Viðskipti ársins: Samningar stjórnvalda um uppgjör slitabúa jón hákon halldórsson skrifar 30. desember 2015 07:00 Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kynntu niðurstöðu samningaviðræðna stjórnvalda við kröfuhafa í júní. Í gær tóku þeir við viðurkenningu frá Markaðnum, Stöð 2 og Vísi af Kristínu Þorsteinsdóttur aðalritstjóra. vísir/gva Hinn 8. júní varð ljóst að stjórnvöld höfðu náð samkomulagi við kröfuhafa föllnu bankanna þriggja, Glitnis, Kaupþings og gamla Landsbanka, um skilyrði sem sett yrðu fyrir nauðasamningum. Samkomulagið náðist að undangengnum viðræðum milli fulltrúa stjórnvalda og kröfuhafa. Már Guðmundsson seðlabankastjóri tilkynnti svo á blaðamannafundi 28. október síðastliðinn að Seðlabanki Íslands hefði ákveðið að fallast á undanþágubeiðnir kröfuhafa frá gjaldeyrishöftum. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, studdi niðurstöðuna. Slík undanþága var forsenda þess að hægt yrði að slíta búunum. Samningarnir eru viðskipti ársins að mati dómnefndar Markaðarins, Stöðvar 2 og Vísis. Þeir fela í sér að slitabúin greiða samtals 379 milljarða króna í beint stöðugleikaframlag til ríkisins. Þar af er stöðugleikaframlag Glitnis 229 milljarðar króna, Kaupþing greiðir um 127 milljarða og LBI 23 milljarða. Með endurheimtum krafna í eigu ESÍ og skattgreiðslum nemur stöðugleikaframlagið í heild 491 milljarði. Að auki var samið um að greiddir yrðu til baka 74 milljarðar vegna lánveitinga ríkissjóðs við stofnun nýju bankanna og kröfuhafar hétu því að fjárfesta til langs tíma í íslensku bankakerfi fyrir 226 milljarða. Á blaðamannafundinum 28. október kom fram að mótvægisaðgerðir í heild hljóðuðu upp á 856 milljarða króna, en 660 milljarða þegar horft er fram hjá mótvægisaðgerðum sem ráðist hafði verið í fyrir þann tíma. Í desember afgreiddi síðan Héraðsdómur Reykjavíkur nauðasamningana. Slitabúin eru nú þegar byrjuð að greiða kröfuhöfum út úr slitabúunum. Dómnefnd hefur miklar væntingar til þessa samkomulags. „Samkomulagið á stærstan þátt í því að landið kemst fyrr út úr höftum með mun betri niðurstöðu fyrir þjóðarbúið heldur en langflestir reiknuðu með,“ sagði einn dómnefndarmaður. Annar sagði þetta vera frábæra lausn fyrir þjóðarbúið í heild. „Með samningum við þrotabúin er tryggt að þjóðarbúið losni undan höftum á árinu 2016,“ sagði sá. Enn einn dómnefndarmaður sagði samkomulagið vera risamál fyrir þjóðina og hafa þau einkenni góðra viðskipta að báðir aðilar ganga sáttir frá borði. Þá var bent á að samkomulagið skilaði ríkissjóði verulegum tekjum. „Það toppar ekkert samkomulag við slitabúin. Ríkið fær eignir sem eru líklega metnar á 500 milljarða króna á núll krónur.“2. sæti Kaup Marel á MPSMarel keypti félagið MPS Meat Processing Systems fyrir 382 milljónir evra, eða um 54 milljarða íslenskra króna. Fyrirtækið þróar búnað til frumvinnslu á kjöti. Áætlaðar árstekjur fyrir árið 2015 nema 150 milljónum evra (21 milljarður króna) og EBITDA nálægt 40 milljónum evra (5,7 milljarðar króna).