Hvert er planið? Skjóðan skrifar 7. janúar 2015 13:00 Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar var öðru fremur sérstök ríkisniðurgreiðsla til bankakerfisins sem tryggir bönkum endurheimtur á óinnheimtanlegum lánunum. Óvissa ríkir í heilbrigðismálum þjóðarinnar. Fram undan virðast vera átök á vinnumarkaði og hagvöxtur er orðinn neikvæður samkvæmt mælingum Hagstofunnar. Forsætisráðherra kemur í viðtal á Sprengisandi og talar um að slíta formlega aðildarviðræðum við ESB í trássi við kosningaloforð og vilja þjóðarinnar og reynir að sannfæra þjóðina um að leki út úr stjórnkerfinu sé algengur og eðlilegur. Matar- og bókaskattar voru hækkaðir mikið um áramótin en efra þrep virðisaukaskatts lækkað lítið eitt. Ríkisstjórnin gerði engar ráðstafanir til að tryggja að lækkun efra þrepsins skilaði sér til neytenda heldur treystir á að markaðurinn sjái um það. Fyrstu merki benda til að lækkun efra þrepsins muni ekki skila sér til neytenda heldur fari hún í hærri álagningu. Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar var öðru fremur sérstök ríkisniðurgreiðsla til bankakerfisins sem tryggir bönkum endurheimtur á óinnheimtanlegum lánunum. Bankarnir hagnast um milljarðatugi á fákeppni og vaxtaokri en lána ekki til nýrrar verðmætasköpunar. Engin krafa er gerð um að bankakerfið sníði sér stakk eftir vexti og skeri niður kostnað og yfirbyggingu. Ríkisstjórnin virðist staðráðin í að festa raunverulegt eignarhald á fiskinum í sjónum varanlega í höndum örfárra. Markaðslausnum er ekki beitt til að tryggja ríkissjóði, fyrir hönd þjóðarinnar, eðlilegt endurgjald fyrir nýtingu fiskistofna og útgerðarfyrirtæki verða í skjóli einkaréttar til auðlindarinnar æ fyrirferðarmeiri á öllum sviðum fjármála- og atvinnulífs. Útgerðarfyrirtæki setja milljarða í rekstur fjölmiðla og kaup á innflutnings- og olíudreifingarfyrirtækjum – allt í skjóli ríkisverndaðrar einokunar. Helstu lausnir ríkisstjórnarinnar og meirihluta hennar á Alþingi í atvinnumálum virðast vera nauðaflutningar á ríkisstofnunum úr borg til landsbyggðar og fyrirheit um áburðarverksmiðju. Á meðan notast er við minnsta og óstöðugasta gjaldmiðil í heimi verður engin erlend fjárfesting í nýjum atvinnugreinum, sem nauðsynlegar eru til að skapa þau verðmæti sem þarf til þess að þjóðin standi jafnfætis nágrannaþjóðum. Án sterks alþjóðlegs gjaldmiðils verður ekki samkeppni á íslenskum fjármála- og lánamarkaði. Ekki er nóg að lyfta gjaldeyrishöftunum ef ekki er ráðist að rótum vandans. Þrátt fyrir næstum milljón ferðamenn á síðasta ári mælist enginn hagvöxtur. Einkaneysla Íslendinga er á svo hraðri niðurleið að stórfjölgun ferðamanna vegur ekki upp á móti. Getur það verið forgangsverkefni ríkisstjórnarinnar við þessar aðstæður að loka endanlega á glufuna til Evrópu og festa í sessi einkarétt örfárra aðila til helstu þjóðarauðlindar Íslendinga? Engin stefna er sjáanleg í peningamálum. Hafa menn einhverja hugmynd um hvernig gera má Ísland að eftirsóttum kosti fyrir alþjóðlegar fjárfestingar og atvinnustarfsemi? Ríkisstjórnin hefur nú setið tæpt hálft kjörtímabil en ekkert örlar á framtíðarsýn. Er ekkert plan?Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Sjá meira
Óvissa ríkir í heilbrigðismálum þjóðarinnar. Fram undan virðast vera átök á vinnumarkaði og hagvöxtur er orðinn neikvæður samkvæmt mælingum Hagstofunnar. Forsætisráðherra kemur í viðtal á Sprengisandi og talar um að slíta formlega aðildarviðræðum við ESB í trássi við kosningaloforð og vilja þjóðarinnar og reynir að sannfæra þjóðina um að leki út úr stjórnkerfinu sé algengur og eðlilegur. Matar- og bókaskattar voru hækkaðir mikið um áramótin en efra þrep virðisaukaskatts lækkað lítið eitt. Ríkisstjórnin gerði engar ráðstafanir til að tryggja að lækkun efra þrepsins skilaði sér til neytenda heldur treystir á að markaðurinn sjái um það. Fyrstu merki benda til að lækkun efra þrepsins muni ekki skila sér til neytenda heldur fari hún í hærri álagningu. Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar var öðru fremur sérstök ríkisniðurgreiðsla til bankakerfisins sem tryggir bönkum endurheimtur á óinnheimtanlegum lánunum. Bankarnir hagnast um milljarðatugi á fákeppni og vaxtaokri en lána ekki til nýrrar verðmætasköpunar. Engin krafa er gerð um að bankakerfið sníði sér stakk eftir vexti og skeri niður kostnað og yfirbyggingu. Ríkisstjórnin virðist staðráðin í að festa raunverulegt eignarhald á fiskinum í sjónum varanlega í höndum örfárra. Markaðslausnum er ekki beitt til að tryggja ríkissjóði, fyrir hönd þjóðarinnar, eðlilegt endurgjald fyrir nýtingu fiskistofna og útgerðarfyrirtæki verða í skjóli einkaréttar til auðlindarinnar æ fyrirferðarmeiri á öllum sviðum fjármála- og atvinnulífs. Útgerðarfyrirtæki setja milljarða í rekstur fjölmiðla og kaup á innflutnings- og olíudreifingarfyrirtækjum – allt í skjóli ríkisverndaðrar einokunar. Helstu lausnir ríkisstjórnarinnar og meirihluta hennar á Alþingi í atvinnumálum virðast vera nauðaflutningar á ríkisstofnunum úr borg til landsbyggðar og fyrirheit um áburðarverksmiðju. Á meðan notast er við minnsta og óstöðugasta gjaldmiðil í heimi verður engin erlend fjárfesting í nýjum atvinnugreinum, sem nauðsynlegar eru til að skapa þau verðmæti sem þarf til þess að þjóðin standi jafnfætis nágrannaþjóðum. Án sterks alþjóðlegs gjaldmiðils verður ekki samkeppni á íslenskum fjármála- og lánamarkaði. Ekki er nóg að lyfta gjaldeyrishöftunum ef ekki er ráðist að rótum vandans. Þrátt fyrir næstum milljón ferðamenn á síðasta ári mælist enginn hagvöxtur. Einkaneysla Íslendinga er á svo hraðri niðurleið að stórfjölgun ferðamanna vegur ekki upp á móti. Getur það verið forgangsverkefni ríkisstjórnarinnar við þessar aðstæður að loka endanlega á glufuna til Evrópu og festa í sessi einkarétt örfárra aðila til helstu þjóðarauðlindar Íslendinga? Engin stefna er sjáanleg í peningamálum. Hafa menn einhverja hugmynd um hvernig gera má Ísland að eftirsóttum kosti fyrir alþjóðlegar fjárfestingar og atvinnustarfsemi? Ríkisstjórnin hefur nú setið tæpt hálft kjörtímabil en ekkert örlar á framtíðarsýn. Er ekkert plan?Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Sjá meira