Karlalandsliðið í fótbolta lið ársins | Heimir þjálfari ársins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. desember 2015 21:20 vísir/stefán/vilhelm A-landslið karla í fótbolta var í kvöld valið lið ársins af Samtökum íþróttafréttamanna en niðurstöður kosninga þeirra voru tilkynntar við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. Íslenska liðið tryggði sér sem kunnugt er sæti í lokakeppni EM 2016 í fyrsta sinn með því að lenda í 2. sæti A-riðils í undankeppni EM. Ísland vann þrjá af sex leikjum sínum í undankeppninni á árinu en íslensku strákarnir tryggðu sér EM-sætið með markalausu jafntefli við Kasakstan á Laugardalsvelli 6. september. Ísland vann alls fjóra af 11 leikjum sínum á árinu, gerði fjögur jafntefli og tapaði þremur. Íslenska karlalandsliðið í fótbolta fékk 130 stig í kjörinu, eða fullt hús stiga. Þetta er í annað skiptið sem liðið hlýtur þessa viðurkenningu. A-landslið karla í körfubolta var í 2. sæti og kvennalið Stjörnunnar í hópfimleikum í því þriðja.Þjálfari ársins: 1. Heimir Hallgrímsson 124 stig 2. Þórir Hergeirsson 69 3. Alfreð Gíslason 18 4. Dagur Sigurðsson 12 5. Kári Garðarsson 9 6. Guðmundur Guðmundsson 1 7. Þorsteinn Halldórsson 1 Þá var Heimir Hallgrímsson, annar þjálfara karlalandsliðsins í fótbolta, valinn þjálfari ársins. Þetta er í fyrsta sinn sem Heimir hlýtur þessa viðurkenningu en hann fékk 124 stig í kjörinu. Næstur honum kom Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta, og í 3. sæti varð Alfreð Gíslason, þjálfari Þýskalandsmeistara Kiel í handbolta. Heimir er 48 ára Vestmannaeyingur sem hefur starfað fyrir karlalandsliðið síðan 2011, fyrst sem aðstoðarþjálfari og svo sem aðalþjálfari ásamt Lars Lagerbäck. Undir stjórn þeirra hefur íslenska liðið náð frábærum árangri og verður meðal þátttökuþjóða á EM í Frakklandi næsta sumar.Lið ársins: 1. A-landslið karla (fótbolti) 130 stig 2. A-landslið karla (körfubolti) 51 3. Stjarnan kvenna (hópfimleikar) 28 4. Grótta kvenna (handbolti) 20 5. A-landslið kvenna (strandblak) 5 Íþróttir Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja sjá þessa stjóra í brúnna hjá United Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Tímabilið búið hjá Butler Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands „Sáru töpin sitja í okkur“ Kýldi mótherja eftir tap í úrslitaleik Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur „Hræddir erum við ekki“ Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og Bónus-deild kvenna Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Sjá meira
A-landslið karla í fótbolta var í kvöld valið lið ársins af Samtökum íþróttafréttamanna en niðurstöður kosninga þeirra voru tilkynntar við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. Íslenska liðið tryggði sér sem kunnugt er sæti í lokakeppni EM 2016 í fyrsta sinn með því að lenda í 2. sæti A-riðils í undankeppni EM. Ísland vann þrjá af sex leikjum sínum í undankeppninni á árinu en íslensku strákarnir tryggðu sér EM-sætið með markalausu jafntefli við Kasakstan á Laugardalsvelli 6. september. Ísland vann alls fjóra af 11 leikjum sínum á árinu, gerði fjögur jafntefli og tapaði þremur. Íslenska karlalandsliðið í fótbolta fékk 130 stig í kjörinu, eða fullt hús stiga. Þetta er í annað skiptið sem liðið hlýtur þessa viðurkenningu. A-landslið karla í körfubolta var í 2. sæti og kvennalið Stjörnunnar í hópfimleikum í því þriðja.Þjálfari ársins: 1. Heimir Hallgrímsson 124 stig 2. Þórir Hergeirsson 69 3. Alfreð Gíslason 18 4. Dagur Sigurðsson 12 5. Kári Garðarsson 9 6. Guðmundur Guðmundsson 1 7. Þorsteinn Halldórsson 1 Þá var Heimir Hallgrímsson, annar þjálfara karlalandsliðsins í fótbolta, valinn þjálfari ársins. Þetta er í fyrsta sinn sem Heimir hlýtur þessa viðurkenningu en hann fékk 124 stig í kjörinu. Næstur honum kom Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta, og í 3. sæti varð Alfreð Gíslason, þjálfari Þýskalandsmeistara Kiel í handbolta. Heimir er 48 ára Vestmannaeyingur sem hefur starfað fyrir karlalandsliðið síðan 2011, fyrst sem aðstoðarþjálfari og svo sem aðalþjálfari ásamt Lars Lagerbäck. Undir stjórn þeirra hefur íslenska liðið náð frábærum árangri og verður meðal þátttökuþjóða á EM í Frakklandi næsta sumar.Lið ársins: 1. A-landslið karla (fótbolti) 130 stig 2. A-landslið karla (körfubolti) 51 3. Stjarnan kvenna (hópfimleikar) 28 4. Grótta kvenna (handbolti) 20 5. A-landslið kvenna (strandblak) 5
Íþróttir Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja sjá þessa stjóra í brúnna hjá United Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Tímabilið búið hjá Butler Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands „Sáru töpin sitja í okkur“ Kýldi mótherja eftir tap í úrslitaleik Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur „Hræddir erum við ekki“ Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og Bónus-deild kvenna Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Sjá meira