Missti tönn og fær hjálp gömlu liðsfélaganna með tannlæknakostnaðinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2015 07:00 Unnur Lára í leik með Breiðabliki. Kvennalið Breiðabliks stendur saman þrátt fyrir mótlæti innan sem utan vallar. Á því leikur enginn vafi lengur eftir að liðið ætlar að sameinast um það að safna fyrir tönn fyrrverandi liðsfélaga síns. Unnur Lára Ásgeirsdóttir þurfti að fara til tannlæknis í miðjum leik í desember þegar tönn brotnaði hjá henni. Þegar á hólminn var komið kom í ljós að engar tryggingar borguðu tannlæknakostnaðinn og Unnur Lára stóð því uppi með risa reikning. Unnur Lára stóð sig vel með Blikum fyrir áramót en hún var með 10,5 stig og 8,5 fráköst að meðaltali á 26,1 mínútu í leik. Þetta reyndist vera síðasti leikur hennar fyrir Breiðablik en hún er flutt norður á Akureyri.Tönnin brotnaði niður í rót „Það kemur í ljós að hún er ekki tryggð því ÍSÍ-tryggingin nær ekki til slysa á tönnum. Tönnin brotnar alveg niður í rót og hún þarf bara nýja tönn og skrúfu. Þetta er komið upp í 600 þúsund kall hjá henni. Hún var að koma úr námi og er nýbyrjuð að vinna á leikskóla. Þetta er svo stór biti,“ segir Andri Þór Kristinsson, þjálfari Breiðabliks. „Hún ræddi við stjórnina og athugaði hvort deildin hér eða félagið myndi eitthvað taka þátt í þessu. Það fór hér upp í aðalstjórn og inn á bæjarskrifstofu. Það var enginn peningur í kassanum hjá körfuboltadeildinni en aðalástæðan fyrir því að hún fékk ekkert var að þetta gæti gefið fordæmi og þá líka skuldbundið félagið aftur í tímann,“ segir Andri. „Okkur í liðinu fannst þetta vera skelfilegt og við vildum ekki að hún væri ein með þetta. Við ákváðum því að gera eitthvað,“ sagði Andri Þór en þetta varð jafnframt að vera öðruvísi söfnun en „allar“ hinar hjá liðinu. „Ástæðan fyrir því að við gerum þetta er að við erum alltaf að selja klósettpappír og herja á okkar nærumhverfi. Þessi hugmynd snerist um að sækja peninga eitthvað út fyrir ömmu og afa og mömmu og pabba,“ segir Andri í léttum tón.Sótti reiðhjól í geymsluna Blikakonur ætla að vera með bás í Kolaþorpinu um helgina og selja muni til styrktar Unni Láru. „Ég fór bara í geymsluna hjá mér og ætla að selja reiðhjól og eitthvert dót. Stelpurnar tína fram einhver föt og þó svo að deildin treysti sér ekki í þetta þá er fólkið í deildinni til í að leggja hönd á plóg með vinnu eða annars konar framlagi,“ segir Andri og bætir við: „Þetta gerist í leik hjá okkur og við viljum setja vinnu í að byggja upp svona menningu hjá okkur og að þetta sé eitthvað sem einkenni okkar lið. Við stöndum alltaf saman þótt það sér erfitt.“Andri Þór Kristinsson.Breiðabliksliðið er í neðsta sæti Dominos-deildarinnar og þetta hefur ekki verið auðveldur vetur. „Það er búinn að vera ofboðslega mikill mótvindur í vetur og þá ekki bara andstæðingarnir heldur hafa líka verið erfiðar aðstæður hjá deildinni, peningavesen og annað,“ segir Andri. Unnur Lára yfirgaf Breiðabliksliðið um áramótin en stelpurnar standa enn með henni. „Ég sagði henni að ég ætlaði að peppa stelpurnar upp í fjáröflun og hún var mjög þakklát,“ segir Andri. Andri vill sjá umræðu í íþróttahreyfingunni um tryggingar á tönnum íþróttafólks landsins. „Ef hreyfingin tæki sig öll saman og léti bjóða út tanntryggingu á íþróttafólkið okkar þá er ég viss um að þetta yrðu bara nokkrir þúsundkallar á ári fyrir hvern klúbb. Þetta eru örfá óhöpp á ári þó að það séu síðan oft háar upphæðir þegar það gerist,“ segir Andri Þór en hver eru markmið helgarinnar?Vonar að fólk rati til þeirra „Ég er ekkert viss um að þátttakan verði æðisleg en ég er búinn að hóta því að mæta heim til fólks, bæði stjórnarmanna og stelpnanna, og taka til í geymslunum ef þau koma ekki með eitthvað. Við sjáum til hvernig þetta gengur og ég er alls ekki vongóður um að við náum upp í þessa tölu. Hvort sem það verður hundrað þúsund eða tvö hundruð þúsund eða minna. Allt hjálpar,“ segir Andri. „Við merkjum okkur í bak og fyrir en við fengum reyndar engan toppstað. Við vildum vera þessa helgi og ég vona að fólk rati til okkar,“ sagði Andri sem er jafnvel að pæla í því að láta Blikakópinn lóðsa gesti inn á básinn. Dominos-deild kvenna Mið-Austurlönd Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Sjá meira
Kvennalið Breiðabliks stendur saman þrátt fyrir mótlæti innan sem utan vallar. Á því leikur enginn vafi lengur eftir að liðið ætlar að sameinast um það að safna fyrir tönn fyrrverandi liðsfélaga síns. Unnur Lára Ásgeirsdóttir þurfti að fara til tannlæknis í miðjum leik í desember þegar tönn brotnaði hjá henni. Þegar á hólminn var komið kom í ljós að engar tryggingar borguðu tannlæknakostnaðinn og Unnur Lára stóð því uppi með risa reikning. Unnur Lára stóð sig vel með Blikum fyrir áramót en hún var með 10,5 stig og 8,5 fráköst að meðaltali á 26,1 mínútu í leik. Þetta reyndist vera síðasti leikur hennar fyrir Breiðablik en hún er flutt norður á Akureyri.Tönnin brotnaði niður í rót „Það kemur í ljós að hún er ekki tryggð því ÍSÍ-tryggingin nær ekki til slysa á tönnum. Tönnin brotnar alveg niður í rót og hún þarf bara nýja tönn og skrúfu. Þetta er komið upp í 600 þúsund kall hjá henni. Hún var að koma úr námi og er nýbyrjuð að vinna á leikskóla. Þetta er svo stór biti,“ segir Andri Þór Kristinsson, þjálfari Breiðabliks. „Hún ræddi við stjórnina og athugaði hvort deildin hér eða félagið myndi eitthvað taka þátt í þessu. Það fór hér upp í aðalstjórn og inn á bæjarskrifstofu. Það var enginn peningur í kassanum hjá körfuboltadeildinni en aðalástæðan fyrir því að hún fékk ekkert var að þetta gæti gefið fordæmi og þá líka skuldbundið félagið aftur í tímann,“ segir Andri. „Okkur í liðinu fannst þetta vera skelfilegt og við vildum ekki að hún væri ein með þetta. Við ákváðum því að gera eitthvað,“ sagði Andri Þór en þetta varð jafnframt að vera öðruvísi söfnun en „allar“ hinar hjá liðinu. „Ástæðan fyrir því að við gerum þetta er að við erum alltaf að selja klósettpappír og herja á okkar nærumhverfi. Þessi hugmynd snerist um að sækja peninga eitthvað út fyrir ömmu og afa og mömmu og pabba,“ segir Andri í léttum tón.Sótti reiðhjól í geymsluna Blikakonur ætla að vera með bás í Kolaþorpinu um helgina og selja muni til styrktar Unni Láru. „Ég fór bara í geymsluna hjá mér og ætla að selja reiðhjól og eitthvert dót. Stelpurnar tína fram einhver föt og þó svo að deildin treysti sér ekki í þetta þá er fólkið í deildinni til í að leggja hönd á plóg með vinnu eða annars konar framlagi,“ segir Andri og bætir við: „Þetta gerist í leik hjá okkur og við viljum setja vinnu í að byggja upp svona menningu hjá okkur og að þetta sé eitthvað sem einkenni okkar lið. Við stöndum alltaf saman þótt það sér erfitt.“Andri Þór Kristinsson.Breiðabliksliðið er í neðsta sæti Dominos-deildarinnar og þetta hefur ekki verið auðveldur vetur. „Það er búinn að vera ofboðslega mikill mótvindur í vetur og þá ekki bara andstæðingarnir heldur hafa líka verið erfiðar aðstæður hjá deildinni, peningavesen og annað,“ segir Andri. Unnur Lára yfirgaf Breiðabliksliðið um áramótin en stelpurnar standa enn með henni. „Ég sagði henni að ég ætlaði að peppa stelpurnar upp í fjáröflun og hún var mjög þakklát,“ segir Andri. Andri vill sjá umræðu í íþróttahreyfingunni um tryggingar á tönnum íþróttafólks landsins. „Ef hreyfingin tæki sig öll saman og léti bjóða út tanntryggingu á íþróttafólkið okkar þá er ég viss um að þetta yrðu bara nokkrir þúsundkallar á ári fyrir hvern klúbb. Þetta eru örfá óhöpp á ári þó að það séu síðan oft háar upphæðir þegar það gerist,“ segir Andri Þór en hver eru markmið helgarinnar?Vonar að fólk rati til þeirra „Ég er ekkert viss um að þátttakan verði æðisleg en ég er búinn að hóta því að mæta heim til fólks, bæði stjórnarmanna og stelpnanna, og taka til í geymslunum ef þau koma ekki með eitthvað. Við sjáum til hvernig þetta gengur og ég er alls ekki vongóður um að við náum upp í þessa tölu. Hvort sem það verður hundrað þúsund eða tvö hundruð þúsund eða minna. Allt hjálpar,“ segir Andri. „Við merkjum okkur í bak og fyrir en við fengum reyndar engan toppstað. Við vildum vera þessa helgi og ég vona að fólk rati til okkar,“ sagði Andri sem er jafnvel að pæla í því að láta Blikakópinn lóðsa gesti inn á básinn.
Dominos-deild kvenna Mið-Austurlönd Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Sjá meira