Með bros á vör í brekkunni Óskar Öfeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2015 06:00 María Guðmundsdóttir sést hér á fullri ferð í sviginu á heimsmeistaramótinu í Beaver Creek í Bandaríkjunum um helgina. Fréttablaðið/Getty María Guðmundsdóttir varð í 52. sæti í svigi á HM fyrir tveimur árum en fyrir rúmu hálfu ári var hún búin að setja skíðin sín upp á hillu. Nú er hún á heimleið af HM, sátt með árangurinn og enn sáttari með ákvörðunina um að halda áfram að gera það sem henni finnst skemmtilegast. „36. sæti er mjög flott sæti og get ég verið rosalega ánægð með þann árangur. Þetta er líka mikil bæting frá síðasta heimsmeistaramóti í bæði sæti og í tíma á eftir besta manni. Það er mjög jákvætt og sýnir að reynslan að hafa farið áður á stórmót skiptir máli,“ segir María og það var seinni ferðin sem skilaði henni upp um tólf sæti. „Ég átti rosalega fína seinni ferð þar sem ég hitti mjög vel á línuna og þau tæknilegu atriði sem ég hef verið að vinna með, en í fyrri ferðinni gerði ég nokkur lítil mistök á leiðinni,“ segir María. Hún passaði sig á því að gera sér ekki of miklar væntingar um árangur á heimsmeistaramótinu en hún setti sér að sjálfsögðu samt markmið. „Ég var ekki búin að búast við neinu sérstöku en var búin að setja mér markmið, sem ég tel mig hafa náð á þessu móti,“ segir María.Engar stjörnur í augunum Bestu skíðakonur heims voru á HM en María sá ekki stjörnur. „Á svona stórmóti eru náttúrulega allar stjörnurnar á staðnum og það er frekar skrítið að vera að keppa á sama móti og þær en auðvitað mjög gaman. Ég fann það núna að af því að ég hef verið á einu stórmóti áður, þá náði ég að hugsa meira um sjálfa mig og mín verkefni núna heldur en síðast,“ segir María.María missti af Ólympíuleikunum í Sotsjí þegar hún meiddist á hné kvöldið áður en leggja átti í hann til Rússlands. Mögnuð endurkoma eftir hnémeiðsli 2012 varð að engu á augabragði þegar hún meiddist aftur á hné og svo fór að María ákvað að hætta að keppa á skíðum síðasta sumar.Mætt aftur með bros á vör „Ég var hætt, því það var þannig sem mér leið þá. Sem betur fer jafnaði ég mig og hafði möguleikann til að hætta við og er komin aftur í brekkurnar með bros á vör,“ segir María og hún lætur mótlætið ekki stoppa sig. „Ég reyni svolítið að lifa eftir „what doesn't kill you makes you stronger“ og það er bara alveg svoleiðis. Maður herðist oft af mótlæti, þótt þetta sé orðið fínt í bili,“ segir María og hún sér ekki eftir því að hafa byrjað aftur. „Ég er endalaust ánægð með ákvörðunina að hafa byrjað aftur á skíðunum, enda er þetta það sem maður hefur gert alla sína ævi af kappi. Þetta er auðvitað jafn gaman og áður, ef ekki enn skemmtilegra,“ segir María. María sá nú samt enga ástæðu til þess að halda sérstaklega upp á þetta. „Nema jú, ég fékk meira gos með kvöldmatnum. Annars ætla ég bara brosa út í heiminn og njóta,“ segir María létt.Rosalega dýrt María viðurkennir að það kosti sitt að vera íslensk skíðakona í fremstu röð. „Skíðaíþróttin er rosalega dýr enda bæði mikill kostnaður við allar græjurnar sem maður þarf að eiga og svo eru það öll ferðalögin. Við ferðumst rosalega mikið alveg frá ágúst og fram í apríl/maí. Það hefur verið rosalega erfitt að nálgast styrki, en hefur þó verið eitthvað,“ segir María og stuðningsnetið heima fyrir er því að gera kraftaverk fyrir hans.„Þetta lendir mjög mikið á foreldrum mínum sem eru yndisleg og leggja mjög mikið á sig til þess að ég fái að stunda það sem mér finnst skemmtilegast,“ segir María. María og Helga María Vilhjálmsdóttir bættu sig báðar frá því á HM fyrir tveimur árum. „Við erum báðar búnar að bæta okkur, en svo held ég að reynslan að hafa farið áður á stórmót segi líka rosalega mikið. Skíðasambandið er með flott prógramm með landsliðsþjálfara sem gerir það að verkum að við getum stundað þetta af fullum krafti og erum við orðnar nokkrar sem erum á flottri uppleið og leggjum okkur allar fram,“ segir María.Lendir á Íslandi í dag Næst á dagskrá er að komast heim til Íslands. „Ég flýg svo frá Íslandi til Noregs 18. febrúar, en þá taka við tveir rólegir dagar áður en ég keyri yfir til Svíþjóðar til að keppa í tveimur svigmótum. Eftir það held ég áfram að æfa og keppa á fullu. Ég horfi ekki mjög langt fram í tímann í einu, en ætla mér að gera þetta af fullum krafti á meðan ég hef gaman af. Fleiri stórmót eru því mjög líkleg, en næsta stórmót er HM 2017,“ segir María að lokum. Íþróttir Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Atlético skoraði sex Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Sjá meira
María Guðmundsdóttir varð í 52. sæti í svigi á HM fyrir tveimur árum en fyrir rúmu hálfu ári var hún búin að setja skíðin sín upp á hillu. Nú er hún á heimleið af HM, sátt með árangurinn og enn sáttari með ákvörðunina um að halda áfram að gera það sem henni finnst skemmtilegast. „36. sæti er mjög flott sæti og get ég verið rosalega ánægð með þann árangur. Þetta er líka mikil bæting frá síðasta heimsmeistaramóti í bæði sæti og í tíma á eftir besta manni. Það er mjög jákvætt og sýnir að reynslan að hafa farið áður á stórmót skiptir máli,“ segir María og það var seinni ferðin sem skilaði henni upp um tólf sæti. „Ég átti rosalega fína seinni ferð þar sem ég hitti mjög vel á línuna og þau tæknilegu atriði sem ég hef verið að vinna með, en í fyrri ferðinni gerði ég nokkur lítil mistök á leiðinni,“ segir María. Hún passaði sig á því að gera sér ekki of miklar væntingar um árangur á heimsmeistaramótinu en hún setti sér að sjálfsögðu samt markmið. „Ég var ekki búin að búast við neinu sérstöku en var búin að setja mér markmið, sem ég tel mig hafa náð á þessu móti,“ segir María.Engar stjörnur í augunum Bestu skíðakonur heims voru á HM en María sá ekki stjörnur. „Á svona stórmóti eru náttúrulega allar stjörnurnar á staðnum og það er frekar skrítið að vera að keppa á sama móti og þær en auðvitað mjög gaman. Ég fann það núna að af því að ég hef verið á einu stórmóti áður, þá náði ég að hugsa meira um sjálfa mig og mín verkefni núna heldur en síðast,“ segir María.María missti af Ólympíuleikunum í Sotsjí þegar hún meiddist á hné kvöldið áður en leggja átti í hann til Rússlands. Mögnuð endurkoma eftir hnémeiðsli 2012 varð að engu á augabragði þegar hún meiddist aftur á hné og svo fór að María ákvað að hætta að keppa á skíðum síðasta sumar.Mætt aftur með bros á vör „Ég var hætt, því það var þannig sem mér leið þá. Sem betur fer jafnaði ég mig og hafði möguleikann til að hætta við og er komin aftur í brekkurnar með bros á vör,“ segir María og hún lætur mótlætið ekki stoppa sig. „Ég reyni svolítið að lifa eftir „what doesn't kill you makes you stronger“ og það er bara alveg svoleiðis. Maður herðist oft af mótlæti, þótt þetta sé orðið fínt í bili,“ segir María og hún sér ekki eftir því að hafa byrjað aftur. „Ég er endalaust ánægð með ákvörðunina að hafa byrjað aftur á skíðunum, enda er þetta það sem maður hefur gert alla sína ævi af kappi. Þetta er auðvitað jafn gaman og áður, ef ekki enn skemmtilegra,“ segir María. María sá nú samt enga ástæðu til þess að halda sérstaklega upp á þetta. „Nema jú, ég fékk meira gos með kvöldmatnum. Annars ætla ég bara brosa út í heiminn og njóta,“ segir María létt.Rosalega dýrt María viðurkennir að það kosti sitt að vera íslensk skíðakona í fremstu röð. „Skíðaíþróttin er rosalega dýr enda bæði mikill kostnaður við allar græjurnar sem maður þarf að eiga og svo eru það öll ferðalögin. Við ferðumst rosalega mikið alveg frá ágúst og fram í apríl/maí. Það hefur verið rosalega erfitt að nálgast styrki, en hefur þó verið eitthvað,“ segir María og stuðningsnetið heima fyrir er því að gera kraftaverk fyrir hans.„Þetta lendir mjög mikið á foreldrum mínum sem eru yndisleg og leggja mjög mikið á sig til þess að ég fái að stunda það sem mér finnst skemmtilegast,“ segir María. María og Helga María Vilhjálmsdóttir bættu sig báðar frá því á HM fyrir tveimur árum. „Við erum báðar búnar að bæta okkur, en svo held ég að reynslan að hafa farið áður á stórmót segi líka rosalega mikið. Skíðasambandið er með flott prógramm með landsliðsþjálfara sem gerir það að verkum að við getum stundað þetta af fullum krafti og erum við orðnar nokkrar sem erum á flottri uppleið og leggjum okkur allar fram,“ segir María.Lendir á Íslandi í dag Næst á dagskrá er að komast heim til Íslands. „Ég flýg svo frá Íslandi til Noregs 18. febrúar, en þá taka við tveir rólegir dagar áður en ég keyri yfir til Svíþjóðar til að keppa í tveimur svigmótum. Eftir það held ég áfram að æfa og keppa á fullu. Ég horfi ekki mjög langt fram í tímann í einu, en ætla mér að gera þetta af fullum krafti á meðan ég hef gaman af. Fleiri stórmót eru því mjög líkleg, en næsta stórmót er HM 2017,“ segir María að lokum.
Íþróttir Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Atlético skoraði sex Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Sjá meira