Umboðssvik ráðherra – Landsdómur kallaður saman? Skjóðan skrifar 28. janúar 2015 07:45 Skjóðan segir að í gögnum Víglundar Þorsteinssonar sé komin fram staðfesting á að því sem Steingrímur J. Sigfússon, Gylfi Magnússon og fleiri hafa ávallt þvertekið fyrir. Lengi hefur verið vitað að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hvarf strax í upphafi valdatíðar sinnar frá þeirri stefnu sem fylgt var í tíð ríkisstjórnar Geirs H. Haarde, um að afsláttur á lánum heimila og fyrirtækja sem færð voru frá gömlu bönkunum í hina nýju skyldi ganga áfram til lántakenda. Í gögnum Víglundar Þorsteinssonar er komin fram staðfesting á að því sem Steingrímur J. Sigfússon, Gylfi Magnússon og fleiri hafa ávallt þvertekið fyrir. Nú er staðfest að ráðherrarnir tóku beinlínis ákvörðun um að láta afsláttinn af lánunum ekki ganga áfram til skuldara heldur skyldu kröfuhafar njóta hans. Samkvæmt gögnum Víglundar virðast 400 milljarðar, sem áttu að ganga til lántakenda, hafa verið afhentir kröfuhöfum. Það mun hafa verið að ráði JP Morgan og fleiri ráðgjafa, sem ríkisstjórn Geirs H. Haarde tók ákvörðun um að reyna að tryggja að afslátturinn á lánum heimila og fyrirtækja yrði látinn ganga til lántakenda. Það var talin forsenda fyrir hraðri endurreisn hagkerfisins að lækka þessi lán og minnka skuldsetningu einkageirans. Þess í stað var búið til hvatakerfi í bönkum til að tryggja sem bestar heimtur umræddra lána auk þess sem tveimur bönkum var komið í hendur kröfuhafa með vafasömum hætti. Þá er ótalið það tjón sem orðið hefur vegna þeirrar ákvörðunar Steingríms og væntanlega Gylfa einnig að láta nýja Landsbankann gefa út 300 milljarða skuldabréf í erlendri mynt í uppgjöri við gamla Landsbankann. Þetta skuldabréf setur mikla pressu á gengi krónunnar. Steingrímur og Gylfi voru sérstakir áhugamenn, ásamt flestum ráðherrum síðustu ríkisstjórnar, um að gera þjóðina ábyrga fyrir Icesave. Það hefði kostað skattgreiðendur 300 milljarða ef þeir hefðu fengið vilja sínum framgengt. Ofangreindar stjórnarathafnir Steingríms J. og Gylfa Magnússonar hafa kostað skattgreiðendur 400 milljarða hið minnsta. Með Icesave hefði upphæðin verið 700 milljarðar. Er þá ótalinn kostnaður við vafasamar og misheppnaðar aðgerðir til bjargar völdum fjármálafyrirtækjum á borð við Sp Kef og VBS. Stöðnun ríkir í hagkerfinu og drjúgur hluti fyrirtækja og heimila er enn allt of skuldsettur. Ráðherrarnir höfðu ekki umboð til þessara verka. Umboðsleysið kom glögglega í ljós þegar þjóðin hafnaði Icesave-ríkisábyrgð í tvígang. Steingrímur hafði ekki umboð til að afhenda kröfuhöfum 400 milljarðana sem áttu að ganga til íslenskra lántakenda. Hann hafði heldur ekki umboð frá Alþingi þegar hann afhenti kröfuhöfum tvo banka sem ríkið átti. Hlýtur ekki Landsdómur að verða kallaður saman nú? Hann hefur verið kallaður saman af minna tilefni.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Lengi hefur verið vitað að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hvarf strax í upphafi valdatíðar sinnar frá þeirri stefnu sem fylgt var í tíð ríkisstjórnar Geirs H. Haarde, um að afsláttur á lánum heimila og fyrirtækja sem færð voru frá gömlu bönkunum í hina nýju skyldi ganga áfram til lántakenda. Í gögnum Víglundar Þorsteinssonar er komin fram staðfesting á að því sem Steingrímur J. Sigfússon, Gylfi Magnússon og fleiri hafa ávallt þvertekið fyrir. Nú er staðfest að ráðherrarnir tóku beinlínis ákvörðun um að láta afsláttinn af lánunum ekki ganga áfram til skuldara heldur skyldu kröfuhafar njóta hans. Samkvæmt gögnum Víglundar virðast 400 milljarðar, sem áttu að ganga til lántakenda, hafa verið afhentir kröfuhöfum. Það mun hafa verið að ráði JP Morgan og fleiri ráðgjafa, sem ríkisstjórn Geirs H. Haarde tók ákvörðun um að reyna að tryggja að afslátturinn á lánum heimila og fyrirtækja yrði látinn ganga til lántakenda. Það var talin forsenda fyrir hraðri endurreisn hagkerfisins að lækka þessi lán og minnka skuldsetningu einkageirans. Þess í stað var búið til hvatakerfi í bönkum til að tryggja sem bestar heimtur umræddra lána auk þess sem tveimur bönkum var komið í hendur kröfuhafa með vafasömum hætti. Þá er ótalið það tjón sem orðið hefur vegna þeirrar ákvörðunar Steingríms og væntanlega Gylfa einnig að láta nýja Landsbankann gefa út 300 milljarða skuldabréf í erlendri mynt í uppgjöri við gamla Landsbankann. Þetta skuldabréf setur mikla pressu á gengi krónunnar. Steingrímur og Gylfi voru sérstakir áhugamenn, ásamt flestum ráðherrum síðustu ríkisstjórnar, um að gera þjóðina ábyrga fyrir Icesave. Það hefði kostað skattgreiðendur 300 milljarða ef þeir hefðu fengið vilja sínum framgengt. Ofangreindar stjórnarathafnir Steingríms J. og Gylfa Magnússonar hafa kostað skattgreiðendur 400 milljarða hið minnsta. Með Icesave hefði upphæðin verið 700 milljarðar. Er þá ótalinn kostnaður við vafasamar og misheppnaðar aðgerðir til bjargar völdum fjármálafyrirtækjum á borð við Sp Kef og VBS. Stöðnun ríkir í hagkerfinu og drjúgur hluti fyrirtækja og heimila er enn allt of skuldsettur. Ráðherrarnir höfðu ekki umboð til þessara verka. Umboðsleysið kom glögglega í ljós þegar þjóðin hafnaði Icesave-ríkisábyrgð í tvígang. Steingrímur hafði ekki umboð til að afhenda kröfuhöfum 400 milljarðana sem áttu að ganga til íslenskra lántakenda. Hann hafði heldur ekki umboð frá Alþingi þegar hann afhenti kröfuhöfum tvo banka sem ríkið átti. Hlýtur ekki Landsdómur að verða kallaður saman nú? Hann hefur verið kallaður saman af minna tilefni.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira