Ég er ekki til Bjarni Karlsson skrifar 19. febrúar 2015 07:00 Ég er einn fjölmargra Íslendinga sem er Jóni Gnarr þakklátur. Þakklátur honum fyrir að hafa ruggað þjóðfélaginu, hrist upp í steinrunnu embættiskerfi, gantast með valdhrokann og sýnt og sannað með framgöngu sinni að sjálfur er hann ekki að tryggja eigin hag. Jón Gnarr er í mínum huga hellings mikill frelsari sem í argasta gríni og fúlustu alvöru hefur opnað augu margra fyrir því að það er í lagi að vera alls konar og að við græðum öll á fjölbreytileikanum. Þess vegna langar mig að mótmæla aðalatriðinu í grein hans „Guð er ekki til“ sem birtist hér á þessum vettvangi sl. laugardag. Það er sjaldgæft að fólk fjalli af einlægni um trúarbaráttu sína eins og Jón Gnarr gerir í greininni. Hann segir frá uppalendum sínum, persónulegum átökum, árangri og vonbrigðum og því fylgir viss heiðríkja. Það að bráðum fimmtugur maður greini frá því að hafa haft löngun til að geta trúað en orðið fyrir vonbrigðum í árangurslausri leit er virðingarvert og mikilsvert í mínum huga. Og mér finnst líka áhugavert þegar bornar eru fram alhæfingar sem eru sannanlega rangar eins og þegar Jón fullyrðir að vísindin hafi útskýrt alheiminn sem þau hafa auðvitað ekki gert, eða að ein helsta fyrirstaða læknavísindanna til að bæta heilsu og bjarga mannslífum sé og hafi verið trúarkreddur ýmiss konar og að það sama eigi því miður líka við um mannréttindi. Þetta eru fullyrðingar sem gott er að rökræða. Tuttugasta öldin var mesta framfaraöld í lækningum og lífslíkum almennings sem runnið hefur upp í veröldinni og ég efast um að margir sagnfræðingar myndu telja að trúarkreddur hafi þvælst þar mikið fyrir, öllu heldur myndu margir benda á hina gríðarlegu misskiptingu sem orðið hefur og ögrar lýðheilsu veraldar umfram flest annað. Tuttugasta öldin var líka blóðugasta öld mannkynssögunnar þar sem mannréttindi voru fótumtroðin með skipulagðari hætti en nokkru sinni fyrr. Ber þar hæst byltinguna í Rússlandi og Kína, framgöngu Rauðu khmeranna í Kambódíu og heimsstyrjaldirnar tvær ásamt sívaxandi misskiptingu á heimsvísu sem jaðarsetur einstaklinga, samfélög og þjóðir. Og skammt er að minnast árásarinnar inn í Írak sem gerð var á lognum forsendum eins og allir vita. Í þessu öllu var að verki alræðishyggja studd veraldlegum hugmyndakerfum svo sem sósíalisma, kommúnisma, nasisma og kapítalisma sem klárlega byggja ekki á trúarlegri heimsmynd. Því tel ég fullyrðingar Jóns um trúarbrögð byggðar á heldur þröngu heimildavali sem gagnlegt væri að ræða.Mér er brugðið Það sem mér þykir hins vegar vont í grein hans er krafan sem hann gerir til allra trúaðra um að þegja: „Ég virði rétt fólks til að hafa hverjar þær skoðanir sem því sýnist í trúmálum. […] Svo framarlega sem það heldur því fyrir sig.“ Þetta er ekki það sem Jón Gnarr hefur staðið fyrir fram að þessu. Hann hefur hingað til einmitt talað fyrir fjölbreytni og frelsi. Því skil ég ekki þessa breytingu og verð að viðurkenna að mér er brugðið. Ef drifkraftur gjörða minna og heimsmynd eru gerð að einkamáli sem mér er ætlað að fela, er ég þá til í fullri merkingu þeirra orða? Ef ég má ekki lifa út lífsskoðun mína, tjá hana og leitast við að sannfæra aðra af því að hún fellur ekki að ríkjandi hugmyndafræði – hvað heita slíkar aðstæður? Hverju vill Jón Gnarr ná fram þegar hann líkir trúarlegri hugsun við það að hugsa með typpinu? Hver verður staða mín sem trúaðs manns í samfélagi ef ríkjandi öfl setja mig þannig út á jaðarinn með háði? Er ég þá til? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er einn fjölmargra Íslendinga sem er Jóni Gnarr þakklátur. Þakklátur honum fyrir að hafa ruggað þjóðfélaginu, hrist upp í steinrunnu embættiskerfi, gantast með valdhrokann og sýnt og sannað með framgöngu sinni að sjálfur er hann ekki að tryggja eigin hag. Jón Gnarr er í mínum huga hellings mikill frelsari sem í argasta gríni og fúlustu alvöru hefur opnað augu margra fyrir því að það er í lagi að vera alls konar og að við græðum öll á fjölbreytileikanum. Þess vegna langar mig að mótmæla aðalatriðinu í grein hans „Guð er ekki til“ sem birtist hér á þessum vettvangi sl. laugardag. Það er sjaldgæft að fólk fjalli af einlægni um trúarbaráttu sína eins og Jón Gnarr gerir í greininni. Hann segir frá uppalendum sínum, persónulegum átökum, árangri og vonbrigðum og því fylgir viss heiðríkja. Það að bráðum fimmtugur maður greini frá því að hafa haft löngun til að geta trúað en orðið fyrir vonbrigðum í árangurslausri leit er virðingarvert og mikilsvert í mínum huga. Og mér finnst líka áhugavert þegar bornar eru fram alhæfingar sem eru sannanlega rangar eins og þegar Jón fullyrðir að vísindin hafi útskýrt alheiminn sem þau hafa auðvitað ekki gert, eða að ein helsta fyrirstaða læknavísindanna til að bæta heilsu og bjarga mannslífum sé og hafi verið trúarkreddur ýmiss konar og að það sama eigi því miður líka við um mannréttindi. Þetta eru fullyrðingar sem gott er að rökræða. Tuttugasta öldin var mesta framfaraöld í lækningum og lífslíkum almennings sem runnið hefur upp í veröldinni og ég efast um að margir sagnfræðingar myndu telja að trúarkreddur hafi þvælst þar mikið fyrir, öllu heldur myndu margir benda á hina gríðarlegu misskiptingu sem orðið hefur og ögrar lýðheilsu veraldar umfram flest annað. Tuttugasta öldin var líka blóðugasta öld mannkynssögunnar þar sem mannréttindi voru fótumtroðin með skipulagðari hætti en nokkru sinni fyrr. Ber þar hæst byltinguna í Rússlandi og Kína, framgöngu Rauðu khmeranna í Kambódíu og heimsstyrjaldirnar tvær ásamt sívaxandi misskiptingu á heimsvísu sem jaðarsetur einstaklinga, samfélög og þjóðir. Og skammt er að minnast árásarinnar inn í Írak sem gerð var á lognum forsendum eins og allir vita. Í þessu öllu var að verki alræðishyggja studd veraldlegum hugmyndakerfum svo sem sósíalisma, kommúnisma, nasisma og kapítalisma sem klárlega byggja ekki á trúarlegri heimsmynd. Því tel ég fullyrðingar Jóns um trúarbrögð byggðar á heldur þröngu heimildavali sem gagnlegt væri að ræða.Mér er brugðið Það sem mér þykir hins vegar vont í grein hans er krafan sem hann gerir til allra trúaðra um að þegja: „Ég virði rétt fólks til að hafa hverjar þær skoðanir sem því sýnist í trúmálum. […] Svo framarlega sem það heldur því fyrir sig.“ Þetta er ekki það sem Jón Gnarr hefur staðið fyrir fram að þessu. Hann hefur hingað til einmitt talað fyrir fjölbreytni og frelsi. Því skil ég ekki þessa breytingu og verð að viðurkenna að mér er brugðið. Ef drifkraftur gjörða minna og heimsmynd eru gerð að einkamáli sem mér er ætlað að fela, er ég þá til í fullri merkingu þeirra orða? Ef ég má ekki lifa út lífsskoðun mína, tjá hana og leitast við að sannfæra aðra af því að hún fellur ekki að ríkjandi hugmyndafræði – hvað heita slíkar aðstæður? Hverju vill Jón Gnarr ná fram þegar hann líkir trúarlegri hugsun við það að hugsa með typpinu? Hver verður staða mín sem trúaðs manns í samfélagi ef ríkjandi öfl setja mig þannig út á jaðarinn með háði? Er ég þá til?
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun