Nám og bolti í borginni eilífu 13. janúar 2015 10:15 ,,Þegar við fáum svo frí, sem gerist ekki oft, kíkjum við stundum á McDonalds enda verður maður stundum að leyfa sér smá,“ segir Kristinn Pálsson körfuboltamaðurinn efnilegi. MYND/ERNIR Einn efnilegasti körfuknattleiksmaður landsins, Kristinn Pálsson, leikur með unglingaliði ítalska félagsins Stella Azzurra Roma í Róm auk þess sem hann stundar nám í alþjóðlegum skóla í sömu borg. Kristinn hefur verið lykilmaður í nokkrum yngri landsliðum Íslands undanfarin ár og þykir afar efnilegur og fjölhæfur leikmaður; sterkur varnarmaður, góður skotmaður auk þess að vera mjög góður liðsmaður. Lífið í Róm er ævintýralegt fyrir þennan 17 ára pilt; veðurfarið er milt, borgin einstaklega falleg þar sem sagan lifnar við á hverju götuhorni auk þess sem ítalski maturinn skemmir ekki fyrir hjá lystarmiklum ungum íþróttamanni. Hann segir daglegt líf í Róm vera nokkuð þægilegt. „Ég bý í stórri íbúð fyrir utan íþróttahúsið með hinum strákunum. Við höfum nánast allt til alls auk þess sem stutt er í bæði skólann og íþróttahúsið. Dæmigerður dagur hefst í skólanum kl. 8.30 en ég er kominn heim um kl. 15.30. Þá fer ég beint að lyfta og við tekur æfing um sexleytið sem stendur yfir í þrjá tíma. Þegar heim er komið fer ég yfirleitt fljótlega að sofa enda tekur yfirleitt sama stífa dagskráin við daginn eftir.“ Lið Kristins leikur í öflugustu unglingadeild Evrópu en lið hans komst nýlega í úrslitakeppni átta bestu unglingaliða Evrópu. „Sjálfur hef ég staðið mig nokkuð vel, bæði í leikjum og á æfingum og er fyrirliði bæði hjá 18 og 19 ára liðinu. Þar sem klúbburinn er áhugamannafélag leikur hann ekki í efstu deildinni á Ítalíu en hefur hins vegar gott orð á sér fyrir öflugt unglingastarf.“ Ítalía er ein sterkasta körfuboltaþjóð Evrópu og á í dag fjóra leikmenn í NBA-deildinni. Einn þeirra, Andrea Bargnani, spilaði með klúbbnum í upphafi ferilsins. Kristinn segist kunna vel við sig í Róm enda sé hún afskaplega falleg og margt hægt að skoða. „Það fylgir svo mikil saga þessari fallegu borg og það er einmitt það sem heillar mig svo mikið við hana og raunar alla Ítalíu; hér lifa landsmenn sig enn þá inn í söguna og þann tíma þegar Rómverjar réðu hér ríkjum fyrir mörgum öldum.“ Ítalía er paradís fyrir mataráhugamenn og Kristinn er þar engin undantekning. „Mér líkar mjög vel við matinn hér á Ítalíu. Dæmigerð máltíð samanstendur af forrétti sem er alltaf pasta, hrísgrjón eða súpa. Aðalrétturinn er yfirleitt kjöt með salati eða kartöflum. Auðvitað pöntum við stundum pitsu en hún er svakalega góð hérna. Þegar við fáum svo frí, sem gerist ekki oft, kíkjum við stundum á McDonalds enda verður maður stundum að leyfa sér smá.“ Hann segir það stórt stökk að fara frá Njarðvík til Rómar. „Það er alltaf best að vera heima í Njarðvík þar sem búa nokkur þúsund manns en hér í Róm búa nokkrar milljónir. Því hefur tekið smá tíma að venjast þessu en það kemur bara með tímanum. En þrátt fyrir að vel hafi gengið sakna ég auðvitað fjölskyldunnar auk vina minna. Það er stundum erfitt að vera svona langt í burtu og missa af öllu því sem þau eru að gera heima á Íslandi.“ Dominos-deild karla Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Sjá meira
Einn efnilegasti körfuknattleiksmaður landsins, Kristinn Pálsson, leikur með unglingaliði ítalska félagsins Stella Azzurra Roma í Róm auk þess sem hann stundar nám í alþjóðlegum skóla í sömu borg. Kristinn hefur verið lykilmaður í nokkrum yngri landsliðum Íslands undanfarin ár og þykir afar efnilegur og fjölhæfur leikmaður; sterkur varnarmaður, góður skotmaður auk þess að vera mjög góður liðsmaður. Lífið í Róm er ævintýralegt fyrir þennan 17 ára pilt; veðurfarið er milt, borgin einstaklega falleg þar sem sagan lifnar við á hverju götuhorni auk þess sem ítalski maturinn skemmir ekki fyrir hjá lystarmiklum ungum íþróttamanni. Hann segir daglegt líf í Róm vera nokkuð þægilegt. „Ég bý í stórri íbúð fyrir utan íþróttahúsið með hinum strákunum. Við höfum nánast allt til alls auk þess sem stutt er í bæði skólann og íþróttahúsið. Dæmigerður dagur hefst í skólanum kl. 8.30 en ég er kominn heim um kl. 15.30. Þá fer ég beint að lyfta og við tekur æfing um sexleytið sem stendur yfir í þrjá tíma. Þegar heim er komið fer ég yfirleitt fljótlega að sofa enda tekur yfirleitt sama stífa dagskráin við daginn eftir.“ Lið Kristins leikur í öflugustu unglingadeild Evrópu en lið hans komst nýlega í úrslitakeppni átta bestu unglingaliða Evrópu. „Sjálfur hef ég staðið mig nokkuð vel, bæði í leikjum og á æfingum og er fyrirliði bæði hjá 18 og 19 ára liðinu. Þar sem klúbburinn er áhugamannafélag leikur hann ekki í efstu deildinni á Ítalíu en hefur hins vegar gott orð á sér fyrir öflugt unglingastarf.“ Ítalía er ein sterkasta körfuboltaþjóð Evrópu og á í dag fjóra leikmenn í NBA-deildinni. Einn þeirra, Andrea Bargnani, spilaði með klúbbnum í upphafi ferilsins. Kristinn segist kunna vel við sig í Róm enda sé hún afskaplega falleg og margt hægt að skoða. „Það fylgir svo mikil saga þessari fallegu borg og það er einmitt það sem heillar mig svo mikið við hana og raunar alla Ítalíu; hér lifa landsmenn sig enn þá inn í söguna og þann tíma þegar Rómverjar réðu hér ríkjum fyrir mörgum öldum.“ Ítalía er paradís fyrir mataráhugamenn og Kristinn er þar engin undantekning. „Mér líkar mjög vel við matinn hér á Ítalíu. Dæmigerð máltíð samanstendur af forrétti sem er alltaf pasta, hrísgrjón eða súpa. Aðalrétturinn er yfirleitt kjöt með salati eða kartöflum. Auðvitað pöntum við stundum pitsu en hún er svakalega góð hérna. Þegar við fáum svo frí, sem gerist ekki oft, kíkjum við stundum á McDonalds enda verður maður stundum að leyfa sér smá.“ Hann segir það stórt stökk að fara frá Njarðvík til Rómar. „Það er alltaf best að vera heima í Njarðvík þar sem búa nokkur þúsund manns en hér í Róm búa nokkrar milljónir. Því hefur tekið smá tíma að venjast þessu en það kemur bara með tímanum. En þrátt fyrir að vel hafi gengið sakna ég auðvitað fjölskyldunnar auk vina minna. Það er stundum erfitt að vera svona langt í burtu og missa af öllu því sem þau eru að gera heima á Íslandi.“
Dominos-deild karla Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“