Hinir útvöldu Skjóðan skrifar 11. febrúar 2015 13:15 Á dögunum var loðnukvótinn ríflega tvöfaldaður, úr 260 þúsund tonnum í 580 þúsund tonn. Þetta er gleðiefni fyrir okkur Íslendinga því þjóðartekjur aukast um 20-25 milljarða að mati Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Sá galli er hins vegar á gjöf Njarðar að þessi tekjuaukning rennur í vasa fárra útvaldra og nýtist ekki þjóðinni nema takmarkað. Sjö stærstu útgerðarfyrirtæki landsins fá ríflega 90 prósent viðbótarkvótans. Samkvæmt mati SFS fá Ísfélagið í Vestmannaeyjum og HB Grandi þannig á silfurfati tekjur sem nema 4-5 milljörðum. Samherji og Síldarvinnslan fá saman á bilinu 7-9 milljarða. Aðspurður segir sjávarútvegsráðherra ekki koma til greina að selja þennan viðbótarkvóta. Honum sé úthlutað eftir settum reglum. Hluti fari til útlendinga eftir gerðum samningum en megnið renni til íslenskra útgerða. Ljóst er að í endurgjaldslausri úthlutun ráðherra á tugmilljarða aflaverðmæti til örfárra innlendra útgerðarfyrirtækja felst stórfelldur gjafagjörningur, hvað sem líður milliríkjasamningum um hlutdeild erlendra ríkja í heildaraflanum. Það gjafafyrirkomulag sem komið hefur verið á í íslenskri fiskveiðistjórnun er afleitt. Hér er ekki átt við kvótakerfið sem slíkt því flestir eru sammála um að nauðsynlegt sé að takmarka aðgengi að viðkvæmri auðlind. Það er hins vegar fráleit útfærsla að afhenda hópi útvalinna aðgang að sameign þjóðarinnar gegn vægu eða engu gjaldi svo sem tíðkast hér á landi. Afrakstur þjóðarinnar af hinni sameiginlegu auðlind verður best hámarkaður með því að nota markaðslausnir til að hámarka tekjur í sameiginlegan sjóð landsmanna. Núverandi fyrirkomulag hlunnfer þjóðina um milljarða og jafnvel milljarðatugi á ári hverju. Þessir fjármunir lenda í vösum hinna útvöldu. En það eru ekki aðeins beinu áhrifin af gjafakvótanum og skorti á samkeppni í sjávarútvegi, sem koma illa niður á íslensku samfélagi. Fyrirtækin útvöldu nota hagnaðinn af gjafakvótanum til að láta til sín taka á ýmsum sviðum íslensks atvinnulífs. Stærstu útgerðarfyrirtækin hafa undanfarin ár fjárfest fyrir milljarðatugi. Þrátt fyrir að nú standi yfir stórfelld endurnýjun fiskiskipaflotans og mikill fjöldi skipa sé í smíðum erlendis hafa stærstu útgerðirnar rífleg fjárráð til að kaupa með manni og mús stærstu fyrirtæki landsins í greinum, sem eru ótengdar sjávarútvegi. Stærsta matvælainnflutningsfyrirtæki landsins er nýlega komið í hendur Ísfélagsins í Vestmannaeyjum. Sama útgerð er ráðandi eigandi Árvakurs með beinum og óbeinum hætti. Samherji keypti Olís auk þess að vera stór hluthafi í Árvakri í gegnum tengd fyrirtæki. Þessar fjársterku útgerðir brengla íslenskan fyrirtækjamarkað. Slíkt bitnar á samkeppni og samkeppnisskortur bitnar ávallt, þegar upp er staðið, á neytendum.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Á dögunum var loðnukvótinn ríflega tvöfaldaður, úr 260 þúsund tonnum í 580 þúsund tonn. Þetta er gleðiefni fyrir okkur Íslendinga því þjóðartekjur aukast um 20-25 milljarða að mati Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Sá galli er hins vegar á gjöf Njarðar að þessi tekjuaukning rennur í vasa fárra útvaldra og nýtist ekki þjóðinni nema takmarkað. Sjö stærstu útgerðarfyrirtæki landsins fá ríflega 90 prósent viðbótarkvótans. Samkvæmt mati SFS fá Ísfélagið í Vestmannaeyjum og HB Grandi þannig á silfurfati tekjur sem nema 4-5 milljörðum. Samherji og Síldarvinnslan fá saman á bilinu 7-9 milljarða. Aðspurður segir sjávarútvegsráðherra ekki koma til greina að selja þennan viðbótarkvóta. Honum sé úthlutað eftir settum reglum. Hluti fari til útlendinga eftir gerðum samningum en megnið renni til íslenskra útgerða. Ljóst er að í endurgjaldslausri úthlutun ráðherra á tugmilljarða aflaverðmæti til örfárra innlendra útgerðarfyrirtækja felst stórfelldur gjafagjörningur, hvað sem líður milliríkjasamningum um hlutdeild erlendra ríkja í heildaraflanum. Það gjafafyrirkomulag sem komið hefur verið á í íslenskri fiskveiðistjórnun er afleitt. Hér er ekki átt við kvótakerfið sem slíkt því flestir eru sammála um að nauðsynlegt sé að takmarka aðgengi að viðkvæmri auðlind. Það er hins vegar fráleit útfærsla að afhenda hópi útvalinna aðgang að sameign þjóðarinnar gegn vægu eða engu gjaldi svo sem tíðkast hér á landi. Afrakstur þjóðarinnar af hinni sameiginlegu auðlind verður best hámarkaður með því að nota markaðslausnir til að hámarka tekjur í sameiginlegan sjóð landsmanna. Núverandi fyrirkomulag hlunnfer þjóðina um milljarða og jafnvel milljarðatugi á ári hverju. Þessir fjármunir lenda í vösum hinna útvöldu. En það eru ekki aðeins beinu áhrifin af gjafakvótanum og skorti á samkeppni í sjávarútvegi, sem koma illa niður á íslensku samfélagi. Fyrirtækin útvöldu nota hagnaðinn af gjafakvótanum til að láta til sín taka á ýmsum sviðum íslensks atvinnulífs. Stærstu útgerðarfyrirtækin hafa undanfarin ár fjárfest fyrir milljarðatugi. Þrátt fyrir að nú standi yfir stórfelld endurnýjun fiskiskipaflotans og mikill fjöldi skipa sé í smíðum erlendis hafa stærstu útgerðirnar rífleg fjárráð til að kaupa með manni og mús stærstu fyrirtæki landsins í greinum, sem eru ótengdar sjávarútvegi. Stærsta matvælainnflutningsfyrirtæki landsins er nýlega komið í hendur Ísfélagsins í Vestmannaeyjum. Sama útgerð er ráðandi eigandi Árvakurs með beinum og óbeinum hætti. Samherji keypti Olís auk þess að vera stór hluthafi í Árvakri í gegnum tengd fyrirtæki. Þessar fjársterku útgerðir brengla íslenskan fyrirtækjamarkað. Slíkt bitnar á samkeppni og samkeppnisskortur bitnar ávallt, þegar upp er staðið, á neytendum.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira