Miklar líkur á eldingum næsta sólarhringinn: Fólki ráðlagt frá því að nota farsíma utandyra Birgir Olgeirsson skrifar 30. desember 2015 20:18 Töluvert hefur verið af eldingu á Suðausturlandi það sem af er degi miðað við íslenskan mælikvarða. Vísir/Getty Miklar líkur eru á eldingum á landinu næsta sólarhringinn. Suður af landinu er stórt og umfangsmikið éljaloft sem mun ná inn til landsins í kvöld. Gætu því orðið ansi kröftug él næsta sólarhringinn og geta eldingar fylgt þeim. Á þetta sérstaklega við sunnanvert landið og alveg upp með Vesturlandi, það er að segja á annesjum á því svæði en ekki inn til landsins. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að búast megi við eldingum í kvöld og líkurnar séu töluverðar í nótt og bróðurpart morgundagsins. „Samkvæmt spánni er þetta býsna mikið, alveg út nýársdag,“ segir Óli. Hægt er að fylgjast með eldingspá Veðurstofu Íslands hér. Eldingaspákort Veðurstofunnar sýna veltimætti sem er mælikvarði á lóðréttan óstöðugleika lofts. Eftir því sem loftið er óstöðugra eykst hætta á myndun skúraflóka og við mikinn óstöðugleika er hætta á þrumuveðri. „Á Íslandi er þetta mest bundið við éljaloftið en það geta komið eldingar með skúralofti yfir sumartímann, en að mestu er þetta bundið við éljaloftið hjá okkur,“ segir Óli. Eldingaveður getur raskað flugáætlun en eldingar valda oft tjóni á heimilistækjum ef þeim slær niður nálægt eða í hús. Er fólki ráðlagt að taka þau heimilistæki úr sambandi sem er hvað viðkvæmust fyrir rafmagnstruflunum. Þá er fólki einnig ráðlagt að tala ekki mikið í farsíma utandyra á meðan þetta ástand varir. „Þeir gefa frá sér rafsegulbylgjur sem geta laðað að sér eldingu. Það á þó að vera nokkuð öruggt að nota þá innandyra,“ segir Óli. Hann segir einnig að ef fólk er statt í bíl á svæði þar sem er eldingagarður, þá sé öruggast að halda sig inni í bílnum. Þá er töluverð hætta á rafmagnstruflunum þar sem eldingar laðast að háspennumöstrum. Veður Tengdar fréttir Einstaklega óvenjulegur þrumugarðaveggur skall á landinu 30. október 2015 21:52 Gestir í Neslauginni drifu sig upp úr eftir þrumur og eldingar Höfðu lítinn áhuga á að vera í vatninu ef eldingu myndi slá niður. 30. október 2015 18:56 Töluvert af eldingum á landinu það sem af er degi Gæti dregið til tíðinda á næstu klukkutímum á suðurströnd landsins. 30. október 2015 14:31 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Fleiri fréttir Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn Sjá meira
Miklar líkur eru á eldingum á landinu næsta sólarhringinn. Suður af landinu er stórt og umfangsmikið éljaloft sem mun ná inn til landsins í kvöld. Gætu því orðið ansi kröftug él næsta sólarhringinn og geta eldingar fylgt þeim. Á þetta sérstaklega við sunnanvert landið og alveg upp með Vesturlandi, það er að segja á annesjum á því svæði en ekki inn til landsins. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að búast megi við eldingum í kvöld og líkurnar séu töluverðar í nótt og bróðurpart morgundagsins. „Samkvæmt spánni er þetta býsna mikið, alveg út nýársdag,“ segir Óli. Hægt er að fylgjast með eldingspá Veðurstofu Íslands hér. Eldingaspákort Veðurstofunnar sýna veltimætti sem er mælikvarði á lóðréttan óstöðugleika lofts. Eftir því sem loftið er óstöðugra eykst hætta á myndun skúraflóka og við mikinn óstöðugleika er hætta á þrumuveðri. „Á Íslandi er þetta mest bundið við éljaloftið en það geta komið eldingar með skúralofti yfir sumartímann, en að mestu er þetta bundið við éljaloftið hjá okkur,“ segir Óli. Eldingaveður getur raskað flugáætlun en eldingar valda oft tjóni á heimilistækjum ef þeim slær niður nálægt eða í hús. Er fólki ráðlagt að taka þau heimilistæki úr sambandi sem er hvað viðkvæmust fyrir rafmagnstruflunum. Þá er fólki einnig ráðlagt að tala ekki mikið í farsíma utandyra á meðan þetta ástand varir. „Þeir gefa frá sér rafsegulbylgjur sem geta laðað að sér eldingu. Það á þó að vera nokkuð öruggt að nota þá innandyra,“ segir Óli. Hann segir einnig að ef fólk er statt í bíl á svæði þar sem er eldingagarður, þá sé öruggast að halda sig inni í bílnum. Þá er töluverð hætta á rafmagnstruflunum þar sem eldingar laðast að háspennumöstrum.
Veður Tengdar fréttir Einstaklega óvenjulegur þrumugarðaveggur skall á landinu 30. október 2015 21:52 Gestir í Neslauginni drifu sig upp úr eftir þrumur og eldingar Höfðu lítinn áhuga á að vera í vatninu ef eldingu myndi slá niður. 30. október 2015 18:56 Töluvert af eldingum á landinu það sem af er degi Gæti dregið til tíðinda á næstu klukkutímum á suðurströnd landsins. 30. október 2015 14:31 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Fleiri fréttir Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn Sjá meira
Gestir í Neslauginni drifu sig upp úr eftir þrumur og eldingar Höfðu lítinn áhuga á að vera í vatninu ef eldingu myndi slá niður. 30. október 2015 18:56
Töluvert af eldingum á landinu það sem af er degi Gæti dregið til tíðinda á næstu klukkutímum á suðurströnd landsins. 30. október 2015 14:31