„Sterk viðbrögð urðu á markaði við þessa fjárfestingu sem samkvæmt sérfræðingum ætti að auka arðsemi eigin fjár og arðsemi á hlut ætti að aukast,“ sagði einn dómnefndarmaður. 3 . sæti Kaup Regins á Fastengi/Sala Eyris á Stork og Fokker/Fjárfesting NEA í CCPÞrenn viðskipti urðu jafn hlutskörp um þriðja sætið í vali dómnefndar. Þann 17. febrúar náðist samkomulag milli Regins og Fastengis, dótturfélags Íslandsbanka, um kaup á 80 fasteignum. Eignasafnið samanstóð af atvinnuhúsnæði sem er að 80% hluta staðsett á höfuðborgarsvæðinu. Kaupsamningur var svo undirritaður 20 mars. Þann 7. desember tilkynnti Eyrir Invest að félagið hefði ásamt Arle Capital Partners og meðfjárfestum selt Stork bandarísku iðnaðarsamsteypunni Fluor Corporation fyrir 695 milljónir evra eða um 99 milljarða króna. Í júlí var tilkynnt að 17 prósent hlutur Eyris í Fokker Technologies hefði verið seldur. Tilkynnt var á hluthafafundi CCP þann 12. nóvember um fjögurra milljarða króna fjárfestingu framtakssjóðsins New Enterprise Associates í CCP. Fréttir ársins 2015 Tengdar fréttir Viðskiptamaður ársins: Árni Oddur Þórðarson Gengi hlutabréfa í Marel hafa hækkað yfir 80 prósent á árinu. 30. desember 2015 10:00 Verstu viðskipti ársins: Sala Arion á hlut í Símanum fyrir útboð Fyrir hlutafjárútboð í október seldi Arion banki samtals tíu prósenta hlut í Símanum. Það eru verstu viðskipti ársins að mati dómnefndar Markaðarins, Stöðvar 2 og Vísis. 30. desember 2015 09:30 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Sjá meira
Hinn 8. júní varð ljóst að stjórnvöld höfðu náð samkomulagi við kröfuhafa föllnu bankanna þriggja, Glitnis, Kaupþings og gamla Landsbanka, um skilyrði sem sett yrðu fyrir nauðasamningum. Samkomulagið náðist að undangengnum viðræðum milli fulltrúa stjórnvalda og kröfuhafa. Már Guðmundsson seðlabankastjóri tilkynnti svo á blaðamannafundi 28. október síðastliðinn að Seðlabanki Íslands hefði ákveðið að fallast á undanþágubeiðnir kröfuhafa frá gjaldeyrishöftum. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, studdi niðurstöðuna. Slík undanþága var forsenda þess að hægt yrði að slíta búunum. Samningarnir eru viðskipti ársins að mati dómnefndar Markaðarins, Stöðvar 2 og Vísis. Þeir fela í sér að slitabúin greiða samtals 379 milljarða króna í beint stöðugleikaframlag til ríkisins. Þar af er stöðugleikaframlag Glitnis 229 milljarðar króna, Kaupþing greiðir um 127 milljarða og LBI 23 milljarða. Með endurheimtum krafna í eigu ESÍ og skattgreiðslum nemur stöðugleikaframlagið í heild 491 milljarði. Að auki var samið um að greiddir yrðu til baka 74 milljarðar vegna lánveitinga ríkissjóðs við stofnun nýju bankanna og kröfuhafar hétu því að fjárfesta til langs tíma í íslensku bankakerfi fyrir 226 milljarða. Á blaðamannafundinum 28. október kom fram að mótvægisaðgerðir í heild hljóðuðu upp á 856 milljarða króna, en 660 milljarða þegar horft er fram hjá mótvægisaðgerðum sem ráðist hafði verið í fyrir þann tíma. Í desember afgreiddi síðan Héraðsdómur Reykjavíkur nauðasamningana. Slitabúin eru nú þegar