Hvað viltu mér með þetta frelsi þitt? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 6. febrúar 2015 09:00 Við Íslendingar erum öll saman kóngar. Við búum á eyju, við höfum í fermetrum meira pláss en flest allir aðrir í heiminum og við erum sjálfhverf. Við tökum pláss, við viljum eiga landskika, við viljum vera sjálfstæð. Við viljum vera frjáls. Margir hverjir hafa í áranna rás lofsamað skáldsagnapersónuna Bjart í Sumarhúsum sem setur sjálfstæðið og frelsið hærra öllum öðrum gildum, og gengur ansi langt til að ná markmiðum sínum. En hvað kostar þetta frelsi hans? Það kostar mannslíf og það kostar lífsgæði margra, og þá er spurningin, hvaða gildi eiga að koma fyrst? Óskert frelsi og sjálfstæði, eða mannúð? Margir virðast missa af því að sennilega hefur Halldór Laxness skrifað þennan mann með kaldhæðnislegum grunntóni enda missir Bjartur allt sitt. Hugmyndir margra um frelsi tengjast hugmyndum um ameríska drauminn. Ameríski draumurinn varð til á 19. öld með miklum innflytjendastraumi til Bandaríkjanna í leit að betra lífi, þar sem til var gras í haga og möguleikar fyrir flesta, þar sem hægt var að rísa úr fátækt í velsæld með dugnaði og vinnusemi. Í ameríska draumnum óma orð Sjálfstæðisyfirlýsingar Bandaríkjanna frá 1776 um að allir menn séu skapaðir jafnir. Samkvæmt þessum orðum eigum við öll jafna möguleika og getum öll komist jafn langt. En er það í raun svo? Ég vil benda á ástandið í landi ameríska draumsins, Bandaríkjunum. Stéttaskipting eykst frá ári til árs og það er nær ómögulegt fyrir fátækan einstakling að færast yfir í miðstétt, hvað þá í yfirstétt auðugra. Ameríski draumurinn er þar með molnaður, dauður, grafinn. Samt er hann enn nýttur í pólitískum tilgangi þar sem ríkir vilja enn frekari möguleika til að verða ríkari, þar sem þeir vilja deila minna og minna með sér. Og þetta kallast þar „frelsi“. En er það frelsi þegar flestir fæðast inn í samfélagsstétt og halda sig að öllum líkindum þar í gegnum ævina? Þar sem örlög þín ákvarðast við fæðingu? Dr. Martin Luther King jr. sagði að enginn væri frjáls fyrr en allir væru frjálsir, og ég er því sammála. Hvar er hreyfanleikinn sem ameríski draumurinn snýst um? Ef menntun kostar blóðprís mun aðeins yfirstéttin geta menntað sig og í nútímasamfélagi er menntun nánast nauðsynleg til að komast í áhrifamiklar stjórnunarstöður og þannig er staðan í Bandaríkjunum. Ef heilbrigðiskerfið verður einkavætt mun skapast stéttaskipting í gæðum læknisþjónustu, þeir ríku fá betri lækningu en hinir. Er það frelsi, og ef svo er, frelsi hverra? Ég vil skilja á milli tveggja hugmynda um frelsi. Á milli frelsis til og frelsis frá. Hugmyndin um frelsi til snýst um að hinir ríku fái frelsi til að verða ríkari og gefa minna til samfélagsins. Frelsi frá snýst um að allar manneskjur njóti frelsis frá fátækt og eymd þar sem allar manneskjur hafa jafna möguleika. Í samfélögum þar sem menntakerfið og heilbrigðiskerfið er opinbert og niðurgreitt hafa flestar manneskjur möguleika á að færa sig á milli stétta, þar getum við verið jöfn. Svona hefur ástandið verið árum saman í Skandinavíu og því legg ég til að endurnefna ameríska drauminn skandinavíska drauminn.Ísland á tímamótum Ísland er á tímamótum. Fjöldinn allur af ungu fólki vill flytja á brott því það hræðist framhaldið. Margir sem eru nýskriðnir úr námi eru í barneignahugleiðingum og eiga erfitt með að sjá fyrir sér góða framtíð þar sem hagsmunir þeirra ríkustu fá að ráða öllu. Þetta land þarf þessa kynslóð og hún er á förum. Því miður hefur það verið svo að íslenskir kjósendur kjósa með gleraugum ameríska draumsins þá flokka sem munu þjóna þeim þegar þeir komast á leiðarenda í velmegun og ríkidæmi. Þetta gerir það að verkum að þessi leiðarendi fjarlægist með öruggum takti. Hvort viljum við aukna stéttaskiptingu og aukið bil á milli ríkra og fátækra þar sem hinir ríku verða ríkari og eymdin eykst meðal hinna fátæku eins og í Bandaríkjunum, eða jöfnuð þar sem allir geta unnið sig upp og látið drauma sína rætast, eins og í Skandinavíu? Það er augljóst hvert ríkisstjórnin stefnir með okkur. Kæri kjósandi, kæri pólitíski kraftur, kæri aktivisti, þetta er í þínum höndum. Hvernig samfélag viltu skapa? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Við Íslendingar erum öll saman kóngar. Við búum á eyju, við höfum í fermetrum meira pláss en flest allir aðrir í heiminum og við erum sjálfhverf. Við tökum pláss, við viljum eiga landskika, við viljum vera sjálfstæð. Við viljum vera frjáls. Margir hverjir hafa í áranna rás lofsamað skáldsagnapersónuna Bjart í Sumarhúsum sem setur sjálfstæðið og frelsið hærra öllum öðrum gildum, og gengur ansi langt til að ná markmiðum sínum. En hvað kostar þetta frelsi hans? Það kostar mannslíf og það kostar lífsgæði margra, og þá er spurningin, hvaða gildi eiga að koma fyrst? Óskert frelsi og sjálfstæði, eða mannúð? Margir virðast missa af því að sennilega hefur Halldór Laxness skrifað þennan mann með kaldhæðnislegum grunntóni enda missir Bjartur allt sitt. Hugmyndir margra um frelsi tengjast hugmyndum um ameríska drauminn. Ameríski draumurinn varð til á 19. öld með miklum innflytjendastraumi til Bandaríkjanna í leit að betra lífi, þar sem til var gras í haga og möguleikar fyrir flesta, þar sem hægt var að rísa úr fátækt í velsæld með dugnaði og vinnusemi. Í ameríska draumnum óma orð Sjálfstæðisyfirlýsingar Bandaríkjanna frá 1776 um að allir menn séu skapaðir jafnir. Samkvæmt þessum orðum eigum við öll jafna möguleika og getum öll komist jafn langt. En er það í raun svo? Ég vil benda á ástandið í landi ameríska draumsins, Bandaríkjunum. Stéttaskipting eykst frá ári til árs og það er nær ómögulegt fyrir fátækan einstakling að færast yfir í miðstétt, hvað þá í yfirstétt auðugra. Ameríski draumurinn er þar með molnaður, dauður, grafinn. Samt er hann enn nýttur í pólitískum tilgangi þar sem ríkir vilja enn frekari möguleika til að verða ríkari, þar sem þeir vilja deila minna og minna með sér. Og þetta kallast þar „frelsi“. En er það frelsi þegar flestir fæðast inn í samfélagsstétt og halda sig að öllum líkindum þar í gegnum ævina? Þar sem örlög þín ákvarðast við fæðingu? Dr. Martin Luther King jr. sagði að enginn væri frjáls fyrr en allir væru frjálsir, og ég er því sammála. Hvar er hreyfanleikinn sem ameríski draumurinn snýst um? Ef menntun kostar blóðprís mun aðeins yfirstéttin geta menntað sig og í nútímasamfélagi er menntun nánast nauðsynleg til að komast í áhrifamiklar stjórnunarstöður og þannig er staðan í Bandaríkjunum. Ef heilbrigðiskerfið verður einkavætt mun skapast stéttaskipting í gæðum læknisþjónustu, þeir ríku fá betri lækningu en hinir. Er það frelsi, og ef svo er, frelsi hverra? Ég vil skilja á milli tveggja hugmynda um frelsi. Á milli frelsis til og frelsis frá. Hugmyndin um frelsi til snýst um að hinir ríku fái frelsi til að verða ríkari og gefa minna til samfélagsins. Frelsi frá snýst um að allar manneskjur njóti frelsis frá fátækt og eymd þar sem allar manneskjur hafa jafna möguleika. Í samfélögum þar sem menntakerfið og heilbrigðiskerfið er opinbert og niðurgreitt hafa flestar manneskjur möguleika á að færa sig á milli stétta, þar getum við verið jöfn. Svona hefur ástandið verið árum saman í Skandinavíu og því legg ég til að endurnefna ameríska drauminn skandinavíska drauminn.Ísland á tímamótum Ísland er á tímamótum. Fjöldinn allur af ungu fólki vill flytja á brott því það hræðist framhaldið. Margir sem eru nýskriðnir úr námi eru í barneignahugleiðingum og eiga erfitt með að sjá fyrir sér góða framtíð þar sem hagsmunir þeirra ríkustu fá að ráða öllu. Þetta land þarf þessa kynslóð og hún er á förum. Því miður hefur það verið svo að íslenskir kjósendur kjósa með gleraugum ameríska draumsins þá flokka sem munu þjóna þeim þegar þeir komast á leiðarenda í velmegun og ríkidæmi. Þetta gerir það að verkum að þessi leiðarendi fjarlægist með öruggum takti. Hvort viljum við aukna stéttaskiptingu og aukið bil á milli ríkra og fátækra þar sem hinir ríku verða ríkari og eymdin eykst meðal hinna fátæku eins og í Bandaríkjunum, eða jöfnuð þar sem allir geta unnið sig upp og látið drauma sína rætast, eins og í Skandinavíu? Það er augljóst hvert ríkisstjórnin stefnir með okkur. Kæri kjósandi, kæri pólitíski kraftur, kæri aktivisti, þetta er í þínum höndum. Hvernig samfélag viltu skapa?
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar