Enginn annar að fara að bæta þessi met í bráð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2015 10:00 Kolbeinn Höður Gunnarsson úr UFA er í frábæru formi í ár. vísir/daníel Það er spurning hvort Íslandsmetin í 200 og 400 metra hlaupi standist áhlaup Kolbeins Haðar Gunnarssonar á Meistaramótinu í Kaplakrika um helgina. Þessi 19 ára Akureyringur sló bæði metin á Stórmóti ÍR um síðustu helgi. „Þetta var toppurinn á því sem er búið að gerast. Mér leið mjög vel og ég var mjög sáttur,“ segir Kolbeinn Höður um síðustu helgi. „Ég ætlaði mér stóra hluti og að ná þessu lágmarki en til þess þurfti ég að slá mitt eigið met. Það gerðist og það var bara auka að ég sló metið í 200 metrunum líka því ég var svo sem ekkert að stefna á það. Það kannski hjálpaði til að vera ekkert að stressa sig yfir því,“ segir Kolbeinn sem sló metið í 200 metra hlaupinu á laugardaginn. „Ég er búinn að vera spá í þessum metum en var ekki að búast við því að slá þau endilega núna. Ég var samt nokkuð viss um að það kæmi á þessu tímabili en ekki í þessu móti endilega,“ segir Kolbeinn. „Ég er búinn að æfa hrikalega mikið og það er sem betur fer að skila sér,“ segir Kolbeinn og er þá að vísa til þess að hann tryggði sér farseðilinn á EM með árangri sínum í 400 metra hlaupinu. Kolbeinn Höður er hvergi nærri hættur að bæta þessi met. „Maður þarf að setja smá pressu á sjálfan sig, annars reynir maður ekkert. Ég set á mig pressu en ef það gengur ekki upp þá er bara að spýta í lófana, æfa meira og betur og koma sterkari til baka. Ég á mikið eftir. Ég stefni á að bæta þessi met hægt og rólega. Ég tel að það sé enginn annar að fara að bæta þau í bráð eins og staðan er núna. Ég leyfi mér að þora að segja það,“ segir Kolbeinn. „Það voru allir að koma til mín og óska mér til hamingju með þetta. Það var gaman að vera aðeins í sviðsljósinu. Það þekkja allir mig hér á Akureyri og ég held að þau séu að bíða eftir einhverju meira. Vonandi getur maður skilað því,“ segir Kolbeinn, ein helsta íþróttahetja Akureyringa í dag. Frjálsar íþróttir Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Sjá meira
Það er spurning hvort Íslandsmetin í 200 og 400 metra hlaupi standist áhlaup Kolbeins Haðar Gunnarssonar á Meistaramótinu í Kaplakrika um helgina. Þessi 19 ára Akureyringur sló bæði metin á Stórmóti ÍR um síðustu helgi. „Þetta var toppurinn á því sem er búið að gerast. Mér leið mjög vel og ég var mjög sáttur,“ segir Kolbeinn Höður um síðustu helgi. „Ég ætlaði mér stóra hluti og að ná þessu lágmarki en til þess þurfti ég að slá mitt eigið met. Það gerðist og það var bara auka að ég sló metið í 200 metrunum líka því ég var svo sem ekkert að stefna á það. Það kannski hjálpaði til að vera ekkert að stressa sig yfir því,“ segir Kolbeinn sem sló metið í 200 metra hlaupinu á laugardaginn. „Ég er búinn að vera spá í þessum metum en var ekki að búast við því að slá þau endilega núna. Ég var samt nokkuð viss um að það kæmi á þessu tímabili en ekki í þessu móti endilega,“ segir Kolbeinn. „Ég er búinn að æfa hrikalega mikið og það er sem betur fer að skila sér,“ segir Kolbeinn og er þá að vísa til þess að hann tryggði sér farseðilinn á EM með árangri sínum í 400 metra hlaupinu. Kolbeinn Höður er hvergi nærri hættur að bæta þessi met. „Maður þarf að setja smá pressu á sjálfan sig, annars reynir maður ekkert. Ég set á mig pressu en ef það gengur ekki upp þá er bara að spýta í lófana, æfa meira og betur og koma sterkari til baka. Ég á mikið eftir. Ég stefni á að bæta þessi met hægt og rólega. Ég tel að það sé enginn annar að fara að bæta þau í bráð eins og staðan er núna. Ég leyfi mér að þora að segja það,“ segir Kolbeinn. „Það voru allir að koma til mín og óska mér til hamingju með þetta. Það var gaman að vera aðeins í sviðsljósinu. Það þekkja allir mig hér á Akureyri og ég held að þau séu að bíða eftir einhverju meira. Vonandi getur maður skilað því,“ segir Kolbeinn, ein helsta íþróttahetja Akureyringa í dag.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Sjá meira