byrjuð að greiða kröfuhöfum út úr slitabúunum. Dómnefnd hefur miklar væntingar til þessa samkomulags. „Samkomulagið á stærstan þátt í því að landið kemst fyrr út úr höftum með mun betri niðurstöðu fyrir þjóðarbúið heldur en langflestir reiknuðu með,“ sagði einn dómnefndarmaður. Annar sagði þetta vera frábæra lausn fyrir þjóðarbúið í heild. „Með samningum við þrotabúin er tryggt að þjóðarbúið losni undan höftum á árinu 2016,“ sagði sá. Enn einn dómnefndarmaður sagði samkomulagið vera risamál fyrir þjóðina og hafa þau einkenni góðra viðskipta að báðir aðilar ganga sáttir frá borði. Þá var bent á að samkomulagið skilaði ríkissjóði verulegum tekjum. „Það toppar ekkert samkomulag við slitabúin. Ríkið fær eignir sem eru líklega metnar á 500 milljarða króna á núll krónur.“2. sæti Kaup Marel á MPSMarel keypti félagið MPS Meat Processing Systems fyrir 382 milljónir evra, eða um 54 milljarða íslenskra króna. Fyrirtækið þróar búnað til frumvinnslu á kjöti. Áætlaðar árstekjur fyrir árið 2015 nema 150 milljónum evra (21 milljarður króna) og EBITDA nálægt 40 milljónum evra (5,7 milljarðar króna).„Sterk viðbrögð urðu á markaði við þessa fjárfestingu sem samkvæmt sérfræðingum ætti að auka arðsemi eigin fjár og arðsemi á hlut ætti að aukast,“ sagði einn dómnefndarmaður. 3 . sæti Kaup Regins á Fastengi/Sala Eyris á Stork og Fokker/Fjárfesting NEA í CCPÞrenn viðskipti urðu jafn hlutskörp um þriðja sætið í vali dómnefndar. Þann 17. febrúar náðist samkomulag milli Regins og Fastengis, dótturfélags Íslandsbanka, um kaup á 80 fasteignum. Eignasafnið samanstóð af atvinnuhúsnæði sem er að 80% hluta staðsett á höfuðborgarsvæðinu. Kaupsamningur var svo undirritaður 20 mars. Þann 7. desember tilkynnti Eyrir Invest að félagið hefði ásamt Arle Capital Partners og meðfjárfestum selt Stork bandarísku iðnaðarsamsteypunni Fluor Corporation fyrir 695 milljónir evra eða um 99 milljarða króna. Í júlí var tilkynnt að 17 prósent hlutur Eyris í Fokker Technologies hefði verið seldur. Tilkynnt var á hluthafafundi CCP þann 12. nóvember um fjögurra milljarða króna fjárfestingu framtakssjóðsins New Enterprise Associates í CCP.
Fréttir ársins 2015 Tengdar fréttir Viðskiptamaður ársins: Árni Oddur Þórðarson Gengi hlutabréfa í Marel hafa hækkað yfir 80 prósent á árinu. 30. desember 2015 10:00 Verstu viðskipti ársins: Sala Arion á hlut í Símanum fyrir útboð Fyrir hlutafjárútboð í október seldi Arion banki samtals tíu prósenta hlut í Símanum. Það eru verstu viðskipti ársins að mati dómnefndar Markaðarins, Stöðvar 2 og Vísis. 30. desember 2015 09:30 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Sjá meira
Viðskiptamaður ársins: Árni Oddur Þórðarson Gengi hlutabréfa í Marel hafa hækkað yfir 80 prósent á árinu. 30. desember 2015 10:00
Verstu viðskipti ársins: Sala Arion á hlut í Símanum fyrir útboð Fyrir hlutafjárútboð í október seldi Arion banki samtals tíu prósenta hlut í Símanum. Það eru verstu viðskipti ársins að mati dómnefndar Markaðarins, Stöðvar 2 og Vísis. 30. desember 2015 09:30