnig: Tekur ekki lífinu sem gefnu Þröstur segir mörgum spurningum ósvarað sem mikilvægt sé að fá svör við. Ekki er vitað hvers vegna Jón Hákon sökk, né hvers vegna öryggisbúnaðurinn virkaði ekki. „Þetta er eitthvað sem er líflínan manns. Þessi búnaður hefur bjargað ótal mörgum mannslífum en mér finnst við eigum að fá að vita þetta. Þetta fór eins og það fór og verður ekki aftur tekið, en þetta er eitthvað sem hægt er að skoða og læra af,“ sagði hann. „Af hverju leið þessi tími þangað til við fengum björgun. Maður vill ekki hugsa þá hugsun til enda ef hann hefði sokkið fyrr. Þá væri ég ábyggilega ekkert hér.“ Þá sagðist Þröstur afar þakklátur fyrir útnefninguna. „Ég er bara hrærður yfir þessu öllu saman. Ég er einhvern veginn ekki búinn að ná þessi. En ég þakka fyrir og öllum þeim sem kusu mig,“ sagði hann. Hlusta má á viðtalið við Þröst í spilaranum hér fyrir neðan. Fréttir ársins 2015 Tengdar fréttir Sjómannasamtök krefjast þess að Jón Hákon BA 60 verði sóttur af hafsbotni Þrenn samtök sjómanna segja að allt verði að gera til að komast til botns um það hvað olli því að Jón Hákon BA 60 sökk í sumar. 5. október 2015 14:16 Formaður Sjómannasambandsins kallar eftir rannsókn á sleppibúnaði björgunarbáta Sleppigálgar fyrir björgunarbáta sem eru skylda á Íslandi eru hvergi annars staðar notaðir í heiminum. Búnaðurinn virkaði ekki sem skildi þegar maður fórst í sjóslysi við Aðalvík í byrjun júlí. 29. júlí 2015 12:27 Tíu þúsund hafa tekið þátt í valinu á Manni ársins 2015 Kosningunni lýkur á hádegi 28. desember. 22. desember 2015 14:55 Enn óljóst hvers vegna sleppibúnaður virkaði ekki Tvö tilfelli hafa komið upp í ár þar sem sleppigálgi klikkar. Rannsóknarstjóri sjóslysanefndar segir koma til greina að endurskoða reglur. 7. nóvember 2015 22:02 „Ég átti að komast upp til að hjálpa þeim“ Þröstur Leó Gunnarsson er einn þeirra þriggja sem björguðust þegar báturinn Jón Hákon sökk við Aðalvík á þriðjudagsmorgun. 9. júlí 2015 10:30 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Hásetinn og leikarinn Þröstur Leó Gunnarsson var í dag valinn maður ársins af hlustendum og lesendum Bylgjunnar og Vísis. Þröstur bjargaði tveimur skipsfélögum sínum þegar báturinn Jón Hákon sökk út af Aðalvík. Sjálfur komst hann á kjöl og dró félaga sína upp úr sjónum. Hann rifjaði atvikið upp í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í morgun. „Þetta er bæði sorg og gleði. Maður er náttúrulega bara þakklátur fyrir að hafa lifað þetta af. Þetta fór bara eins og þetta fór og maður lærir með tímanum að lifa með þessu,“ sagði Þröstur Leó.Sjá einnig: Tekur ekki lífinu sem gefnu Þröstur segir mörgum spurningum ósvarað sem mikilvægt sé að fá svör við. Ekki er vitað hvers vegna Jón Hákon sökk, né hvers vegna öryggisbúnaðurinn virkaði ekki. „Þetta er eitthvað sem er líflínan manns. Þessi búnaður hefur bjargað ótal mörgum mannslífum en mér finnst við eigum að fá að vita þetta. Þetta fór eins og það fór og verður ekki aftur tekið, en þetta er eitthvað sem hægt er að skoða og læra af,“ sagði hann. „Af hverju leið þessi tími þangað til við fengum björgun. Maður vill ekki hugsa þá hugsun til enda ef hann hefði sokkið fyrr. Þá væri ég ábyggilega ekkert hér.“ Þá sagðist Þröstur afar þakklátur fyrir útnefninguna. „Ég er bara hrærður yfir þessu öllu saman. Ég er einhvern veginn ekki búinn að ná þessi. En ég þakka fyrir og öllum þeim sem kusu mig,“ sagði hann. Hlusta má á viðtalið við Þröst í spilaranum hér fyrir neðan.
Fréttir ársins 2015 Tengdar fréttir Sjómannasamtök krefjast þess að Jón Hákon BA 60 verði sóttur af hafsbotni Þrenn samtök sjómanna segja að allt verði að gera til að komast til botns um það hvað olli því að Jón Hákon BA 60 sökk í sumar. 5. október 2015 14:16 Formaður Sjómannasambandsins kallar eftir rannsókn á sleppibúnaði björgunarbáta Sleppigálgar fyrir björgunarbáta sem eru skylda á Íslandi eru hvergi annars staðar notaðir í heiminum. Búnaðurinn virkaði ekki sem skildi þegar maður fórst í sjóslysi við Aðalvík í byrjun júlí. 29. júlí 2015 12:27 Tíu þúsund hafa tekið þátt í valinu á Manni ársins 2015 Kosningunni lýkur á hádegi 28. desember. 22. desember 2015 14:55 Enn óljóst hvers vegna sleppibúnaður virkaði ekki Tvö tilfelli hafa komið upp í ár þar sem sleppigálgi klikkar. Rannsóknarstjóri sjóslysanefndar segir koma til greina að endurskoða reglur. 7. nóvember 2015 22:02 „Ég átti að komast upp til að hjálpa þeim“ Þröstur Leó Gunnarsson er einn þeirra þriggja sem björguðust þegar báturinn Jón Hákon sökk við Aðalvík á þriðjudagsmorgun. 9. júlí 2015 10:30 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Sjómannasamtök krefjast þess að Jón Hákon BA 60 verði sóttur af hafsbotni Þrenn samtök sjómanna segja að allt verði að gera til að komast til botns um það hvað olli því að Jón Hákon BA 60 sökk í sumar. 5. október 2015 14:16
Formaður Sjómannasambandsins kallar eftir rannsókn á sleppibúnaði björgunarbáta Sleppigálgar fyrir björgunarbáta sem eru skylda á Íslandi eru hvergi annars staðar notaðir í heiminum. Búnaðurinn virkaði ekki sem skildi þegar maður fórst í sjóslysi við Aðalvík í byrjun júlí. 29. júlí 2015 12:27
Tíu þúsund hafa tekið þátt í valinu á Manni ársins 2015 Kosningunni lýkur á hádegi 28. desember. 22. desember 2015 14:55
Enn óljóst hvers vegna sleppibúnaður virkaði ekki Tvö tilfelli hafa komið upp í ár þar sem sleppigálgi klikkar. Rannsóknarstjóri sjóslysanefndar segir koma til greina að endurskoða reglur. 7. nóvember 2015 22:02
„Ég átti að komast upp til að hjálpa þeim“ Þröstur Leó Gunnarsson er einn þeirra þriggja sem björguðust þegar báturinn Jón Hákon sökk við Aðalvík á þriðjudagsmorgun. 9. júlí 2015 10:30