Hafa börn áhrif á eigin líf? Þóra Jónsdóttir skrifar 20. febrúar 2015 07:00 Í dag, 20. febrúar, eru tvö ár liðin frá því að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur á Íslandi. Sá áfangi var mikil réttarbót fyrir íslensk börn. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa sérstaka tengingu við sáttmálann, því stofnandi Save the Children í Bretlandi, Eglantyne Jebb, ritaði drög að sáttmála um réttindi barna árið 1921, sem síðar varð grunnurinn að Barnasáttmálanum eins og við þekkjum hann í dag. Frá upphafi hefur sáttmálinn verið hafður að leiðarljósi í öllu starfi Barnaheilla og samtökin hafa lagt áherslu á mikilvægi innleiðingar hans í íslenskt samfélag. Barnasáttmálinn er afar merkilegt plagg af mörgum ástæðum. Einna merkilegast er að hann viðurkennir öll börn án mismununar af nokkru tagi sem einstaklinga með sjálfstæð réttindi. Með þeirri viðurkenningu leggur hann um leið þá skyldu á hina fullorðnu í samfélaginu að hugsa um börn á nýjan hátt. Börn eiga rétt á að komið sé fram við þau af virðingu og á jafningjagrundvelli.Þátttaka barna í samfélaginu Meðal fjögurra grunnréttinda sáttmálans eru þátttökuréttindi barna og ungmenna. Um þau segir í Barnasáttmálanum að barni, sem myndað getur sínar eigin skoðanir, skuli tryggður réttur til að láta þær frjálslega í ljós í öllum málum sem það varða. Einnig skuli taka réttmætt tillit til skoðana barnsins í samræmi við aldur þess og þroska. Réttindi þessi geta reynst mikil áskorun fyrir samfélagið því þau krefjast þess að við endurskoðum fyrri hugmyndir um stöðu og hlutverk barna í samfélaginu. Við þurfum að venja okkur á ný vinnubrögð hvarvetna í hlutverkum okkar og störfum sem snerta börn. Við eigum sem dæmi að spyrja börnin áður en við tökum ákvarðanir um málefni þeirra hvaða skoðun þau hafi á þeim og hvernig þeim þyki best að framkvæma verkefni sem að þeim snúa. Um getur verið að ræða ákvarðanir sem þau snerta allt frá því hvert eigi að fara í sumarfrí og til þess hvaða verkefni séu lögð fyrir þau í skólanum. Börn eiga rétt á að koma skoðunum sínum á framfæri ef þau eru ekki sátt við eitthvað í skólastarfinu og að á þau sé hlustað. Þau eiga að vera meira með í ráðum við skipulagningu á skólastarfi, svo sem við val á verkefnum og leiðum. Þau ættu ávallt að koma að vinnu og vera umsagnaraðilar um allar þær áætlanir sem þau varða, svo sem grunnskólalög og aðalnámskrá grunnskóla. Það ætti ekki að líta á þátttökuréttindi barna sem spariföt sem einungis eigi að klæðast upp á punt, heldur ætti alltaf að hafa þau í huga þegar teknar eru ákvarðanir sem snerta börn. Það er svo útfærsluatriði hver framkvæmdin er hverju sinni. Með því að venja okkur á þessa nýju hugsun kennum við börnunum lýðræðisleg vinnubrögð og að hafa áhrif á samfélag sitt. Það er á ábyrgð okkar allra að hlusta á sjónarmið barna og gera þeim kleift að móta samfélagið sem þau tilheyra og munu erfa. Um þessar mundir stendur yfir fjáröflunarátak Barnaheilla Út að borða fyrir börnin í samstarfi við 26 veitingastaði á landinu. Með því að fara út að borða með börnin leggur þú þitt af mörkum til verkefna Barnaheilla – Save the Children á Íslandi sem stuðla að vernd barna gegn ofbeldi. Hluti þeirra verkefna er að leyfa röddum barna að heyrast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þóra Jónsdóttir Mest lesið Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Skoðun Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í dag, 20. febrúar, eru tvö ár liðin frá því að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur á Íslandi. Sá áfangi var mikil réttarbót fyrir íslensk börn. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa sérstaka tengingu við sáttmálann, því stofnandi Save the Children í Bretlandi, Eglantyne Jebb, ritaði drög að sáttmála um réttindi barna árið 1921, sem síðar varð grunnurinn að Barnasáttmálanum eins og við þekkjum hann í dag. Frá upphafi hefur sáttmálinn verið hafður að leiðarljósi í öllu starfi Barnaheilla og samtökin hafa lagt áherslu á mikilvægi innleiðingar hans í íslenskt samfélag. Barnasáttmálinn er afar merkilegt plagg af mörgum ástæðum. Einna merkilegast er að hann viðurkennir öll börn án mismununar af nokkru tagi sem einstaklinga með sjálfstæð réttindi. Með þeirri viðurkenningu leggur hann um leið þá skyldu á hina fullorðnu í samfélaginu að hugsa um börn á nýjan hátt. Börn eiga rétt á að komið sé fram við þau af virðingu og á jafningjagrundvelli.Þátttaka barna í samfélaginu Meðal fjögurra grunnréttinda sáttmálans eru þátttökuréttindi barna og ungmenna. Um þau segir í Barnasáttmálanum að barni, sem myndað getur sínar eigin skoðanir, skuli tryggður réttur til að láta þær frjálslega í ljós í öllum málum sem það varða. Einnig skuli taka réttmætt tillit til skoðana barnsins í samræmi við aldur þess og þroska. Réttindi þessi geta reynst mikil áskorun fyrir samfélagið því þau krefjast þess að við endurskoðum fyrri hugmyndir um stöðu og hlutverk barna í samfélaginu. Við þurfum að venja okkur á ný vinnubrögð hvarvetna í hlutverkum okkar og störfum sem snerta börn. Við eigum sem dæmi að spyrja börnin áður en við tökum ákvarðanir um málefni þeirra hvaða skoðun þau hafi á þeim og hvernig þeim þyki best að framkvæma verkefni sem að þeim snúa. Um getur verið að ræða ákvarðanir sem þau snerta allt frá því hvert eigi að fara í sumarfrí og til þess hvaða verkefni séu lögð fyrir þau í skólanum. Börn eiga rétt á að koma skoðunum sínum á framfæri ef þau eru ekki sátt við eitthvað í skólastarfinu og að á þau sé hlustað. Þau eiga að vera meira með í ráðum við skipulagningu á skólastarfi, svo sem við val á verkefnum og leiðum. Þau ættu ávallt að koma að vinnu og vera umsagnaraðilar um allar þær áætlanir sem þau varða, svo sem grunnskólalög og aðalnámskrá grunnskóla. Það ætti ekki að líta á þátttökuréttindi barna sem spariföt sem einungis eigi að klæðast upp á punt, heldur ætti alltaf að hafa þau í huga þegar teknar eru ákvarðanir sem snerta börn. Það er svo útfærsluatriði hver framkvæmdin er hverju sinni. Með því að venja okkur á þessa nýju hugsun kennum við börnunum lýðræðisleg vinnubrögð og að hafa áhrif á samfélag sitt. Það er á ábyrgð okkar allra að hlusta á sjónarmið barna og gera þeim kleift að móta samfélagið sem þau tilheyra og munu erfa. Um þessar mundir stendur yfir fjáröflunarátak Barnaheilla Út að borða fyrir börnin í samstarfi við 26 veitingastaði á landinu. Með því að fara út að borða með börnin leggur þú þitt af mörkum til verkefna Barnaheilla – Save the Children á Íslandi sem stuðla að vernd barna gegn ofbeldi. Hluti þeirra verkefna er að leyfa röddum barna að heyrast.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun