Stjórnlagaráðsfólk í leit að forseta Jakob Bjarnar skrifar 30. desember 2015 15:47 Katrín og co leita nú logandi ljósi og vilja finna nýjan og umbótasinnaðan forseta sem líklegur er til að ýta við stjórnarskrármálinu. Stjórnarskrárfélagið hefur boðað til fundar 9. janúar, strax á næsta ári, í sal í Háskólanum í Reykjavík klukkan 15. Fundurinn verður ekki auglýstur sérstaklega en yfirskrift fundarins er „Samtal um forsetaembættið og nýja stjórnarskrá“. Samkvæmt heimildum Vísis er unnið skipulega að því að finna forsetaframbjóðanda sem er umbótasinnaður; frambjóðanda sem mun vinna markvisst að því að ný stjórnarskrá verði tekin upp.Leynifundir um nýjan forseta Nýr formaður Stjórnarskrárfélagsins er Katrín Oddsdóttir lögmaður en hún boðar, í skilaboðum til fundarmanna, að ætlunin sé að „ræða við þá einstaklinga sem heyrst hefur að séu að hugsa um að gefa kost á sér til forseta og bjóða þeim til samtals um stjórnarskrármál og hvort hægt sé að mjaka þeim málum áfram í komandi kosningabaráttu, hafi frambjóðendur á því áhuga yfir höfuð.“ Þröngur hópur þeirra sem tengjast og skipuðu stjórnlaganefnd, þá sem lagði drög að nýrri stjórnarskrá, hefur fundað æ síðan ljóst var að tillögum þeirra yrði ýtt til hliðar. Stjórnarskrármálið hefur verið heitt meðal margra, ekki síst þeirra sem skiluðu Skýrslu stjórnlaganefndar 2011 en fyrir liggur að Ólafur Ragnar Grímsson forseti styður ekki þær tillögur né stjórnarflokkarnir. Þetta er þrátt fyrir að tillögurnar hafi verið samþykktar með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslu haustið 2012.Hvað gerir Grímsson? Nú líður að Nýársávarpi forseta Íslands en þá loks mun koma í ljós hvort Ólafur Ragnar Grímsson hyggst bjóða sig fram á nýjan leik eða ekki. Það skiptir öllu máli gagnvart þeim sem hugsanlega vilja gefa kost á sér því eitt er að bjóða sig fram til forseta, annað er að bjóða sig fram til forseta og það gegn sitjandi forseta sem vill sitja áfram. Það kallar á allt aðra taktík. Ýmsir hafa verið nefndir til sögunnar sem hugsanlegir frambjóðendur en þó aðeins einn sem gefið hefur sig fram og er sá Þorgrímur Þráinsson rithöfundur og íþróttafrömuður. Hrannar Pétursson, verkefnisstjóri hjá forætisráðuneytinu, hefur gefið sig fram sem líklegan en aðrir sem nefndir hafa verið eru Katrín Jakobsdóttir, formaður Vg, en samkvæmt heimildum Vísis er stjórnlagaráðsfólk spennt fyrir þeim kosti og svo Bergþór Pálsson söngvari sem hefur verið nefndur til sögunnar um hríð og fengið fjölda áskorana þess efnis að fara fram.Uppfært klukkan 17:14Katrín Oddsdóttir vill koma því á framfæri að ekki sé verið að leita að frambjóðanda til að styðja heldur vilji félagið kalla fram skoðanir mögulegra frambjóðenda á stjórnarskránni í sambandi við forsetaembættið. Þá minnir Katrín á að fundurinn verði auglýstur á meðal félagsmanna. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Forsetanum ýmist fagnað eða hann fordæmdur Viðtal við Ólaf Ragnar Grímsson í morgun ætlar að reynast umdeilt. 17. nóvember 2015 15:00 Forsetinn sagður sparka í liggjandi mann Pálmi Gestsson er meðal þeirra sem telur ódrengilegt að svipta Sigurð Einarsson fálkaorðu sinni. 11. desember 2015 15:15 Gísli Marteinn segir að Ólafur Ragnar ætti að þurrka kavíarinn úr munnvikunum Gísli Marteinn rís upp Bjarna Benediktssyni til varnar í hressilegum deilum á Twitter. 23. desember 2015 11:14 48 prósent ánægð með störf Ólafs Ragnars Ný könnun MMR sýnir mikinn mun á ánægju með störf Ólafs Ragnars sem forseta eftir stuðningi við stjórnmálaflokka. 29. desember 2015 16:31 Forsetinn segir barnalega einfeldni ekki lausnina Ólafur Ragnar Grímsson er herskár og upplýsti að hann hefði upplýsingar um að erlent ríki vilji skipta sér af trúarbrögðum á Íslandi. 17. nóvember 2015 09:30 Hrannar íhugar forsetaframboð af fullri alvöru "Maður hefur verið spurður af ýmsum og þá í þessu samhengi að forseti eigi að tala með tilteknum hætti og beita sér fyrir tilteknum málum.“ 17. desember 2015 15:46 Segir að orð forsetans um fátækt skýrist á gamlársdagsmorgun Þorsteinn Pálsson spáir í það hvort Ólafur Ragnar muni skrifa undir fjárlagafrumvarpið í ár. 27. desember 2015 18:31 Birgitta segir Ólaf Ragnar hafa setið alltof lengi á forsetastóli Kapteinn Pírata vill leggja forsetaembættið af og telur að Ólafur Ragnar eigi að hætta ala á sundrungu og ótta meðal þjóðarinnar. 25. nóvember 2015 15:00 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Stjórnarskrárfélagið hefur boðað til fundar 9. janúar, strax á næsta ári, í sal í Háskólanum í Reykjavík klukkan 15. Fundurinn verður ekki auglýstur sérstaklega en yfirskrift fundarins er „Samtal um forsetaembættið og nýja stjórnarskrá“. Samkvæmt heimildum Vísis er unnið skipulega að því að finna forsetaframbjóðanda sem er umbótasinnaður; frambjóðanda sem mun vinna markvisst að því að ný stjórnarskrá verði tekin upp.Leynifundir um nýjan forseta Nýr formaður Stjórnarskrárfélagsins er Katrín Oddsdóttir lögmaður en hún boðar, í skilaboðum til fundarmanna, að ætlunin sé að „ræða við þá einstaklinga sem heyrst hefur að séu að hugsa um að gefa kost á sér til forseta og bjóða þeim til samtals um stjórnarskrármál og hvort hægt sé að mjaka þeim málum áfram í komandi kosningabaráttu, hafi frambjóðendur á því áhuga yfir höfuð.“ Þröngur hópur þeirra sem tengjast og skipuðu stjórnlaganefnd, þá sem lagði drög að nýrri stjórnarskrá, hefur fundað æ síðan ljóst var að tillögum þeirra yrði ýtt til hliðar. Stjórnarskrármálið hefur verið heitt meðal margra, ekki síst þeirra sem skiluðu Skýrslu stjórnlaganefndar 2011 en fyrir liggur að Ólafur Ragnar Grímsson forseti styður ekki þær tillögur né stjórnarflokkarnir. Þetta er þrátt fyrir að tillögurnar hafi verið samþykktar með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslu haustið 2012.Hvað gerir Grímsson? Nú líður að Nýársávarpi forseta Íslands en þá loks mun koma í ljós hvort Ólafur Ragnar Grímsson hyggst bjóða sig fram á nýjan leik eða ekki. Það skiptir öllu máli gagnvart þeim sem hugsanlega vilja gefa kost á sér því eitt er að bjóða sig fram til forseta, annað er að bjóða sig fram til forseta og það gegn sitjandi forseta sem vill sitja áfram. Það kallar á allt aðra taktík. Ýmsir hafa verið nefndir til sögunnar sem hugsanlegir frambjóðendur en þó aðeins einn sem gefið hefur sig fram og er sá Þorgrímur Þráinsson rithöfundur og íþróttafrömuður. Hrannar Pétursson, verkefnisstjóri hjá forætisráðuneytinu, hefur gefið sig fram sem líklegan en aðrir sem nefndir hafa verið eru Katrín Jakobsdóttir, formaður Vg, en samkvæmt heimildum Vísis er stjórnlagaráðsfólk spennt fyrir þeim kosti og svo Bergþór Pálsson söngvari sem hefur verið nefndur til sögunnar um hríð og fengið fjölda áskorana þess efnis að fara fram.Uppfært klukkan 17:14Katrín Oddsdóttir vill koma því á framfæri að ekki sé verið að leita að frambjóðanda til að styðja heldur vilji félagið kalla fram skoðanir mögulegra frambjóðenda á stjórnarskránni í sambandi við forsetaembættið. Þá minnir Katrín á að fundurinn verði auglýstur á meðal félagsmanna.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Forsetanum ýmist fagnað eða hann fordæmdur Viðtal við Ólaf Ragnar Grímsson í morgun ætlar að reynast umdeilt. 17. nóvember 2015 15:00 Forsetinn sagður sparka í liggjandi mann Pálmi Gestsson er meðal þeirra sem telur ódrengilegt að svipta Sigurð Einarsson fálkaorðu sinni. 11. desember 2015 15:15 Gísli Marteinn segir að Ólafur Ragnar ætti að þurrka kavíarinn úr munnvikunum Gísli Marteinn rís upp Bjarna Benediktssyni til varnar í hressilegum deilum á Twitter. 23. desember 2015 11:14 48 prósent ánægð með störf Ólafs Ragnars Ný könnun MMR sýnir mikinn mun á ánægju með störf Ólafs Ragnars sem forseta eftir stuðningi við stjórnmálaflokka. 29. desember 2015 16:31 Forsetinn segir barnalega einfeldni ekki lausnina Ólafur Ragnar Grímsson er herskár og upplýsti að hann hefði upplýsingar um að erlent ríki vilji skipta sér af trúarbrögðum á Íslandi. 17. nóvember 2015 09:30 Hrannar íhugar forsetaframboð af fullri alvöru "Maður hefur verið spurður af ýmsum og þá í þessu samhengi að forseti eigi að tala með tilteknum hætti og beita sér fyrir tilteknum málum.“ 17. desember 2015 15:46 Segir að orð forsetans um fátækt skýrist á gamlársdagsmorgun Þorsteinn Pálsson spáir í það hvort Ólafur Ragnar muni skrifa undir fjárlagafrumvarpið í ár. 27. desember 2015 18:31 Birgitta segir Ólaf Ragnar hafa setið alltof lengi á forsetastóli Kapteinn Pírata vill leggja forsetaembættið af og telur að Ólafur Ragnar eigi að hætta ala á sundrungu og ótta meðal þjóðarinnar. 25. nóvember 2015 15:00 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Forsetanum ýmist fagnað eða hann fordæmdur Viðtal við Ólaf Ragnar Grímsson í morgun ætlar að reynast umdeilt. 17. nóvember 2015 15:00
Forsetinn sagður sparka í liggjandi mann Pálmi Gestsson er meðal þeirra sem telur ódrengilegt að svipta Sigurð Einarsson fálkaorðu sinni. 11. desember 2015 15:15
Gísli Marteinn segir að Ólafur Ragnar ætti að þurrka kavíarinn úr munnvikunum Gísli Marteinn rís upp Bjarna Benediktssyni til varnar í hressilegum deilum á Twitter. 23. desember 2015 11:14
48 prósent ánægð með störf Ólafs Ragnars Ný könnun MMR sýnir mikinn mun á ánægju með störf Ólafs Ragnars sem forseta eftir stuðningi við stjórnmálaflokka. 29. desember 2015 16:31
Forsetinn segir barnalega einfeldni ekki lausnina Ólafur Ragnar Grímsson er herskár og upplýsti að hann hefði upplýsingar um að erlent ríki vilji skipta sér af trúarbrögðum á Íslandi. 17. nóvember 2015 09:30
Hrannar íhugar forsetaframboð af fullri alvöru "Maður hefur verið spurður af ýmsum og þá í þessu samhengi að forseti eigi að tala með tilteknum hætti og beita sér fyrir tilteknum málum.“ 17. desember 2015 15:46
Segir að orð forsetans um fátækt skýrist á gamlársdagsmorgun Þorsteinn Pálsson spáir í það hvort Ólafur Ragnar muni skrifa undir fjárlagafrumvarpið í ár. 27. desember 2015 18:31
Birgitta segir Ólaf Ragnar hafa setið alltof lengi á forsetastóli Kapteinn Pírata vill leggja forsetaembættið af og telur að Ólafur Ragnar eigi að hætta ala á sundrungu og ótta meðal þjóðarinnar. 25. nóvember 2015 15:00