Reykjavík ekki aldursvæn borg enn Björgvin Guðmundsson skrifar 19. febrúar 2015 07:00 Nokkuð vantar á það í dag,að staða og kjör eldri borgara í Reykjavík sé i það góðu lagi,að borgin geti talist aldursvæn borg. Reykjavíkurborg verður því að taka sig á í málefnum eldri borgara, ætli hún að ná þessu takmarki. Borgin þarf að bæta kjör eldri borgara. Borgin þarf að bæta stöðu aldraðra. Verst er ástandið varðandi rými á hjúkrunarheimilum í Reykjavík. Biðlistar eru mjög langir eftir slíku rými. Ástandið í heimahjúkrun er heldur ekki nógu gott. Sú starfsemi er stórlega undirmönnuð Borgin kippir að sér hendinni í félagsmiðstöðvum Reykjavíkurborg heldur uppi margvíslegri félagsstarfsemi fyrir eldri borgara. Borgin rekur 17 félagsmiðstöðvar víðs vegar um borgina. Það er af hinu góða. En síðustu árin hafa mál þróast þannig í þessum félagsmiðstöðvum, að Reykjavíkurborg hefur kippt að sér hendinni varðandi fjárveitingar til þessarar starfsemi. Borgin hefur fellt niður greiðslur til leiðbeinenda á ýmsum námskeiðum, í danskennslu og í annarri starfsemi. Eldri borgarar hafa sjálfir orðið að borga leiðbeinendum í vissum tilvikum eftir að borgin felldi niður greiðslur. Jafnframt hafa gjaldskrár fyrir þjónustu, sem borgin veitir eldri borgurum, verið hækkaðar, nú síðast um síðustu áramót.Hrakið frá félagsmiðstöðvum Gjöld, sem borgin innheimtir af eldri borgurum, eru ekki há. Hækkanir eru ekki miklar. En láglaunafólk meðal eldri borgara finnur mikið fyrir því þegar þessi gjöld hækka. Eru mörg dæmi um það, að eldri borgarar hafa hætt í þessu félagsstarfi vegna hækkana á gjaldskrám. Þegar engir peningar eru til, verða lágar upphæðir fyrir félagsstarf aldraðra háar. Þess verður vart í umræðu um málefni aldraðra, að sumum finnst sem eldri borgarar þurfi engar kjarabætur. Þeir hafi það ágætt. Það rétta er, að hagur eldri borgara er mjög misjafn. Sumir hafa það gott, einkum þeir, sem eiga skuldlaust húsnæði en aðrir eldri borgarar búa við mjög bág kjör og þurfa að greiða háar upphæðir í húsaleigu. Í slíkum tilvikum dugar ellilífeyrir ekki fyrir brýnustu þörfum. Þetta þurfa ráðamenn Reykjavíkurborgar að skilja þegar gjaldskrár eru hækkaðar og borgin hættir að greiða fyrir þjónustu við aldraða.Gjöld verði lækkuð Kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík tók þessi mál fyrir á fundi sínum í desember sl. Þar var samþykkt að skora á Reykjavíkurborg að lækka verð á þjónustu, sem veitt er eldri borgurum. Borgin hefur leitað eftir því við WHO, Alþjóðaheilbrigðisstofnunina, að verða útnefnd aldursvæn borg. Eigi það að ganga eftir verður að lækka verð á þjónustu til eldri borgara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Nokkuð vantar á það í dag,að staða og kjör eldri borgara í Reykjavík sé i það góðu lagi,að borgin geti talist aldursvæn borg. Reykjavíkurborg verður því að taka sig á í málefnum eldri borgara, ætli hún að ná þessu takmarki. Borgin þarf að bæta kjör eldri borgara. Borgin þarf að bæta stöðu aldraðra. Verst er ástandið varðandi rými á hjúkrunarheimilum í Reykjavík. Biðlistar eru mjög langir eftir slíku rými. Ástandið í heimahjúkrun er heldur ekki nógu gott. Sú starfsemi er stórlega undirmönnuð Borgin kippir að sér hendinni í félagsmiðstöðvum Reykjavíkurborg heldur uppi margvíslegri félagsstarfsemi fyrir eldri borgara. Borgin rekur 17 félagsmiðstöðvar víðs vegar um borgina. Það er af hinu góða. En síðustu árin hafa mál þróast þannig í þessum félagsmiðstöðvum, að Reykjavíkurborg hefur kippt að sér hendinni varðandi fjárveitingar til þessarar starfsemi. Borgin hefur fellt niður greiðslur til leiðbeinenda á ýmsum námskeiðum, í danskennslu og í annarri starfsemi. Eldri borgarar hafa sjálfir orðið að borga leiðbeinendum í vissum tilvikum eftir að borgin felldi niður greiðslur. Jafnframt hafa gjaldskrár fyrir þjónustu, sem borgin veitir eldri borgurum, verið hækkaðar, nú síðast um síðustu áramót.Hrakið frá félagsmiðstöðvum Gjöld, sem borgin innheimtir af eldri borgurum, eru ekki há. Hækkanir eru ekki miklar. En láglaunafólk meðal eldri borgara finnur mikið fyrir því þegar þessi gjöld hækka. Eru mörg dæmi um það, að eldri borgarar hafa hætt í þessu félagsstarfi vegna hækkana á gjaldskrám. Þegar engir peningar eru til, verða lágar upphæðir fyrir félagsstarf aldraðra háar. Þess verður vart í umræðu um málefni aldraðra, að sumum finnst sem eldri borgarar þurfi engar kjarabætur. Þeir hafi það ágætt. Það rétta er, að hagur eldri borgara er mjög misjafn. Sumir hafa það gott, einkum þeir, sem eiga skuldlaust húsnæði en aðrir eldri borgarar búa við mjög bág kjör og þurfa að greiða háar upphæðir í húsaleigu. Í slíkum tilvikum dugar ellilífeyrir ekki fyrir brýnustu þörfum. Þetta þurfa ráðamenn Reykjavíkurborgar að skilja þegar gjaldskrár eru hækkaðar og borgin hættir að greiða fyrir þjónustu við aldraða.Gjöld verði lækkuð Kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík tók þessi mál fyrir á fundi sínum í desember sl. Þar var samþykkt að skora á Reykjavíkurborg að lækka verð á þjónustu, sem veitt er eldri borgurum. Borgin hefur leitað eftir því við WHO, Alþjóðaheilbrigðisstofnunina, að verða útnefnd aldursvæn borg. Eigi það að ganga eftir verður að lækka verð á þjónustu til eldri borgara.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar