Bjóða námslán til viðbótar við LÍN Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. febrúar 2015 07:00 Hlíf Sturludóttir segir að Framtíðin muni bjóða upp á tvær tegundir námslána, óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum og verðtryggð lán. Fréttablaðið/GVA Stofnaður hefur verið námslánasjóður sem háskólanemar geta sótt í. Sjóðurinn ber heitið Framtíðin. Stjórnarformaður sjóðsins, Hlíf Sturludóttir, segir að sjóðurinn geti verið góð leið til fjármögnunar fyrir fólk sem annars á í erfiðleikum með að komast í nám. Til dæmis þegar tekjuviðmið LÍN eða hámörk á skólagjaldalánum skerða möguleika þeirra. „Við vitum að fjárfesting í menntun er til hagsbóta fyrir samfélagið allt. Það er afar jákvætt ef fleiri komast í nám sem mun nýtast þeim og samfélaginu enda eflum við samkeppnishæfni Íslands með aukinni menntun,“ segir Hlíf. Framtíðin veitir háskólanemum bæði framfærslu- og skólagjaldalán. Allir námsmenn sem ætla í háskólanám á Íslandi eða á erlendri grundu geta sótt um námslán hjá Framtíðinni. Annað nám á Íslandi sem einnig er lánshæft er starfsnám, endurmenntun og nám með vinnu. Sjóðurinn áætlar að veita nokkur hundruð námsmönnum lán á ári. Hlíf segir námsmenn sem nú þegar eru með lán hjá LÍN einnig geta sótt um námslán hjá Framtíðinni. „Námslán frá LÍN er afar góður kostur fyrir námsmenn og við hvetjum alla til að sækja um lán hjá þeim fyrst. Aðstæður námsmanna í háskólanámi geta þó verið býsna ólíkar og því hentar ekki sama leiðin öllum þegar kemur að því að fjármagna nám. Námslán hjá Framtíðinni gæti til dæmis komið til greina fyrir fjölskyldufólk sem er á leið til útlanda í kostnaðarsamt framhaldsnám. Þá eru líka fjölmargir sem hafa hug á að mennta sig eftir nokkur ár á vinnumarkaði eða stunda nám meðfram vinnu. Í þeim tilvikum fá námsmenn ekki full lán frá LÍN og gætu því námslán frá Framtíðinni verið kostur,“ segir Hlíf. Það eru skuldabréfasjóðir í stýringu hjá fjármálafyrirtækinu GAMMA sem fjármagna Framtíðina í upphafi en síðar er stefnt að fjármögnun í gegnum skuldabréfaútgáfur í kauphöll. Eigendur skuldabréfasjóðanna eru öflugir stofnanafjárfestar eins og lífeyrissjóðir og tryggingafélög, ásamt eignastýringum og almennum fjárfestum. „Við lítum á Framtíðina sem jákvæða viðbót við þau fjölmörgu verkefni sem skuldabréfasjóðir í stýringu hjá GAMMA hafa komið að en sjóðirnir hafa m.a. komið að fjármögnun í sjávarútvegi, orkugeiranum, fasteignamarkaði, hugbúnaðargerð, kvikmyndagerð o.fl.,“ segir Hlíf. „Framtíðin er alls ekki í samkeppni við LÍN. Við erum miklu frekar að auka þá möguleika sem í boði eru fyrir námsmenn og þar með að mæta þeim óskum sem við höfum heyrt frá háskólanemum á síðustu árum um skólagjaldalán vegna kostnaðarsams náms erlendis, aukna grunnframfærslu, möguleika á námi með vinnu og því að fara í háskólanám eftir nokkur ár á vinnumarkaði. Við trúum því að það sé mikil eftirspurn eftir þjónustu á borð við þá sem Framtíðin veitir,“ segir Hlíf varðandi það hvort námslánasjóður eins og Framtíðin geti spjarað sig í samkeppni við LÍN. Framtíðin mun bjóða upp á tvær tegundir námslána, annars vegar óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum og hins vegar verðtryggð lán með föstum vöxtum. Vextir taka mið af vaxtatöflu Framtíðarinnar hverju sinni. Þeir eru núna 8,75% á óverðtryggðum lánum og 6,45% á verðtryggðum lánum, en á meðan námsmaðurinn er enn í námi eru þeir einu prósentustigi hærri. Sjóðurinn áætlar að veita nokkur hundruð námsmönnum lán á ári. Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Stofnaður hefur verið námslánasjóður sem háskólanemar geta sótt í. Sjóðurinn ber heitið Framtíðin. Stjórnarformaður sjóðsins, Hlíf Sturludóttir, segir að sjóðurinn geti verið góð leið til fjármögnunar fyrir fólk sem annars á í erfiðleikum með að komast í nám. Til dæmis þegar tekjuviðmið LÍN eða hámörk á skólagjaldalánum skerða möguleika þeirra. „Við vitum að fjárfesting í menntun er til hagsbóta fyrir samfélagið allt. Það er afar jákvætt ef fleiri komast í nám sem mun nýtast þeim og samfélaginu enda eflum við samkeppnishæfni Íslands með aukinni menntun,“ segir Hlíf. Framtíðin veitir háskólanemum bæði framfærslu- og skólagjaldalán. Allir námsmenn sem ætla í háskólanám á Íslandi eða á erlendri grundu geta sótt um námslán hjá Framtíðinni. Annað nám á Íslandi sem einnig er lánshæft er starfsnám, endurmenntun og nám með vinnu. Sjóðurinn áætlar að veita nokkur hundruð námsmönnum lán á ári. Hlíf segir námsmenn sem nú þegar eru með lán hjá LÍN einnig geta sótt um námslán hjá Framtíðinni. „Námslán frá LÍN er afar góður kostur fyrir námsmenn og við hvetjum alla til að sækja um lán hjá þeim fyrst. Aðstæður námsmanna í háskólanámi geta þó verið býsna ólíkar og því hentar ekki sama leiðin öllum þegar kemur að því að fjármagna nám. Námslán hjá Framtíðinni gæti til dæmis komið til greina fyrir fjölskyldufólk sem er á leið til útlanda í kostnaðarsamt framhaldsnám. Þá eru líka fjölmargir sem hafa hug á að mennta sig eftir nokkur ár á vinnumarkaði eða stunda nám meðfram vinnu. Í þeim tilvikum fá námsmenn ekki full lán frá LÍN og gætu því námslán frá Framtíðinni verið kostur,“ segir Hlíf. Það eru skuldabréfasjóðir í stýringu hjá fjármálafyrirtækinu GAMMA sem fjármagna Framtíðina í upphafi en síðar er stefnt að fjármögnun í gegnum skuldabréfaútgáfur í kauphöll. Eigendur skuldabréfasjóðanna eru öflugir stofnanafjárfestar eins og lífeyrissjóðir og tryggingafélög, ásamt eignastýringum og almennum fjárfestum. „Við lítum á Framtíðina sem jákvæða viðbót við þau fjölmörgu verkefni sem skuldabréfasjóðir í stýringu hjá GAMMA hafa komið að en sjóðirnir hafa m.a. komið að fjármögnun í sjávarútvegi, orkugeiranum, fasteignamarkaði, hugbúnaðargerð, kvikmyndagerð o.fl.,“ segir Hlíf. „Framtíðin er alls ekki í samkeppni við LÍN. Við erum miklu frekar að auka þá möguleika sem í boði eru fyrir námsmenn og þar með að mæta þeim óskum sem við höfum heyrt frá háskólanemum á síðustu árum um skólagjaldalán vegna kostnaðarsams náms erlendis, aukna grunnframfærslu, möguleika á námi með vinnu og því að fara í háskólanám eftir nokkur ár á vinnumarkaði. Við trúum því að það sé mikil eftirspurn eftir þjónustu á borð við þá sem Framtíðin veitir,“ segir Hlíf varðandi það hvort námslánasjóður eins og Framtíðin geti spjarað sig í samkeppni við LÍN. Framtíðin mun bjóða upp á tvær tegundir námslána, annars vegar óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum og hins vegar verðtryggð lán með föstum vöxtum. Vextir taka mið af vaxtatöflu Framtíðarinnar hverju sinni. Þeir eru núna 8,75% á óverðtryggðum lánum og 6,45% á verðtryggðum lánum, en á meðan námsmaðurinn er enn í námi eru þeir einu prósentustigi hærri. Sjóðurinn áætlar að veita nokkur hundruð námsmönnum lán á ári.
Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira