Dómur í samhengi Stjórnarmaðurinn skrifar 18. febrúar 2015 07:00 Ekki er ofsagt að dómurinn yfir Kaupþingsmönnum marki tímamót. Stjórnarmaðurinn ætlar ekki að mynda sér skoðun á sekt eða sýknu hinna dæmdu, en telur þó rétt að nefna hér nokkur atriði. Í kjölfar bankahrunsins hefur orðið lenska að gera lítið úr íslensku bönkunum. Engu að síður eru væntar endurheimtur úr búi Kaupþings kringum 24%, og úr búi Glitnis um 30%. Áður en fólk hleypur upp til handa og fóta skal tekið fram að þetta er gott á alþjóðlegan mælikvarða, en til samanburðar má nefna að heimtur í bú Lehman Brothers eru um 18%. Því fer fjarri að þarna hafi verið rekin einhvers konar grínstarfsemi. Viðskiptin sem dómurinn snýst um voru gerð á viðsjárverðum tímum. Lausafjárþörf var ekki séríslenskt fyrirbrigði, eins og dæmi Lehman, Bear Stearns, Northern Rock og fleiri sanna. Gripið var til ýmissa ráða, margir, t.d. RBS, leituðu á náðir opinberra aðila. Aðrir fóru til Miðausturlanda. Hinn breski Barclays-banki var einn þeirra sem leituðu fjárfesta á þeim slóðum, en fjárfestar frá Katar keyptu ríflega 15% hlut í bankanum. Fyrir liggur að Barclays lánaði a.m.k. að hluta fyrir kaupunum, og var það ekki tilkynnt sérstaklega. Málinu lauk með sektargerð á hendur Barclays (raunar fyrir annað athæfi en fjármögnunina sjálfa) en ekki kom til þess að einstaklingar sættu ákærum. Annað dæmi frá sama tíma um að banki hafi lánað til kaupa á bréfum í sjálfum sér var belgíski bankinn Dexia, en í því tilviki var niðurstaðan sú að ekki hefði verið bann við slíku í lögum á þeim tíma. Því hefur síðar verið breytt. Þetta er rétt nálgun þegar lögum er ábótavant. Stjórnarmanninum finnst rétt að spyrja spurninga þegar reynt er að finna upp hjólið í íslenskum dómsölum þegar alþjóðleg dæmi liggja fyrir. Síðast en ekki síst hlýtur að mega spyrja hvers vegna ekki var gerð raunveruleg tilraun til að hafa hendur í hári katarska sjeiksins sjálfs, en það var hann sem að endingu átti að hagnast á viðskiptunum. Einn ákærðu í málinu var búsettur í Lúxemborg og áttu allar athafnir hans sér stað utan íslenskrar lögsögu. Samt virðist dómurinn sakfella á þeim grundvelli að afleiðingar brotsins hafi komið fram á Íslandi. Hlýtur ekki hið sama að gilda um sjeikinn, eða er það kannski svo að friðþægingin er fram komin, og engin ástæða til að eltast við kóngafólk í fjarlægum löndum?Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Samstarf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Sjá meira
Ekki er ofsagt að dómurinn yfir Kaupþingsmönnum marki tímamót. Stjórnarmaðurinn ætlar ekki að mynda sér skoðun á sekt eða sýknu hinna dæmdu, en telur þó rétt að nefna hér nokkur atriði. Í kjölfar bankahrunsins hefur orðið lenska að gera lítið úr íslensku bönkunum. Engu að síður eru væntar endurheimtur úr búi Kaupþings kringum 24%, og úr búi Glitnis um 30%. Áður en fólk hleypur upp til handa og fóta skal tekið fram að þetta er gott á alþjóðlegan mælikvarða, en til samanburðar má nefna að heimtur í bú Lehman Brothers eru um 18%. Því fer fjarri að þarna hafi verið rekin einhvers konar grínstarfsemi. Viðskiptin sem dómurinn snýst um voru gerð á viðsjárverðum tímum. Lausafjárþörf var ekki séríslenskt fyrirbrigði, eins og dæmi Lehman, Bear Stearns, Northern Rock og fleiri sanna. Gripið var til ýmissa ráða, margir, t.d. RBS, leituðu á náðir opinberra aðila. Aðrir fóru til Miðausturlanda. Hinn breski Barclays-banki var einn þeirra sem leituðu fjárfesta á þeim slóðum, en fjárfestar frá Katar keyptu ríflega 15% hlut í bankanum. Fyrir liggur að Barclays lánaði a.m.k. að hluta fyrir kaupunum, og var það ekki tilkynnt sérstaklega. Málinu lauk með sektargerð á hendur Barclays (raunar fyrir annað athæfi en fjármögnunina sjálfa) en ekki kom til þess að einstaklingar sættu ákærum. Annað dæmi frá sama tíma um að banki hafi lánað til kaupa á bréfum í sjálfum sér var belgíski bankinn Dexia, en í því tilviki var niðurstaðan sú að ekki hefði verið bann við slíku í lögum á þeim tíma. Því hefur síðar verið breytt. Þetta er rétt nálgun þegar lögum er ábótavant. Stjórnarmanninum finnst rétt að spyrja spurninga þegar reynt er að finna upp hjólið í íslenskum dómsölum þegar alþjóðleg dæmi liggja fyrir. Síðast en ekki síst hlýtur að mega spyrja hvers vegna ekki var gerð raunveruleg tilraun til að hafa hendur í hári katarska sjeiksins sjálfs, en það var hann sem að endingu átti að hagnast á viðskiptunum. Einn ákærðu í málinu var búsettur í Lúxemborg og áttu allar athafnir hans sér stað utan íslenskrar lögsögu. Samt virðist dómurinn sakfella á þeim grundvelli að afleiðingar brotsins hafi komið fram á Íslandi. Hlýtur ekki hið sama að gilda um sjeikinn, eða er það kannski svo að friðþægingin er fram komin, og engin ástæða til að eltast við kóngafólk í fjarlægum löndum?Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Samstarf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Sjá meira