Óþarfa orkusuga Stjórnarmaðurinn skrifar 21. janúar 2015 07:00 Stjórnarmaðurinn varð þeirrar gæfu aðnjótandi hér áður að fá tækifæri til að starfa erlendis um árabil. Eitt greinir íslenska stjórnendur frá erlendum kollegum þeirra, og það er sú tilhneiging að tjá sig um og velta fyrir sér pólitík í tíma og ótíma. Þetta er nokkuð sem stjórnarmaðurinn hefur ekki orðið vitni að annars staðar. Hver skyldi nú ástæðan vera fyrir þessum mikla pólitíska áhuga stjórnenda í íslenskum fyrirtækjum? Stjórnarmaðurinn myndi glaður gleypa þá skýringu að hér sé um hreinan áhuga að ræða og eldmóð fyrir málefnum líðandi stundar. Líklegri skýring er þó að íslenskir stjórnendur hafi ríkari ástæðu til að vera á varðbergi gagnvart stjórnmálamönnum. Þeir væru hreinlega ekki að sinna sínum störfum, ef þeir hefðu ekki helstu pólitísku hræringar á hreinu. Staðreyndin er nefnilega sú að á Íslandi hafa pólitík og viðskipti alla tíð tvinnast saman. Ofgnótt er af dæmum, en e.t.v. er einkavæðing bankanna í upphafi þessarar aldar besta nýlega dæmið. Þessu gerir Björgólfur Thor Björgólfsson góð skil í bók sinni. Björgólfur segir hreinlega að þar sem einhverjir hafi litið svo á að hann og faðir hans væru tengdir Sjálfstæðisflokknum – sem Björgólfur þvertekur fyrir – þá hafi kaupin á eyrinni gerst þannig að eftir söluna á Landsbankanum, hafi hreinlega orðið að selja Búnaðarbankann mönnum handgengnum Framsókn. Þetta telur Björgólfur að hafi haft lykiláhrif á það hvernig bankamarkaðurinn þróaðist hér á árunum eftir aldamót, enda stór biti fyrir óþroskaðan markað að standa allt í einu uppi með tvo einkavædda ríkisbanka, í stað eins. Ákveðið afturhvarf hefur orðið í þessum efnum frá hruni enda ríkisvaldið nú í þeirri stöðu að geta haft meiri áhrif á lífvænleika og framtíðarhorfur fyrirtækja í landinu en tíðkast hefur á seinni árum. Hér ríkja gjaldeyrishöft og stærsta fjármálastofnun landsins er í ríkiseigu. Stjórnarmaðurinn er reyndar á því að Steinþór Pálsson bankastjóri hafi útskýrt mál sitt vel á dögunum þegar að honum var sótt vegna sölu Landsbankans á hlut sínum í Borgun. Aðstæður á Íslandi eru hins vegar þannig að eðlilegt er að fólk sé tortryggið. Sporin hræða eins og frásögn Björgólfs ber með sér. Vonandi berum við gæfu til þess á næstu árum að leysa úr þessum flækjum svo að stjórnendur geti einbeitt sér að því sem máli skiptir fyrir þeirra fyrirtæki – og geti hætt að velta fyrir sér pólitík. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Sjá meira
Stjórnarmaðurinn varð þeirrar gæfu aðnjótandi hér áður að fá tækifæri til að starfa erlendis um árabil. Eitt greinir íslenska stjórnendur frá erlendum kollegum þeirra, og það er sú tilhneiging að tjá sig um og velta fyrir sér pólitík í tíma og ótíma. Þetta er nokkuð sem stjórnarmaðurinn hefur ekki orðið vitni að annars staðar. Hver skyldi nú ástæðan vera fyrir þessum mikla pólitíska áhuga stjórnenda í íslenskum fyrirtækjum? Stjórnarmaðurinn myndi glaður gleypa þá skýringu að hér sé um hreinan áhuga að ræða og eldmóð fyrir málefnum líðandi stundar. Líklegri skýring er þó að íslenskir stjórnendur hafi ríkari ástæðu til að vera á varðbergi gagnvart stjórnmálamönnum. Þeir væru hreinlega ekki að sinna sínum störfum, ef þeir hefðu ekki helstu pólitísku hræringar á hreinu. Staðreyndin er nefnilega sú að á Íslandi hafa pólitík og viðskipti alla tíð tvinnast saman. Ofgnótt er af dæmum, en e.t.v. er einkavæðing bankanna í upphafi þessarar aldar besta nýlega dæmið. Þessu gerir Björgólfur Thor Björgólfsson góð skil í bók sinni. Björgólfur segir hreinlega að þar sem einhverjir hafi litið svo á að hann og faðir hans væru tengdir Sjálfstæðisflokknum – sem Björgólfur þvertekur fyrir – þá hafi kaupin á eyrinni gerst þannig að eftir söluna á Landsbankanum, hafi hreinlega orðið að selja Búnaðarbankann mönnum handgengnum Framsókn. Þetta telur Björgólfur að hafi haft lykiláhrif á það hvernig bankamarkaðurinn þróaðist hér á árunum eftir aldamót, enda stór biti fyrir óþroskaðan markað að standa allt í einu uppi með tvo einkavædda ríkisbanka, í stað eins. Ákveðið afturhvarf hefur orðið í þessum efnum frá hruni enda ríkisvaldið nú í þeirri stöðu að geta haft meiri áhrif á lífvænleika og framtíðarhorfur fyrirtækja í landinu en tíðkast hefur á seinni árum. Hér ríkja gjaldeyrishöft og stærsta fjármálastofnun landsins er í ríkiseigu. Stjórnarmaðurinn er reyndar á því að Steinþór Pálsson bankastjóri hafi útskýrt mál sitt vel á dögunum þegar að honum var sótt vegna sölu Landsbankans á hlut sínum í Borgun. Aðstæður á Íslandi eru hins vegar þannig að eðlilegt er að fólk sé tortryggið. Sporin hræða eins og frásögn Björgólfs ber með sér. Vonandi berum við gæfu til þess á næstu árum að leysa úr þessum flækjum svo að stjórnendur geti einbeitt sér að því sem máli skiptir fyrir þeirra fyrirtæki – og geti hætt að velta fyrir sér pólitík.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Sjá meira