Taðreykt hvalseistu notuð í þorrabjórinn Haraldur Guðmundsson skrifar 9. janúar 2015 07:00 Starfsmenn Steðja tappa nú bjórnum á flöskur áður en sala á þorrabjór hefst í verslunum ÁTVR. Mynd/Steðji „Við viljum skapa sanna þorrastemningu og ákváðum því að nota taðreykt eistu úr langreyðum til að bragðbæta bjórinn,“ segir Dagbjartur Arilíusson, einn eigenda Brugghúss Steðja í Borgarfirði, um þorrabjórinn Hval 2 sem fyrirtækið hefur nú framleitt. „Eistun eru verkuð eftir gamalli íslenskri hefð, léttsöltuð og síðan taðreykt. Við lögðum mikið í þetta og vinnsluferillinn var langur,“ segir Dagbjartur og bætir við að hver bruggun hafi innihaldið eitt eista.Click here for an English version of this news storyDagbjartur Arilíusson og Svanhildur Valdimarsdóttir, eigendur Brugghúss SteðjaBjórinn verður að sögn Dagbjarts kynntur sem sérstakur arftaki þorrabjórsins sem Steðji seldi í janúar í fyrra og innihélt hvalmjöl. Heilbrigðiseftirlit Vesturlands bannaði sölu bjórsins en mjölið innihélt meðal annars innyfli og þarma hvala. Nokkrum dögum síðar ákvað Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að leyfa sölu vörunnar. Viku síðar var hún uppseld eftir að fimm þúsund lítrar höfðu farið í gegnum verslanir ÁTVR. „Bjórinn seldist upp nánast strax og því ákváðum við að fara út í framleiðslu á svipaðri vöru fyrir þorrann,“ segir Dagbjartur. Ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands var í október síðastliðnum staðfest af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Sala á bjór úr hvalmjöli er því bönnuð. „Við fengum hins vegar fjölda áskorana um að bjóða aftur hvalabjór. Þetta varð ofan á en við höfum fengið öll tilskilin leyfi fyrir framleiðslu og sölu bjórsins,“ segir Dagbjartur. Helgi Helgason, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, staðfestir að fyrirtækinu sé heimilt að selja bjór sem inniheldur hvalseistu. „Hvalseistu, rengi og spik eru tekin út af viðkomandi eftirlitsaðila á vegum Matvælastofnunar. Það sem fer í hvalamjöl er hins vegar aukaafurð sem er ekki ætluð til manneldis og hefur ekki verið vottuð sem slík.“ Tengdar fréttir Bann á hvalabjór enn til skoðunar í kerfinu Atvinnuvegaráðuneytið hefur enn ekki úrskurðað um lagagrundvöll ákvörðunar um að banna sölu á Hvalabjór Steðja. Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfisráðherra heimilaði sölu á bjórnum í janúar síðastliðnum og varan kláraðist viku síðar. 12. september 2014 09:04 Sala á Hvalabjór heimiluð Sala og dreifing á Hvalabjór Brugghússins Steðja í Borgarfirði hefur verið heimiluð af Sigurði Inga Jóhannssyni umhverfis- og auðlindamála. 24. janúar 2014 18:27 Ekkert sem réttlætir ákvörðun ráðherra Matvælastofnun og Heilbrigðiseftirlit Vesturlands telja að ekkert nýtt hafi komið fram í kæru framleiðanda hvalabjórs sem réttlætir þá ákvörðun Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að afturkalla sölubann á bjórnum. 10. febrúar 2014 15:43 Staðfesta bann við hvalabjór Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur komist að þeirri niðurstöðu að staðfesta eigi úrskurð heilbrigðiseftirlits Vesturlands, um bann við sölu hvalabjórs. 8. október 2014 14:51 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
„Við viljum skapa sanna þorrastemningu og ákváðum því að nota taðreykt eistu úr langreyðum til að bragðbæta bjórinn,“ segir Dagbjartur Arilíusson, einn eigenda Brugghúss Steðja í Borgarfirði, um þorrabjórinn Hval 2 sem fyrirtækið hefur nú framleitt. „Eistun eru verkuð eftir gamalli íslenskri hefð, léttsöltuð og síðan taðreykt. Við lögðum mikið í þetta og vinnsluferillinn var langur,“ segir Dagbjartur og bætir við að hver bruggun hafi innihaldið eitt eista.Click here for an English version of this news storyDagbjartur Arilíusson og Svanhildur Valdimarsdóttir, eigendur Brugghúss SteðjaBjórinn verður að sögn Dagbjarts kynntur sem sérstakur arftaki þorrabjórsins sem Steðji seldi í janúar í fyrra og innihélt hvalmjöl. Heilbrigðiseftirlit Vesturlands bannaði sölu bjórsins en mjölið innihélt meðal annars innyfli og þarma hvala. Nokkrum dögum síðar ákvað Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að leyfa sölu vörunnar. Viku síðar var hún uppseld eftir að fimm þúsund lítrar höfðu farið í gegnum verslanir ÁTVR. „Bjórinn seldist upp nánast strax og því ákváðum við að fara út í framleiðslu á svipaðri vöru fyrir þorrann,“ segir Dagbjartur. Ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands var í október síðastliðnum staðfest af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Sala á bjór úr hvalmjöli er því bönnuð. „Við fengum hins vegar fjölda áskorana um að bjóða aftur hvalabjór. Þetta varð ofan á en við höfum fengið öll tilskilin leyfi fyrir framleiðslu og sölu bjórsins,“ segir Dagbjartur. Helgi Helgason, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, staðfestir að fyrirtækinu sé heimilt að selja bjór sem inniheldur hvalseistu. „Hvalseistu, rengi og spik eru tekin út af viðkomandi eftirlitsaðila á vegum Matvælastofnunar. Það sem fer í hvalamjöl er hins vegar aukaafurð sem er ekki ætluð til manneldis og hefur ekki verið vottuð sem slík.“
Tengdar fréttir Bann á hvalabjór enn til skoðunar í kerfinu Atvinnuvegaráðuneytið hefur enn ekki úrskurðað um lagagrundvöll ákvörðunar um að banna sölu á Hvalabjór Steðja. Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfisráðherra heimilaði sölu á bjórnum í janúar síðastliðnum og varan kláraðist viku síðar. 12. september 2014 09:04 Sala á Hvalabjór heimiluð Sala og dreifing á Hvalabjór Brugghússins Steðja í Borgarfirði hefur verið heimiluð af Sigurði Inga Jóhannssyni umhverfis- og auðlindamála. 24. janúar 2014 18:27 Ekkert sem réttlætir ákvörðun ráðherra Matvælastofnun og Heilbrigðiseftirlit Vesturlands telja að ekkert nýtt hafi komið fram í kæru framleiðanda hvalabjórs sem réttlætir þá ákvörðun Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að afturkalla sölubann á bjórnum. 10. febrúar 2014 15:43 Staðfesta bann við hvalabjór Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur komist að þeirri niðurstöðu að staðfesta eigi úrskurð heilbrigðiseftirlits Vesturlands, um bann við sölu hvalabjórs. 8. október 2014 14:51 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Bann á hvalabjór enn til skoðunar í kerfinu Atvinnuvegaráðuneytið hefur enn ekki úrskurðað um lagagrundvöll ákvörðunar um að banna sölu á Hvalabjór Steðja. Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfisráðherra heimilaði sölu á bjórnum í janúar síðastliðnum og varan kláraðist viku síðar. 12. september 2014 09:04
Sala á Hvalabjór heimiluð Sala og dreifing á Hvalabjór Brugghússins Steðja í Borgarfirði hefur verið heimiluð af Sigurði Inga Jóhannssyni umhverfis- og auðlindamála. 24. janúar 2014 18:27
Ekkert sem réttlætir ákvörðun ráðherra Matvælastofnun og Heilbrigðiseftirlit Vesturlands telja að ekkert nýtt hafi komið fram í kæru framleiðanda hvalabjórs sem réttlætir þá ákvörðun Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að afturkalla sölubann á bjórnum. 10. febrúar 2014 15:43
Staðfesta bann við hvalabjór Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur komist að þeirri niðurstöðu að staðfesta eigi úrskurð heilbrigðiseftirlits Vesturlands, um bann við sölu hvalabjórs. 8. október 2014 14:51