Hinn fullkomni skortur á framtíðarsýn Bolli Héðinsson skrifar 19. janúar 2015 09:45 Eru kjarasamningar við lækna nægjanlegir til að snúa heilbrigðiskerfinu til betri vegar? Óskandi að svo væri en hætt er við að meira þurfi til því vandkvæðin lúta að svo miklu stærri þáttum íslensks samfélags. Í heilbrigðiskerfinu og öðrum stofnunum samfélagsins skortir fyrst og fremst forystu af hálfu ráðamanna þjóðarinnar sem skapar tiltrú á framtíð þjóðarinnar í landinu. Sú forysta er ærið langsótt þegar framtíðarsýnin er eingöngu fólgin í því að horfa til baka; fara aftur til ársins 2007 og taka upp þráðinn frá þeim tíma eins og ekkert hafi í skorist, ekkert hrun orðið, enginn skaði skeður og enginn lært neitt. Það má því taka undir með forseta læknadeildar HÍ, sem jafnframt er yfirlæknir á Landspítala, þar sem hann segir í Kjarnanum 2. janúar: „Ef íslenskir pólitíkusar halda áfram að beina sjónum sínum fyrst og fremst til þeirra sem fjármuni og völd eiga í nútíð og fortíð í stað þess að beina augunum að þeim sem munu skapa verðmæti í framtíðinni… Ég lýsi því eftir djarfri framtíðarsýn… Þeir sem ganga aftur á bak inn í framtíðina… munu fyrr en síðar vera staddir í heldur dapurri nútíð.“Kostnaður við að vera Íslendingur Íslenskir læknar, líkt og margar aðrar starfsstéttir, hafa alltaf verið reiðubúnir að sætta sig við lakari kjör en þeim bjóðast erlendis m.a. vegna trúarinnar á framfarasókn landsins og að verið sé að vinna af heilindum að því að byggja upp og gera hlutina betur í dag en í gær. Á sjúkrahúsum landsins er þessi trú horfin og menn sjá ekki lengur framtíðina í neinu framfaraljósi. Sjúkrahúsin eru í þessu tilliti ein þeirra stofnana samfélagsins þar sem starfsemin er komin að þolmörkum og ríkisstjórnin hefur þráast við að hefja endurreisn eftir áralanga vanrækslu. Ekki bætir aðför ríkisstjórnarinnar að þjóðarstofnun á borð við RÚV; sá hroki og yfirlæti í samskiptum við þá sem ríkisstjórninni eru ekki þóknanlegir, offors í framgöngu umdeildra mála, eru næring þess sundurlyndis sem elur á vantrú á framtíð lands og þjóðar. Því er rétt að taka undir nýársprédikun biskupsins sem sagði að: „Það virðist á stundum sem við sem þetta land byggjum nú um stundir höfum ekki sameiginlegan grundvöll til að standa á. Það er sama hvað sagt er og gert er. Það er allt dregið í efa og stutt er í hugsanir um annarlegan tilgang og hagsmunapot.“ Það skyldi þó ekki einmitt vera að eitthvað í fari og framkomu ríkisstjórnarinnar gagnvart fólkinu í landinu sem þessu veldur?Ekkert lært og engu gleymt „Ég á það ég má það“-aðferðin var vinsæl á fyrri ríkisstjórnarárum Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins fyrir hrun og er að sjá að flokkarnir hafi ekkert lært og engu gleymt frá þeim tíma. Yfirlætið og lítill vilji til samræðu og samráðs við nokkra aðra í samfélaginu og viljinn til að nýta þingmeirihlutann til hins ýtrasta er reglan frekar en undantekningin. Hlutir eru gefnir í skyn og talað í hálfkveðnum vísum, frjálslega farið með sannleikann og mikið skortir á að samræmi sé milli orða og efnda. Er það ekki einmitt þegar þessi hegðan ræður ríkjum að allt er dregið í efa? Það er rétt hjá biskupnum, þetta er sennilega það alvarlegasta sem ríkisstjórnin hefur staðið fyrir á ferli sínum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Eru kjarasamningar við lækna nægjanlegir til að snúa heilbrigðiskerfinu til betri vegar? Óskandi að svo væri en hætt er við að meira þurfi til því vandkvæðin lúta að svo miklu stærri þáttum íslensks samfélags. Í heilbrigðiskerfinu og öðrum stofnunum samfélagsins skortir fyrst og fremst forystu af hálfu ráðamanna þjóðarinnar sem skapar tiltrú á framtíð þjóðarinnar í landinu. Sú forysta er ærið langsótt þegar framtíðarsýnin er eingöngu fólgin í því að horfa til baka; fara aftur til ársins 2007 og taka upp þráðinn frá þeim tíma eins og ekkert hafi í skorist, ekkert hrun orðið, enginn skaði skeður og enginn lært neitt. Það má því taka undir með forseta læknadeildar HÍ, sem jafnframt er yfirlæknir á Landspítala, þar sem hann segir í Kjarnanum 2. janúar: „Ef íslenskir pólitíkusar halda áfram að beina sjónum sínum fyrst og fremst til þeirra sem fjármuni og völd eiga í nútíð og fortíð í stað þess að beina augunum að þeim sem munu skapa verðmæti í framtíðinni… Ég lýsi því eftir djarfri framtíðarsýn… Þeir sem ganga aftur á bak inn í framtíðina… munu fyrr en síðar vera staddir í heldur dapurri nútíð.“Kostnaður við að vera Íslendingur Íslenskir læknar, líkt og margar aðrar starfsstéttir, hafa alltaf verið reiðubúnir að sætta sig við lakari kjör en þeim bjóðast erlendis m.a. vegna trúarinnar á framfarasókn landsins og að verið sé að vinna af heilindum að því að byggja upp og gera hlutina betur í dag en í gær. Á sjúkrahúsum landsins er þessi trú horfin og menn sjá ekki lengur framtíðina í neinu framfaraljósi. Sjúkrahúsin eru í þessu tilliti ein þeirra stofnana samfélagsins þar sem starfsemin er komin að þolmörkum og ríkisstjórnin hefur þráast við að hefja endurreisn eftir áralanga vanrækslu. Ekki bætir aðför ríkisstjórnarinnar að þjóðarstofnun á borð við RÚV; sá hroki og yfirlæti í samskiptum við þá sem ríkisstjórninni eru ekki þóknanlegir, offors í framgöngu umdeildra mála, eru næring þess sundurlyndis sem elur á vantrú á framtíð lands og þjóðar. Því er rétt að taka undir nýársprédikun biskupsins sem sagði að: „Það virðist á stundum sem við sem þetta land byggjum nú um stundir höfum ekki sameiginlegan grundvöll til að standa á. Það er sama hvað sagt er og gert er. Það er allt dregið í efa og stutt er í hugsanir um annarlegan tilgang og hagsmunapot.“ Það skyldi þó ekki einmitt vera að eitthvað í fari og framkomu ríkisstjórnarinnar gagnvart fólkinu í landinu sem þessu veldur?Ekkert lært og engu gleymt „Ég á það ég má það“-aðferðin var vinsæl á fyrri ríkisstjórnarárum Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins fyrir hrun og er að sjá að flokkarnir hafi ekkert lært og engu gleymt frá þeim tíma. Yfirlætið og lítill vilji til samræðu og samráðs við nokkra aðra í samfélaginu og viljinn til að nýta þingmeirihlutann til hins ýtrasta er reglan frekar en undantekningin. Hlutir eru gefnir í skyn og talað í hálfkveðnum vísum, frjálslega farið með sannleikann og mikið skortir á að samræmi sé milli orða og efnda. Er það ekki einmitt þegar þessi hegðan ræður ríkjum að allt er dregið í efa? Það er rétt hjá biskupnum, þetta er sennilega það alvarlegasta sem ríkisstjórnin hefur staðið fyrir á ferli sínum.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun