Hannes í lágflugi Stjónarmaðurinn skrifar 14. janúar 2015 09:00 Ein frétt hefur flogið undir radar í fjölmiðlum undanfarna viku, og það eru kaup kínverska líftæknifyrirtækisins WuXi Pharmatech á Nextcode Health. Uppgefið kaupverð er 65 milljónir Bandaríkjadala eða réttir 8,5 milljarðar króna. NextCode var stofnað árið 2013 og starfar á grundvelli leyfis til að vinna úr upplýsingum sem DeCode hefur safnað gegnum árin um gen og erfðir Íslendinga. NextCode hefur komið þessum upplýsingum á nýtilegt form og selur aðgang til lækna og stofnana sem nota þær við sjúkdómsgreiningar og lækningar. Nextcode er með sína meginstarfstöð í Cambridge, Massachussetts en er einnig með starfsemi á Íslandi, og því ljóst að þótt kaupverðið flæði ekki inn til landsins, þá ættu styrkari stoðir félagsins að vera góð tíðindi fyrir íslenskt efnahagslíf. Það er frétt út af fyrir sig, þótt megintíðindin séu vafalaust þau að íslenskum athafnamönnum hafi tekist að skapa slík verðmæti á tæplega tveimur árum. Hvers vegna skyldi þetta hafa farið svo hljótt, og þá sérstaklega núna þegar allt sem kalla má nýsköpun virðist eiga sérstaklega upp á pallborðið á Íslandi? Til samanburðar má nefna að kaupverðið er ríflega fimmfalt það sem Qlik reiddi fram fyrir Datamarket, en þau viðskipti þóttu nægjanlega merkileg til að teljast viðskipti ársins í ágætu viðskiptablaði hér í borg. Kannski er ástæðan sú að annar stofnenda félagsins er enginn annar en Hannes Smárason. Er ekki leyfilegt að hrósa mönnum fyrir það sem vel er gert nú tæpum sjö árum eftir hrun? Stjórnarmaðurinn reynir nú að halda sig við efnið í pistlum sínum. Erfitt er þó að minnast ekki á skróp forsætisráðherra í samstöðugöngunni í París. Fyrir það fyrsta verður að teljast dapurt að sýna ekki samhug og samstöðu við svo ægilegt tilefni. Hitt er svo að forsætisráðherra, eða annar fulltrúi þjóðarinnar, nýti ekki tækifærið til að komast í návígi við alla helstu þjóðarleiðtoga í Evrópu. Þarna voru til að mynda auk Frakklandsforseta allir forsætisráðherrar Norðurlandanna, David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, og Angela Merkel Þýskalandskanslari. Það er nú ekki á hverjum degi sem íslenskir ráðamenn fá tækifæri til að komast í návígi við fólk sem þetta, og ræða við það sem jafningja. Er það ekki akkúrat við svona tilefni sem lítil þjóð getur látið rödd sína heyrast? Stjórnarmanninn hefur reyndar lengi grunað að ráðherrar Framsóknar séu ekki til útflutnings. Þarna fékkst það staðfest. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Sjá meira
Ein frétt hefur flogið undir radar í fjölmiðlum undanfarna viku, og það eru kaup kínverska líftæknifyrirtækisins WuXi Pharmatech á Nextcode Health. Uppgefið kaupverð er 65 milljónir Bandaríkjadala eða réttir 8,5 milljarðar króna. NextCode var stofnað árið 2013 og starfar á grundvelli leyfis til að vinna úr upplýsingum sem DeCode hefur safnað gegnum árin um gen og erfðir Íslendinga. NextCode hefur komið þessum upplýsingum á nýtilegt form og selur aðgang til lækna og stofnana sem nota þær við sjúkdómsgreiningar og lækningar. Nextcode er með sína meginstarfstöð í Cambridge, Massachussetts en er einnig með starfsemi á Íslandi, og því ljóst að þótt kaupverðið flæði ekki inn til landsins, þá ættu styrkari stoðir félagsins að vera góð tíðindi fyrir íslenskt efnahagslíf. Það er frétt út af fyrir sig, þótt megintíðindin séu vafalaust þau að íslenskum athafnamönnum hafi tekist að skapa slík verðmæti á tæplega tveimur árum. Hvers vegna skyldi þetta hafa farið svo hljótt, og þá sérstaklega núna þegar allt sem kalla má nýsköpun virðist eiga sérstaklega upp á pallborðið á Íslandi? Til samanburðar má nefna að kaupverðið er ríflega fimmfalt það sem Qlik reiddi fram fyrir Datamarket, en þau viðskipti þóttu nægjanlega merkileg til að teljast viðskipti ársins í ágætu viðskiptablaði hér í borg. Kannski er ástæðan sú að annar stofnenda félagsins er enginn annar en Hannes Smárason. Er ekki leyfilegt að hrósa mönnum fyrir það sem vel er gert nú tæpum sjö árum eftir hrun? Stjórnarmaðurinn reynir nú að halda sig við efnið í pistlum sínum. Erfitt er þó að minnast ekki á skróp forsætisráðherra í samstöðugöngunni í París. Fyrir það fyrsta verður að teljast dapurt að sýna ekki samhug og samstöðu við svo ægilegt tilefni. Hitt er svo að forsætisráðherra, eða annar fulltrúi þjóðarinnar, nýti ekki tækifærið til að komast í návígi við alla helstu þjóðarleiðtoga í Evrópu. Þarna voru til að mynda auk Frakklandsforseta allir forsætisráðherrar Norðurlandanna, David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, og Angela Merkel Þýskalandskanslari. Það er nú ekki á hverjum degi sem íslenskir ráðamenn fá tækifæri til að komast í návígi við fólk sem þetta, og ræða við það sem jafningja. Er það ekki akkúrat við svona tilefni sem lítil þjóð getur látið rödd sína heyrast? Stjórnarmanninn hefur reyndar lengi grunað að ráðherrar Framsóknar séu ekki til útflutnings. Þarna fékkst það staðfest.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Sjá meira