Rúður sprungu í flestum bifreiðum Viktoría Hermannsdóttir skrifar 24. febrúar 2015 07:00 Ótal bílrúður brotnuðu vegna grjóthríðar. Fréttablaðið/Jónína G. Aradóttir „Þetta er með því versta sem við höfum lent í. Þarna var mikill skafrenningur og mikil grjóthríð,“ segir Orri Örvarsson í björgunarsveitinni Víkverja á Vík. „Við björguðum um 19 manns og þurftum að skilja eftir átta bíla á milli Péturseyjar og Skóga. Fólk var mjög skelkað, sérstaklega það sem var í bílunum þar sem rúðurnar brotnuðu, þarna var mjög kalt og vindkæling mikil,“ segir hann. Orri og félagar hans í björgunarsveitinni urðu fyrir tjóni á eigin bifreiðum við björgunarstörf. „Við mættum á okkar eigin bílum á vettvang og lögðum þeim við skála. Í mínum bíl brotnuðu allar hliðarrúður og þarna brotnuðu alls níu rúður hjá okkur í veðrinu. Bílarnir eru allir í kaskó og tryggðir hjá Sjóvá en tryggingafélagið vill ekki gera neitt í þessu vegna þess að það er ekki tryggt ef þetta er laus jarðvegur sem fýkur á bílana,“ segir Orri. Ofsaveður var á svæðinu á sunnudag og björgunarsveitir þurftu að bjarga fullt af fólki úr bílum sem sátu fastir. Flestir voru erlendir ferðamenn og margir þeirra voru fluttir á Hótel Skaftafell þar sem starfsfólkið tók á móti þeim. Sextíu manns gistu á hótelinu um nóttina en enginn þeirra hafði átt bókaða gistingu.„Veðrin eru ekkert verri en þau hafa verið, hins vegar eru bara miklu fleiri að fara út í þessi veður,“ segir Jónína G. Aradóttir, starfsmaður á Hótel Skaftafelli. Jónína segir ferðalangana sem komu á hótelið um nóttina marga hverja hafa verið í miklu áfalli vegna veðursins, en rúður sprungu í flestum bílunum. Um klukkan 18 mældist vindurinn 62 metrar á sekúndu en þá fauk vindmælir í Sandfelli í Öræfum og því eru ekki til tölur um styrk vindsins eftir það. „Sumir hefðu þurft á áfallahjálp að halda en við erum ekki í aðstöðu til að veita hana en við reyndum að hjálpa. Sumir voru grátandi og maður reyndi að hugga þá, gefa þeim kaffi og hlúa að þeim.“ Jónína segir nauðsynlegt að með auknum fjölda ferðamanna þurfi að upplýsa þá betur um veður. „Við þurfum að gera betur. Auðvitað var þarna fólk sem var upplýst en ákvað samt að fara af stað, en það eru margir sem gera sér ekki grein fyrir því út í hvað þeir eru að fara. Það þyrfti að upplýsa fólk um þetta strax í flugvélinni. Eins þyrftu að vera veðursíður á ensku þannig að fólk gæti bara leitað sér upplýsinga þar,“ segir hún. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
„Þetta er með því versta sem við höfum lent í. Þarna var mikill skafrenningur og mikil grjóthríð,“ segir Orri Örvarsson í björgunarsveitinni Víkverja á Vík. „Við björguðum um 19 manns og þurftum að skilja eftir átta bíla á milli Péturseyjar og Skóga. Fólk var mjög skelkað, sérstaklega það sem var í bílunum þar sem rúðurnar brotnuðu, þarna var mjög kalt og vindkæling mikil,“ segir hann. Orri og félagar hans í björgunarsveitinni urðu fyrir tjóni á eigin bifreiðum við björgunarstörf. „Við mættum á okkar eigin bílum á vettvang og lögðum þeim við skála. Í mínum bíl brotnuðu allar hliðarrúður og þarna brotnuðu alls níu rúður hjá okkur í veðrinu. Bílarnir eru allir í kaskó og tryggðir hjá Sjóvá en tryggingafélagið vill ekki gera neitt í þessu vegna þess að það er ekki tryggt ef þetta er laus jarðvegur sem fýkur á bílana,“ segir Orri. Ofsaveður var á svæðinu á sunnudag og björgunarsveitir þurftu að bjarga fullt af fólki úr bílum sem sátu fastir. Flestir voru erlendir ferðamenn og margir þeirra voru fluttir á Hótel Skaftafell þar sem starfsfólkið tók á móti þeim. Sextíu manns gistu á hótelinu um nóttina en enginn þeirra hafði átt bókaða gistingu.„Veðrin eru ekkert verri en þau hafa verið, hins vegar eru bara miklu fleiri að fara út í þessi veður,“ segir Jónína G. Aradóttir, starfsmaður á Hótel Skaftafelli. Jónína segir ferðalangana sem komu á hótelið um nóttina marga hverja hafa verið í miklu áfalli vegna veðursins, en rúður sprungu í flestum bílunum. Um klukkan 18 mældist vindurinn 62 metrar á sekúndu en þá fauk vindmælir í Sandfelli í Öræfum og því eru ekki til tölur um styrk vindsins eftir það. „Sumir hefðu þurft á áfallahjálp að halda en við erum ekki í aðstöðu til að veita hana en við reyndum að hjálpa. Sumir voru grátandi og maður reyndi að hugga þá, gefa þeim kaffi og hlúa að þeim.“ Jónína segir nauðsynlegt að með auknum fjölda ferðamanna þurfi að upplýsa þá betur um veður. „Við þurfum að gera betur. Auðvitað var þarna fólk sem var upplýst en ákvað samt að fara af stað, en það eru margir sem gera sér ekki grein fyrir því út í hvað þeir eru að fara. Það þyrfti að upplýsa fólk um þetta strax í flugvélinni. Eins þyrftu að vera veðursíður á ensku þannig að fólk gæti bara leitað sér upplýsinga þar,“ segir hún.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira